Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 07:37 Fyrsta „lögreglustöðin“ var sett á laggirnar í Mílanó. Getty Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim. Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Flestar séu í Ítalíu, um ellefu talsins, en tilgangur þeirra er að hafa stjórn á Kínverjum erlendis og knýja stjórnarandstæðinga til að snúa aftur heim. Samtökin sögðust í september síðastliðnum hafa talið um 54 lögreglustöðvar, sem varð til þess að rannsóknir voru opnaðar í að minnsta kosti 12 ríkjum, þeirra á meðal Kanada, Þýskalandi og Hollandi. Í nýrri skýrslu sem birt var í morgun segir að búið sé að finna 48 stöðvar í viðbót, þar af ellefu á Ítalíu. Aðrar hafa fundist í Króatíu, Serbíu og Rúmeníu, svo dæmi séu tekin. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að um sé að ræða „þjónustustöðvar“, þar sem kínverskir ríkisborgarar geti til að mynda leitað ef þeir þurfa að endurnýja vegabréf eða ökuskírteini. Safeguard Defenders, sem byggja rannsóknir sínar á gögnum sem liggja fyrir frá hinu opinbera í Kína, segja stöðvarnar ekki beinlínis reknar af stjórnvöldum í Pekíng en þar sé greinilega gengið erinda þeirra. Stöðvarnar séu notaðar til að áreita óvinveitta Kínverja og í sumum tilvikum, til að þvinga þá til að snúa aftur heim. Samtökin nefna sem dæmi mann sem var neyddur til að snúa aftur til Kína eftir að hafa verið búsettur á Ítalíu í þrettán ár en ekkert hefur spurst til hans síðan. Meðal annarra sem hafa verið þvingaðir heim eru skotmörk aðgerðarinnar „Fox Hunt“, sem er sögð beinast gegn spilltum stjórnamálamönnum sem hafa flúið Kína. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Kína Ítalía Mannréttindi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira