„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 07:00 Sérfræðingar Lögmál leiksins hafa enga trú á að Denver Nuggets geri atlögu að meistaratitlinum þó liðið sé með Jókerinn sjálfan innan sinna raða. AAron Ontiveroz/Getty Images Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira