Fótbolti

Stuðnings­menn Marokkó streyma til Katar: Þrjá­tíu sér­flug frá Marokkó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sofiane Boufal fagnar sigri á Portúgal í átta liða úrslitunum með móður sinni.
Sofiane Boufal fagnar sigri á Portúgal í átta liða úrslitunum með móður sinni. AP/Luca Bruno

Eitt er víst að landslið Marokkó fær frábæran stuðning í undanúrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Marokkó hefur ekki aðeins verið frábært inn á vellinum heldur hefur stuðningurinn í stúkunni verið sér á báti meðal annara þjóða á mótinu.

Marokkómenn hafa líka fagnað frábæru gengi landsliðsins út um allan heim en nú virðist margir ætla að fljúga til Katar til að upplifa þessa sögulegu stund þegar fyrsta Afríkuliðið spilar í undanúrslitum HM í fótbolta.

Marokkóska flugfélagið Royal Air Maroc segir að það verði þrjátíu sérflug með fótboltaáhugafólk frá Markkó til Katar í aðdraganda undanúrslitaleiksins á miðvikudagskvöldið.

Flugin eru á milli Casablanca í Marokkó og Dóha í Katar og verða á þriðjudag og miðvikudag.

Flugfélagið segir að flugmiðarnir séu á góðu verði í tilkynningu sinni án þess að gefa upp frekari upplýsingar um verðin.

Það eru þegar mörg þúsund stuðningsmenn Marokkó í Katar og þessi beina loftlína á milli þjóðanna þýðir örugglega að Marokkó mun eigna sér stúkuna í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×