„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:30 Sér einhver muninn? Vísir/E-Online Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. „Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Þegar þú mætir Blikaliðinu, og lendir strax undir, þá getur þú ekki farið í kapphlaup við þá. Þú verður að reyna hægja leikinn og hugsa: Í staðinn fyrir að taka okkur fimm mínútur til að ná niður tíu stigum þá tökum við tíu mínútur í það,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, á að segja um leik Breiðabliks og Grindavíkur. „Hvert sem að leikplanið þitt var fyrir leikinn, þú verður að breyta því ef þú lendir tíu stigum undir á móti þeim. Láta þá hafa fyrir því að spila vörn, það er algjört lykilatriði. Ef þú ætlar að spila þennan leik á móti þeim þá er eins gott að þú hittir. Þú heldur ekki áfram þegar þú ert búinn að brenna af fimm þriggja stiga skotum í röð, það er nákvæmlega það sem Grindavík gerði,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson. „Þarna eru þeir eiginlega bara að bjóða þeim upp í dans,“ bætti Kjartan Atli við áður en Hermann Hauksson fékk orðið. „Þeir segja bara „Við vitum að þið spilið skemmtilegan og hraðan körfubolta og skorið mikið af stigum. Gjörið svo vel, gerið það á móti okkur. Það gerðu þeir allan leikinn.“ „Breiðablik hefur strögglað í vetur á móti liðum sem spila harðan varnarleik og láta Blikana hafa fyrir því að spila varnarleik.“ „Þeim finnst það ekkert skemmtilegt,“ skaut Kristinn inn í áður en Hermann hélt áfram. „Bara ekki neitt. Þeir nenna ekki að vera sín megin á vellinum. Þarna fengu Breiðablik að valsa um eins og þeir gera best. Þá eru þeir illviðráðanlegir af því eins og Árni Elmar [Hrafnsson] sagði áðan, það getur hver einasti leikmaður í þessu liði sett niður þrista eða skot annarsstaðar að. Svo eru þeir mjög hreyfanlegir í sínum sóknaraðgerðum, erfitt að stöðva þá.“ „Að vera með þjálfara eins og Pétur Ingvarsson, sem að leitar uppi þessi skot og gefur skotmönnum - við sjáum Árna Elmar. Ég hugsa að margir þjálfarar gætu orðið uppteknir að því hvað hann getur ekki. Hann er ekki hraðasti varnarmaðurinn, hann er ekki með bestu boltameðferðina en guð minn almáttugur hvað gæinn getur sett boltann ofan í körfuna. Það hlýtur að vera gott fyrir skyttur að vita að þjálfarinn vill að þær skjóti,“ sagði Kjartan Atli og beindi spurningunni að Kristni. „Að sjálfsögðu er það, þetta er fullkomið umhverfi fyrir menn sem að eru eins og hann. Vilja spot-a fyrir utan og taka skot. Prósentan verður alltaf hærri því þú veist að þú átt að taka þetta skot, þú vilt taka þetta skot og þetta er Win-Win fyrir alla. Hvort sem þú klikkar eða ekki, það er farinn svolítill broddur af stressi ef það var til staðar. Umhverfið þarna fyrir leikmann eins og ég var, og fleiri eru, er bara frábært. Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir,“ sagði Kristinn að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira