„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:30 Sér einhver muninn? Vísir/E-Online Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. „Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum