Sport

Dagskráin í dag: Subway-deildin, Olís-deildin og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding ftekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Olís-deild karla í kvöld.
Afturelding ftekur á móti Íslandsmeisturum Vals í Olís-deild karla í kvöld. Vísir/Diego

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sex beinar útsendingar frá morgni til kvölds á þessum flotta föstudegi.

Þrátt fyrir að golfvellir landsins séu flestir hverjir orðnir frosnir er enn hægt að fylgjast með þeim allra bestu spila golf í sjónvarpinu. Klukkan 10:00 verður bein útsending frá Alfred Dunhill Championship á Evrópumótaröðinni, DP World Tour, á Stöð 2 Sport 2 og klukkan 18:00 verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá QBE Shootout á PGA-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 3.

Þá verða tveir leikir á dagskrá í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík tekur á móti Breiðablik klukkan 18:05 og KR-ingar sækja Njarðvíkinga heim klukkan 20:00. Að þeim leik loknum er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð, en allt verður þetta sýnt á Stöð 2 Sport.

Að lokum er stórleikur í Olís-deild karla á dagskrá á Stöð 2 Sport 5 þegar Afturelding tekur á móti Íslandsmeisturum Vals klukkan 19:50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×