Þau kvöddu á árinu 2022 Atli Ísleifsson skrifar 25. desember 2022 10:01 Bob Saget, Míkhaíl Gorbatsjov, Elísabet II Bretadrottning, Olivia Newton-John og Meat Loaf létust öll á árinu. Getty Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. Meðal þeirra sem önduðust á árinu voru þjóðhöfðingi Bretlands til sjö áratuga, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, fjöldi leikara sem gerðu garðinn frægan í Seinfeld-þáttunum, einn frægasti umboðsmaður heims og fjölmargir ástsælir tónlistarmenn og leikarar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Shinzo Abe , fyrrverandi forsætisráðherra Japan, var skotinn til bana í bænum Nara í Japan í júlí. Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Madeleine Albright gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrst kvenna.Getty Madeleine Albright , fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í mars, 84 ára að aldri. Albright fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1937 og fluttist til Bandaríkjanna eftir seinna stríð. Hún tók við embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1997, fyrst kvenna. Benedikt sextándi , fyrrverandi páfi, lést á gamlársdag, 95 ára að aldri. Benedikt páfi hét Joseph Alois Ratzinger réttu nafni og var menntaður guðfræðingur. Hann var gerður að kardinála árið 1977 og varð formaður Kardinalaráðsins árið 2002. Hann var kjörinn páfi árið 2005 en ákvaða að afsala sér embættinu árið 2013. Ashton Carter , einn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, lést í október, 68 ára að aldri. Carter var síðasti varnarmálaráðherra Obama og gegndi stöðunni frá febrúar árið 2015 til janúar árið 2017. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í Balmoral-kastala í Skotlandi þann 8. september síðastliðinn, 96 ára að aldri. Heilsu Elísabetar hafði hrakað mikið á síðasta árinu eða svo, og hafði dregið sig að miklu leyti í hlé. Hún tók erfði krúnuna af föður sínum árið 1952 og var því haldið upp á sjötíu ára valdaafmæli hennar fyrr á árinu. Uffe Ellemann-Jensen , fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, lést í júní, áttræður að aldri. Uffe Ellemann-Jensen var utanríkisráðherra Dana á árunum 1982 til 1993 og formaður Venstre frá 1984 til 1998. Míkhaíl Gorbatsjov , síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Gorbatsjov stýrði Sovétríkjunum fram að hruni þeirra árið 1991. David Sassoli , forseti Evrópuþingsins, lést í janúar, 65 ára að aldri. Hinn ítalski Sassoli var meðlimur í ítalska Jafnaðarmannaflokknum og var fyrst kjörinn á Evrópuþingið árið 2009. Í júlí 2019 var hann svo kjörinn forseti Evrópuþingsins. Vladimír Sjírínovskí , rússneskur stjórnmálamaður og öfgaþjóðernissinni, lést í apríl, 75 ára að aldri. Kenneth Starr , bandarískur lögfræðingur sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, lést í september, 76 ára að aldri. David Trimble , norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi, lést í júlí, 77 ára að aldri. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð sáttmálans sem kenndur er við föstudaginn langa og batt enda á átök og deilur sem höfðu staðið yfir á Norður-Írlandi í rúma þrjá áratugi. Ivana Trump og Donald Trump árið 1986.Getty Ivana Trump , fyrrverandi eiginkona fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump, lést í júlí, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric. Ivana og Donald giftu sig árið 1977 en skildu árið 1992. Jiang Zemin , fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, lést í nóvember, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Hann var forseti Kína á árunum 1993 til 2003. Menning og listir Kirstie Alley , bandarísk leikkona, lést í desember eftir baráttu við krabbamein, 71 árs að aldri. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. John Aniston , grísk-bandarískur leikari og faðir Jennifer Aniston, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Days of Our Lives þar sem hann lék persónuna Victor Kiriakis. John Aylward , bandaríski leikarinn sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), lést í maí, 75 ára að aldri. Angelo Badalamenti , bandarískt tónskáld og Grammy-verðlaunahafi, lést í desember, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive. Philip Baker Hall, bandarískur leikari, lést í júní, 90 ára að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Boogie Nights frá árinu 1997 og Magnolia frá árinu 1999. Þá var Hall minnistæður senuþjófur í Seinfeld þar sem hann lék bókasafnsvörðinn Bookman. Peter Bogdanovich , bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést í janúar, 82 ára að aldri. Hann leikstýrði á ferli sínum stórmyndum á borð við The Last Picture Show frá árinu 1971 sem tilnefnd var til átta Óskarsverðlauna. Carlo Bonomi , ítalskur skemmtikraftur sem ljáði Línunni og mörgæsinni Pingu rödd sína, lést í ágúst, 85 ára að aldri. Traci Braxton , bandarísk söngkona, systir söngkonunnar Toni Braxton og leikkona í raunveruleikaþættinum Braxton Family Values, lést í mars, 50 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Gary Brooker , breskur söngvari og forsprakki sveitarinnar Procol Harum, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma. James Caan , bandarískur leikari, lést í júlí, 82 ára að aldri. Caan er hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Godfather og Brian‘s Song. Hann lék einnig í Misery, Dick Tracy, Thief og mörgum öðrum myndum og þáttaröðum. Keenan Cahill , bandarísk YouTube-stjarna, lést í desember 27 ára að aldri. Cahill var heimsþekktur þegar hann var fimmtán ára og hóf þá að birta myndbönd af sjálfum sér þar sem hann söng með þekktum lögum. Darius Campbell Danesh , skoskur söngvari sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum, lést í ágúst, 41 árs að aldri. Colin Cantwell , listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, lést í maí, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Irene Cara , bandarísk söngkona sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, lést í nóvember, 63 ára að aldri. Hún söng lögin Fame og What A Feeling. Aaron Carter , bandarísk barnastjarna og söngvari, lést í nóvember, aðeins 34 ára gamall. Hann var aðeins sjö ára gamall þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og á árunum 2000 til 2005. Meðal frægustu laga Carter eru I'm All About You, I Want Candy og Sooner Or Later. Robbie Coltrane , skoskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter, lést í október, 72 ára að aldri. Kevin Conroy , rödd Leðurblökumannsins til margra ára, lést í nóvember, 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Conroy byrjaði að ljá teiknimyndaofurhetjunni rödd sína árið 1992 þegar þættirnir Batman: The Animated Series hófu göngu sína. Coolio , bandarískur rappari lést í september, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995. Bernard Cribbins , breskur leikari, lést í júlí, 93 ára að aldri. Á umfangsmiklum leiklistarferli sem náði yfir sjö áratugi var hann meðal annars þekktur fyrir að fara með hlutverk Tom Campbell í kvikmynd um Doctor Who og Wilfred Mott í þáttaröðinni um doktorinn fræga. Julee Cruise , bandarísk söngkona sem er hvað þekktust fyrir að syngja Falling, upphafslag Twin Peaks-þáttanna, lést í júní, 65 ára gömul. Betty Davis , bandarísk tónlistarkona sem var ein af frumkvöðlunum á sviði fönk- og sálartónlistar, lést í febrúar, 77 ára að aldri. Meðal þekktra laga hennar var lagið Get Ready for Betty sem kom út árið 1964. Davis var seinni eiginkona djasstónlistarmannsins Miles Davis. Charlbi Dean , suðurafrísk leikkona og fyrirsæta sem fór meðal annars með hlutverk í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness og sjónvarpsþáttaröðinni Black Lightning, lést í ágúst, 32 ára að aldri. Patrick Demarchelier , franskur tískuljósmyndari, lést í mars, 78 ára að aldri. Demarchelier myndaði á ferli sínum mikinn fjölda frægðarmenna, þeirra á meðal Díönu prinsessu, Beyoncé, Madonnu og Jennifer Lopez. Denise Dowse , bandarísk leikkona, lést í ágúst, 64 ára að aldri. Dowse á að baki meira en þrjátíu ára leikferil í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum en hún er þekktust fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210 og The Guardian. Þá kom hún einnig fram í myndinni Starship Troopers. Shonka Dukureh , bandarísk leik- og tónlistarkona sem fór með hlutverk Big Mama Thornton í nýrri mynd um Elvis, lést í júlí, 44 ára að aldri. Jamal Edwards , breskur tónlistarfrumkvöðull, lést í febrúar, 31 árs að aldri. Tónlistarfyrirtæki hans SBTV kom mörgum stærstu stjörnum Bretlands á kortið, meðal annars Ed Sheeran og Skepta. Nicholas Evans , enskur rithöfundur sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, lést í ágúst, 72 ára að aldri. Andrew Fletcher , hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode lést í maí, sextugur að aldri. Louise Fletcher , bandarísk leikkona, lést í september, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975. Hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir frammistöðuna. Clarence Gilyard Jr. , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walker, Texas Ranger og Matlock og aukahlutverk sitt í stórmyndinni Die Hard, lést í nóvember, 66 ára að aldri. Jean-Luc Godard , franskur leikstjóri, lést í september, 91 árs að aldri. Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Gilbert Gottfried , bandarískur leikari og skemmtikraftur, lést í apríl, 67 ára að aldri. Gottfried var meðal annars þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. Mike Hagerty , bandarískur leikari sem var vill einna þekktastur fyrir að leika húsvörðinn Mr. Treeger í sjónvarpsþáttunum Friends, lést í maí. Hann var 67 ára. Terry Hall , breskur söngvari og forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, lést í desember, 63 ára að aldri. The Specials naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. Estelle Harris , bandarísk leikkona sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, lést í apríl. Hún varð 93 ára. Taylor Hawkins , trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, lést í mars, fimmtugur að aldri. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997. Anne Heche, bandarísk leikkona, lést í ágúst eftir að hafa lent í bílslysi. Hún varð 53 ára. Heche var þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Six Days, Seven Nights, Spread og Donnie Brasco. Hún var um tíma kærasta Ellen DeGeneres. Hugo Helmig , danskur tónlistarmaður, lést í nóvember, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017, Please Don’t Lie. Brad William Henke , bandarískur leikari og fótboltamaður, lést í desember, 56 ára að aldri. Henke fór með hlutverk fangavarðarins Desi Picatella í 26 þáttum af Orange Is the New Black. Mike Hodges, breskur leikstjóri og handritshöfundur, lést í desember, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter. William Hurt , bandarískur leikari, lést í mars, 71 árs gamall. Hurt hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í bíómyndinni Kiss of the Spider Woman árið 1986 auk tveggja tilnefninga fyrir leik sinn í myndunum Broadcast News og Children of a Lesser God. Toshi Ichiyanagi , japanskt tónskáld þekkt var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, lést í október, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Maxi Jazz , breskur söngvari sveitarinnar Faithless, lést á desember, 65 ára að aldri. Meðal helstu smella Faithless voru We Come 1 frá árinu 2001 og danssmellurinn Insomnia árið 1995. Leslie Jordan , bandarískur leikari, lést í bílslysi í október, 67 ára að aldri. Jordan fór um víðan völl á ferli sínum en hann er best þekktur fyrir hlutverk sín sem Beverly Leslie í Will & Grace og Lonnie Garr í Hearts Afire. Þá lék Jordan nokkur hlutverk í American Horror Story þáttunum. Naomi Judd , bandarísk söngkona, lést í apríl, 76 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynona Judd. Hún var einnig móðir leikkonaunnar Ashley Judd. Jack Kehler , bandarískur leikari sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk leigusala The Dude í myndinni The Big Lebowski, lést í maí, 75 ára gamall. Sally Kellerman , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Margaret „Hot Lips“ O'Houlihan, í kvikmyndinni M*A*S*H, lést í febrúar, 84 ára gömul. Mark Lanegan , bandarískur söngvari sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, lést í febrúar, 57 ára að aldri. Angela Lansbury, bresk leikkona, lést í október, 96 ára að aldri. Lansbury var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Jessica Fletcher í sjónvarpsþáttunum Murder, She Wrote en ferill hennar spannaði sjö áratugi. Keith Levine , breskur gítarleikari og einn stofnenda pönksveitarinnar The Clash, lést í nóvember, 65 ára að aldri. Hann stofnaði síðar hljómsveitina Public Image Ltd. Jerry Lee Lewis á tónleikum árið 1972.Getty Jerry Lee Lewis , bandarískur söngvari, lést í október, 87 ára að aldri. Hann var í hópi áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar og einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great Balls of Fire og Whole Lotta Shakin' Goin' On. Ray Liotta , bandarískur leikari, lést í maí, 67 ára að aldri. Leikarinn var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmynd Martins Scorcese, Goodfellas, sem er af mörgum talin ein besta mafíósamynd allra tíma. Liotta fór með hlutverk aðalpersónunnar Henry Hill og skaut túlkun hans á glæpamanninum harðsvíraða honum upp á stjörnuhimininn. Sacheen Littlefeather , bandarískur aðgerðasinni, lést í október, 75 ára að aldri. Littlefeather varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún tók neitaði Óskarsverðlaununum fyrir hönd leikarans Marlon Brando árið 1973. Leikarinn hafði hlotið verðlaunin fyrir leik sinn í Guðfaðirinn en hann vildi mótmæla til stuðnings við réttindabaráttubandarískra frumbyggja í Bandaríkjunum. Loretta Lynn , bandarísk kántrísöngkona, lést í október, níræð að aldri. Lynn var ein skærasta stjarna bandarískrar kántrítónlistar og átti smelli á borð við Coal Miner‘s Daughter, You Ain‘t Women Enough (To Take My Man), The Poll, Don't Come Home a Drinkin' (With Lovin' on Your Mind), Rated X og You're Looking at Country. Lafði Hilary Mantel , breskur rithöfundur lést í september, sjötug að aldri. Mantel er þekkt fyrir þríleikinn sem kenndur er við Wolf Hall. Mantel varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Booker-bókmenntaverðlaun tvisvar. Dan McCafferty , skoskur söngvari þungarokkssveitarinnar Nazareth, lést í nóvember, 76 ára að aldri. Sveitin gerði garðinn frægan með rokkslögurum á borð við Love Hurts og Hair of the Dog. Christine McVie , ensk söngkona og ein af meðlimum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, lést í nóvember, 79 ára að aldri. McVie gekk til liðs við Fleetwood Mac árið 1970, þremur árum eftir stofnun sveitarinnar. Meat Loaf, bandarískur söngvari og leikari, lést í janúar, 74 ára að aldri. Tónlistarferill Meat Loaf, sem hét Michael Lee Aday réttu nafni, spannaði um sex áratugi, en hann seldi rúmlega 100 milljónir platna og birtist í rúmlega sextíu kvikmyndum. Platan Bat Out of Hell frá árinu 1977 er þannig ein af mest seldu plötum sögunnar. Sven Melander , sænskur grínisti, lést í mars, 74 ára að aldri. Melander starfaði á ferli sínum sem leikari, blaðamaður, uppistandari og þáttastjórnandi og skipaði sér sess sem einn ástsælasti skemmtikraftur landsins. Jody Miller , bandarísk söngkona sem er einna þekktust fyrir að sungið lagið Queen of the House, lést í október, áttræð að aldri. Miss. Tic , frönsk stensil-og götulistakona, lést í maí, 66 ára að aldri. Miss. Tic er talin ein af stofnendum stensillistar og er graffið hennar – oft myndir af torræðum og dularfullum konum – algeng sjón í frönsku höfuðborginni. Issey Miyake , japanskur tískuhönnuður, lést í ágúst 84 ára að aldri. Miyake var þekktur fyrir nýstárlega og framúrstefnulega hönnun og sem brautryðjandi í tísku tuttugustu aldar. Hann byggði upp fatamerki sitt og gerði það að alþjóðlega þekktri vöru en þekktasta hönnun hans er vafalaust svarti rúllukragabolurinn sem Steve Jobs gerði að einkennismerki sínu. Hanae Mori , japanskur tískuhönnuður sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, lést í ágúst, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku. Thierry Mugler , franskur hátískuhönnuður, lést í janúar, 73 ára að aldri. Mugler var mjög áhrifmikill á níunda áratugnum og átti hönnun hans, sem einkenndist af herðabreiðum fatnaði og skörpum línum með vísunum aftur til fimmta og sjötta áratugarins, eftir að eiga þátt í að skilgreina fatastíl þess áratugar. Olivia Newton-John, áströlsk söng- og leikkona, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Newton-John var hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Grease frá árinu 1978 þar sem hún lék Sandy Olsson. Nichelle Nichols , bandarísk leikkona, lést í júlí, 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise. Nichols var brautryðjandi fyrir svartar konur í Bandaríkjunum þar sem hún var ein af fyrstu svörtu konunum í Bandaríkjunum til að leika stórt hlutverk í bandarísku sjónvarpi. Monty Norman , höfundur James Bond-stefsins, lést í júlí, 94 ára að aldri. Árið 1962 samdi hann stef fyrir fyrstu James Bond-myndina, Dr. No. Framleiðendur myndarinnar voru ekki sáttir með útsetningu Norman á lagi sínu og réðu John Barry til að endurgera það. Ingvar Oldsberg , einn þekktasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Oldsberg starfaði sem íþróttafréttamaður og stýrði lengi þættinum Tipsextra á níunda og tíunda áratugnum í sænska sjónvarpinu þar sem áhugamenn um enska boltann fengu að sjá sinn vikulega leik. Þá stýrði hann á ferli sínum einnig fjölda spurninga- og skemmtiþátta, meðal annars þættinum På spåret og Bingólottó. Irene Papas , grísk leikkona sem birtist í stórmyndum á borð við Grikkjanum Zorba og Byssunum á Navarone, lést í september, 96 ára að aldri. Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964. Tom Parker , söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted, lést í mars, 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020. Ric Parnell , breskur trommari sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, lést í maí, 70 ára að aldri. Kvikmyndin This is Spinal Tap kom út árið 1984 og fjallaði um rokkhljómsveit á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Er myndin af mörgum talin vera fyrsta „mockumentary“ myndin, það er leikna heimildarmyndin. Jacques Perrin , franskur leikari og leikstjóri, lést í apríl, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988. Wolfgang Petersen , þýskur kvikmyndaleikstjóri, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Leslie Phillips , breskur leikari, lést í nóvember, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. PnB Rock, bandarískur rappari, var skotinn til bana í Los Angeles í september. PnB Rock skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hann gaf út lagið Selfish. Lagið er með yfir 300 milljónir spilana á Spotify og er hans næstvinsælasta lag, á eftir laginu Cross Me sem hann gerði með Ed Sheeran og Chance the Rapper árið 2019. Anita Pointer , bandarísk söngkona, lést í lok árs, 74 ára að aldri. Pointer og systur hennar gerðu garðinn frægan með sveitinni Pointer Sisters sem vann til Grammy-verðlauna og naut mikilla vinsælda meðal annars með lögunum Jump (For My Love) og I'm So Excited. Sidney Poitier, bahamesk-bandarískur leikari, lést í janúar, 94 ára gamall. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara. Hann hlaut Ískarsverðlaun árið 1964 fyrir leik sinn í myndinni Lilies of the Field. Hann var fyrsti þeldökki leikarinn til að fá þau verðlaun. Hann var einnig þekktur fyrir myndir eins og The Defiant Ones, In the Heat of the Night, To Sir, with Love og Guess Who's Coming to Dinner. Kailia Posey , sem kom fram í þáttunum Toddlers & Tiara, lést í maí, aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013. Julie Powell , bandarískur rithöfundur sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, Mastering the Art of French Cooking, lést í október, 49 ára að aldri. Flemming Quist Møller , danskur höfundur og teiknari, lést í janúar, 79 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa verið skapari Skógardýrsins Húgó og Mýflugunnar Egons. Ivan Reitman , kanadískur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, lést í febrúar, 75 ára að aldri. Reitman leikstýrði á ferli sínum myndum á borð við Ghostbusters, Meatballs, Twins, Six Days, Seven Nights og Junior. Bob Saget , bandarískur grínari og leikari, lést í Flórída í janúar, 65 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Full House. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. George Shapiro , bandarískur umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, lést í maí, 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Bernard Shaw , bandarískur fréttaþulur sem starfaði lengi sem aðalfréttaþulur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, lést í september, 82 ára að aldri. Liz Sheridan , bandarísk leikkona sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, lést í apríl, 93 ára að aldri. Helen Slayton-Hughes , bandarísk leikkona, lést í desember, 92 ára að aldri. Slayton-Hughes er best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Parks and Recreation þar sem hún fór með hlutverk dómritarans Ethel Beavers. Paul Sorvino , bandarískur leikari, lést í júlí, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas. Ronnie Spector , bandarísk söngkona sem leiddi hljómsveitina The Ronettes, lést í janúar, 78 ára að aldri. Sveitin er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector. Peter Straub , bandarískur hryllingshöfundur, lést í september, 79 ára að aldri. Straub er þekktastur fyrir sögur sínar Juliu frá 1975 og Draugasögu (e. Ghost Story) frá árinu 1979, auk Verndargripsins (e. The Talisman) frá árinu 1984 sem hann skrifaði með Stephen King. Alec John Such , upphaflegur bassaleikari og einn stofnenda glysrokksveitarinnar Bon Jovi, lést í júní, sjötugur að aldri. Takeoff , bandarískur rappari, var skotinn til bana í Houston í Texas í nóvember, 28 ára gamall. Takeoff, sem hét réttu nafni Kirshnik Khari Ball, var einn vinsælasti rappari heims um tíma. Hann var hluti af rappsveitinni Migos ásamt frændum sínum Quavo, Quavious Keyate Marshall, og Offset, Kiari Kendrell Cephus. André Leon Talley, tískublaðamaður og fyrrverandi stjórnandi hjá bandaríska tímaritinu Vogue, er látinn, 73 ára að aldri. Talley var mjög mikilvægur hlekkur í starfsemi Vogue á níunda og tíunda áratugnum og er talinn hafa átt ríkan þátt í að greiða leið svartra fyrirsæta í tískuheiminum. Joe E. Tata , sem lék Nat, eiganda Peach Pit veitingastaðarins í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, lést í ágúst, 85 ára gamall. Sven-Bertil Taube , einn ástkærasti listamaður Svía, lést í nóvember, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns. Margir muna eftir honum úr sænsku kvikmyndinni Män som hatar kvinnor, þar sem hann fór með hlutverk Henrik Vanger. Brett Tuggle , fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, lést í júní, sjötugur að aldri. Joe Turkel , bandarískur leikari, lést í júlí, 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner. Bill Turnbull , breskur sjónvarpsmaður, lést í ágúst, 66 ára að aldri. Turnbull var einna helst þekktur fyrir að stýra morgunþætti BBC í sjónvarpi, BBC Breakfast, um fimmtán ára skeið. Gaspard Ulliel , vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel, lést í skíðaslysi í janúar. Hann varð 37 ára. Ulliel hefur leikið í kvikmyndum á borð við Hannibal Rising, Saint Laurent, It’s Only The End Of The World, A Very Long Engagement og þá er hann þekktur sem andlit ilmvatnsins Bleu de Chanel. Vangelis, grískur tónlistarmaður, lést í maí, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Eldvagnana (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner. Barbara Walters , bandarísk frétta- og sjónvarpskona, lést í desember, 93 ára að aldri. Hún var einn helsti stjórnendinn í morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar The Today Show. Walters var fyrsta bandaríska konan sem stýrði fréttatíma, ABC Evening News frá 1976. Þá var hún framleiðandi og einn stjórnanda fréttaþáttarins 20/20 og spjallaþáttanna The View frá 1997 til 2014. David Warner , breskur leikari, lést í júlí, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. Í Titanic fór hann með hlutverk Spicer Lovejoy, einkaþjóns og lífvarðar Caledon Hockley. Vivienne Westwood, einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, lést í desember, 81 árs að aldri. Hún skaust upp á stjörnuhimininn á áttunda áratug síðustu aldar og varð fljótt þekkt fyrir að hanna föt í anda pönksins og nýbylgjunnar. Alan White , trommari bresku rokksveitarinnar Yes, lést í maí, 72 ára að aldri. White gekk til liðs við sveitina árið 1972 þegar hann tók við kjuðunum af Bill Bruford, en sveitin sjálf var stofnuð árið 1968. Yes er meðal annars þekkt fyrir lagið Owner of a Lonely Heart frá árinu 1983. Íþróttir Ahmet Calik , leikmaður tyrkneska liðsins Konyaspor, lést í bílslysi í Ankara í janúar, 27 ára að aldri. Calik lék átta leiki og skoraði eitt mark fyrir tyrkneska landsliðið á árunum 2015-17. George Cohen , enskur knattspyrnumaður sem var hluti af heimsmeistaraliði Englendinga árið 1966, lést í desember, 83 ára að aldri. Cohen lék hverja einustu mínútu í sex leikjum Englands á HM 1966 og var varafyrirliði liðsins í 4-2 sigri gegn Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum sjálfum. Nils Arne Eggen , fyrrverandi leikmaður og þjálfari norska knattspyrnuliðsins Rosenborg, lést í janúar, áttræður að aldri. Eggen tók við stjórnartaumunum í Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Paco Gento , einn sigursælasti knattspyrnuleikmaður fótboltasögunnar, lést í janúar, 88 ára að aldri. Hinn spænski Gento hóf ferilinn með Racing Santander en gekk í raðir Real Madrid 1953 og lék með liðinu í átján ár. Jeff Gladney , bakvörður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, lést í bílslysi í maí, aðeins 25 ára. Jeff Gladney lék sextán leiki með Minnesota Vikings í NFL-deildinni tímabilið 2020-21. Andy Goram , skoskur fótboltamarkmaður sem varði mark Skota á EM 1992 og 1996 og HM 1990, lést í júlí, 58 ára að aldri. Goram var mörgum kunnur en hann lék 43 sinnum fyrir skoska landsliðið ásamt því að leika með Glasgow Rangers lengst af og á láni hjá Manchester United á láni tímabilið 2000-2001. Dwayne Haskins , leikstjórnandi Pittsburgh Steelers í NFL deildinni, lést í bílslysi í apríl, 24 ára gamall. Bengt Johansson , sænskur handboltaþjálfari, lést í maí, 79 ára að aldri. „Bengan“ stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. Deon Lendore , spretthlaupari frá Trínidad og Tóbagó, lést í janúar, 29 ára að aldri. Lendore vann bronsverðlaun í 4 x 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 en hann tók einnig þátt í leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó á síðasta ári. Hana Mazi Jamnik, slóvensk skíðagöngukona, lést í hjólaskautaslysi í Noregi í ágúst síðastliðinn, nítján ára að aldri. Hún var ein efnilegasta skíðagöngukona Slóveníu og hafði unnið sér sæti í slóvenska skíðalandsliðinu. Katie Meyer , markvörður og fyrirliði fótboltaliðs Stanford í bandaríska háskólafótboltanum, lést í febrúar, 22 ára að aldri. Meyer leiddi Stanford til háskólatitilsins árið 2019. Sinisa Mihajlovic , fyrrverandi leikmaður Roma, Lazio, Inter og fleiri liða, lést í desember eftir baráttu við krabbamein, 53 ára að aldri. Mihajlovic vakti fyrst athygli sem leikmaður Rauðu stjörnunnar og varð Evrópumeistari með liðinu 1991. Hann fór til Roma ári seinna og lék á Ítalíu allt þar til ferlinum lauk 2006. Mihajlovic lék 63 landsleiki fyrir Júgóslavíu og skoraði tíu mörk. Hann lék með júgóslavneska liðinu á HM 1998 og EM 2000. David Moores , fyrrverandi eigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lést í júlí, 76 ára að aldri. Moores varð meirihlutaeigandi og stjórnarformaður Liverpool árið 1991 en fjölskylda hans átti hlut í félaginu í meira en fimmtíu ár. Terry Neill , fyrrverandi fyrirliði og knattspyrnustjóri Arsenal, lést í júlí, áttatíu ára að aldri. Hinn norður-írski Neill lék með Arsenal á árunum 1960-70. Hann er yngsti fyrirliði í sögu félagsins. Neill lék 275 leiki fyrir Arsenal og skoraði tíu mörk. Frank O'Farrell , fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, lést í mars, 94 ára að aldri. Á stjóraferli sínum stýrði hann meðal annars Leicester City og Torquay United, en hann stýrði Manchester United á árunum 1971 til 1972. Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, lést í apríl, 54 ára að aldri. Raiola var með fjölmargar stórstjörnur á sínum snærum, meðal annars leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Freddy Rincon , fyrrverandi fyrirliði kólumbíska landsliðsins í fótbolta, lést í apríl, 55 ára að aldri. Hann spilaði meðal annars með Real Madrid á árunum 1995 til 1997. Þá lék hann einnig 84 leiki fyrir kólumbíska landsliðið og skoraði í þeim sautján mörk. Bill Russell , sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést í júlí, 88 ára að aldri. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Börje Salming , sænsk íshokkígoðsögn, lést í nóvember, 71 árs að aldri. Árið 1973 spilaði hann sinn fyrsta íshokkíleik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði fyrir Toronto Maple Leafs og var þar í sextán ár. Eftir það færði hann sig yfir til Detroit Red Wings þar sem hann spilaði í eitt tímabil áður en hann færði sig aftur til Svíþjóðar. Uwe Seeler , þýskur knattspyrnumaður, lést í júlí, 85 ára að aldri. Seeler skoraði 43 mörk í 72 leikjum fyrir vestur-þýska fótboltalandsliðið og var fyrirliði liðsins í fjörutíu leikjum. Seeler varð fyrstur í sögunni til að skora á fjórum heimsmeistaramótum. Denis Tot , króatískur handboltamaður, lést eftir árás fyrir utan skemmtistað í Skopje í Norður-Makedóníu í apríl. Hann var 27 ára gamall, var leikmaður Butel í Norður-Makedóníu. Kathy Whitworth , bandarískur kylfingur, lést í desember, 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Viðskipti Ilse Rohde Jacobsen, danskir fatahönnuður sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, lést í október, 62 ára að aldri. Dietrich Mateschitz , austurríski stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, lést í október, 78 ára að aldri. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum hefur verið helsti styrktaraðili samnefndra íþróttaliða sem keppa í hinum ýmsu íþróttum. Scott Minerd , bandarískur fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, lést í desember 63 ára að aldri.Minerd var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum. Stephen Wilhite , bandarískur tölvunarfræðingur sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp GIF-ið, lést í mars, 74 ára að aldri. Wilhite fann upp upp myndasniðið, sem styður hreyfimyndir, árið 1987 og hefur það notið mikilla vinsælda í netheimum síðan. Annað Richard Leakey , kenískur náttúruverndarsinni, lést í janúar, 77 ára að aldri. Hann var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og baráttu gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með fílabeini. Cheslie Kryst , sem vann titilinn Ungfrú Bandaríkin árið 2019, lést í janúar, þrítug að aldri. Kryst starfaði sem lögmaður á lögmannsstofu í Norður-Karólínu við að aðstoða fanga sem kynnu að hafa verið dæmdir ranglega, en hún hafði lokið þremur háskólagráðum frá tveimur háskólum. James Lovelock , breskur vísindamaður, lést í júlí, 103 ára að aldri. Lovelock er þekktastur fyrir Gaia-kenninguna sem fjallar um að Jörðin sé öll lifandi heild. David McCullough , bandarískur sagnfræðingur og tvöfaldur Pulitzer-verðlaunahafi, lést í ágúst, 89 ára að aldri. Hann starfaði lengi sem blaðamaður áður en haf hóf að gefa út fjölda bóka, margar sagnfræðilegs eðlis. Hilaree Nelson , bandarísk fjallgöngukona, lést í hlíðum fjallsins Manaslu í Himalayja-fjöllunum í Nepal í september, 49 ára að aldri. Nelson var talin einn flottasti göngukappi sinnar kynslóðar. Valeríj Poljakov , rússneskur geimfari, lést í september, áttræður að aldri. Poljakov á metið yfir lengstu samfelldu dvöl í geimnum en hann dvaldi í sovésku geimstöðinni Mír á braut um jörðu í rúma 437 daga samfleytt á tíunda áratug síðustu aldar. Technoblade , bandarískur Minecraft-spilari sem hét Alex réttu nafni, lést í júní, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Hann lést af völdum krabbameins. Mario Terán , bólivíski hermaðurinn sem banaði uppreisnarleiðtoganum Ernesto „Che“ Guevara, lést í mars, 80 ára að aldri. Alræmdir glæpamenn: Robert Durst , bandarískur morðingi og auðkýfingur, lést í fangelsi í janúar, 78 ára að aldri. Hann var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést. Dmitry Kovtun , annar mannanna sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum árið 2006, lést í maí. Ayman al-Zawahiri , leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, féll í árás Bandaríkjahers í Kabúl í Afganistan í byrjun ágúst. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Fréttin var síðast uppfærð 2. janúar 2023. Andlát Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Meðal þeirra sem önduðust á árinu voru þjóðhöfðingi Bretlands til sjö áratuga, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, fjöldi leikara sem gerðu garðinn frægan í Seinfeld-þáttunum, einn frægasti umboðsmaður heims og fjölmargir ástsælir tónlistarmenn og leikarar. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu mörg hver að vera kunnug. Úr heimi stjórnmála og kóngafólks Shinzo Abe , fyrrverandi forsætisráðherra Japan, var skotinn til bana í bænum Nara í Japan í júlí. Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í eitt ár frá 2006 til 2007 og svo aftur í átta ár frá 2012 til 2020. Madeleine Albright gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrst kvenna.Getty Madeleine Albright , fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í mars, 84 ára að aldri. Albright fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1937 og fluttist til Bandaríkjanna eftir seinna stríð. Hún tók við embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1997, fyrst kvenna. Benedikt sextándi , fyrrverandi páfi, lést á gamlársdag, 95 ára að aldri. Benedikt páfi hét Joseph Alois Ratzinger réttu nafni og var menntaður guðfræðingur. Hann var gerður að kardinála árið 1977 og varð formaður Kardinalaráðsins árið 2002. Hann var kjörinn páfi árið 2005 en ákvaða að afsala sér embættinu árið 2013. Ashton Carter , einn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð Barack Obama, lést í október, 68 ára að aldri. Carter var síðasti varnarmálaráðherra Obama og gegndi stöðunni frá febrúar árið 2015 til janúar árið 2017. Elísabet II Bretlandsdrottning lést í Balmoral-kastala í Skotlandi þann 8. september síðastliðinn, 96 ára að aldri. Heilsu Elísabetar hafði hrakað mikið á síðasta árinu eða svo, og hafði dregið sig að miklu leyti í hlé. Hún tók erfði krúnuna af föður sínum árið 1952 og var því haldið upp á sjötíu ára valdaafmæli hennar fyrr á árinu. Uffe Ellemann-Jensen , fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, lést í júní, áttræður að aldri. Uffe Ellemann-Jensen var utanríkisráðherra Dana á árunum 1982 til 1993 og formaður Venstre frá 1984 til 1998. Míkhaíl Gorbatsjov , síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í ágúst, 91 árs að aldri. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Gorbatsjov stýrði Sovétríkjunum fram að hruni þeirra árið 1991. David Sassoli , forseti Evrópuþingsins, lést í janúar, 65 ára að aldri. Hinn ítalski Sassoli var meðlimur í ítalska Jafnaðarmannaflokknum og var fyrst kjörinn á Evrópuþingið árið 2009. Í júlí 2019 var hann svo kjörinn forseti Evrópuþingsins. Vladimír Sjírínovskí , rússneskur stjórnmálamaður og öfgaþjóðernissinni, lést í apríl, 75 ára að aldri. Kenneth Starr , bandarískur lögfræðingur sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, lést í september, 76 ára að aldri. David Trimble , norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi, lést í júlí, 77 ára að aldri. Trimble hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt John Hume fyrir þeirra þátttöku í gerð sáttmálans sem kenndur er við föstudaginn langa og batt enda á átök og deilur sem höfðu staðið yfir á Norður-Írlandi í rúma þrjá áratugi. Ivana Trump og Donald Trump árið 1986.Getty Ivana Trump , fyrrverandi eiginkona fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump, lést í júlí, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric. Ivana og Donald giftu sig árið 1977 en skildu árið 1992. Jiang Zemin , fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, lést í nóvember, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Hann var forseti Kína á árunum 1993 til 2003. Menning og listir Kirstie Alley , bandarísk leikkona, lést í desember eftir baráttu við krabbamein, 71 árs að aldri. Alley var einna þekktust fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Cheers, Look Who's Talking myndunum og fyrir að tilheyra Vísindakirkjunni. John Aniston , grísk-bandarískur leikari og faðir Jennifer Aniston, lést í nóvember, 89 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Days of Our Lives þar sem hann lék persónuna Victor Kiriakis. John Aylward , bandaríski leikarinn sem gerði garðinn frægan meðal annars í þáttunum West Wing og Bráðavaktinni (ER), lést í maí, 75 ára að aldri. Angelo Badalamenti , bandarískt tónskáld og Grammy-verðlaunahafi, lést í desember, 85 ára gamall. Badalamenti er þekktastur fyrir tónlistina í Blue Velvet, Twin Peaks og Mulholland Drive. Philip Baker Hall, bandarískur leikari, lést í júní, 90 ára að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Boogie Nights frá árinu 1997 og Magnolia frá árinu 1999. Þá var Hall minnistæður senuþjófur í Seinfeld þar sem hann lék bókasafnsvörðinn Bookman. Peter Bogdanovich , bandarískur kvikmyndaleikstjóri, lést í janúar, 82 ára að aldri. Hann leikstýrði á ferli sínum stórmyndum á borð við The Last Picture Show frá árinu 1971 sem tilnefnd var til átta Óskarsverðlauna. Carlo Bonomi , ítalskur skemmtikraftur sem ljáði Línunni og mörgæsinni Pingu rödd sína, lést í ágúst, 85 ára að aldri. Traci Braxton , bandarísk söngkona, systir söngkonunnar Toni Braxton og leikkona í raunveruleikaþættinum Braxton Family Values, lést í mars, 50 ára gömul eftir baráttu við krabbamein. Gary Brooker , breskur söngvari og forsprakki sveitarinnar Procol Harum, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Brooker var einn höfunda og söng vinsælasta lag sveitarinnar, A Whiter Shade of Pale, frá árinu 1967 sem fjölmargir tónlistarmanna hafa einnig tekið upp á sína arma. James Caan , bandarískur leikari, lést í júlí, 82 ára að aldri. Caan er hvað þekktastur fyrir leik sinn í The Godfather og Brian‘s Song. Hann lék einnig í Misery, Dick Tracy, Thief og mörgum öðrum myndum og þáttaröðum. Keenan Cahill , bandarísk YouTube-stjarna, lést í desember 27 ára að aldri. Cahill var heimsþekktur þegar hann var fimmtán ára og hóf þá að birta myndbönd af sjálfum sér þar sem hann söng með þekktum lögum. Darius Campbell Danesh , skoskur söngvari sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum, lést í ágúst, 41 árs að aldri. Colin Cantwell , listamaðurinn sem hannaði mörg þekktustu geimför Stjörnustríðsheimsins eins og Helstirnið og X-vængjuna, lést í maí, níræður að aldri. Hann vann einnig við opnunaratriði 2001: Geimævintýraferðar Stanleys Kubrick. Irene Cara , bandarísk söngkona sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, lést í nóvember, 63 ára að aldri. Hún söng lögin Fame og What A Feeling. Aaron Carter , bandarísk barnastjarna og söngvari, lést í nóvember, aðeins 34 ára gamall. Hann var aðeins sjö ára gamall þegar tónlistarferill hans hófst og varð gríðarlega vinsæll meðal ungra aðdáenda á níunda áratugnum og á árunum 2000 til 2005. Meðal frægustu laga Carter eru I'm All About You, I Want Candy og Sooner Or Later. Robbie Coltrane , skoskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hagrid í kvikmyndunum í Harry Potter, lést í október, 72 ára að aldri. Kevin Conroy , rödd Leðurblökumannsins til margra ára, lést í nóvember, 66 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Conroy byrjaði að ljá teiknimyndaofurhetjunni rödd sína árið 1992 þegar þættirnir Batman: The Animated Series hófu göngu sína. Coolio , bandarískur rappari lést í september, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995. Bernard Cribbins , breskur leikari, lést í júlí, 93 ára að aldri. Á umfangsmiklum leiklistarferli sem náði yfir sjö áratugi var hann meðal annars þekktur fyrir að fara með hlutverk Tom Campbell í kvikmynd um Doctor Who og Wilfred Mott í þáttaröðinni um doktorinn fræga. Julee Cruise , bandarísk söngkona sem er hvað þekktust fyrir að syngja Falling, upphafslag Twin Peaks-þáttanna, lést í júní, 65 ára gömul. Betty Davis , bandarísk tónlistarkona sem var ein af frumkvöðlunum á sviði fönk- og sálartónlistar, lést í febrúar, 77 ára að aldri. Meðal þekktra laga hennar var lagið Get Ready for Betty sem kom út árið 1964. Davis var seinni eiginkona djasstónlistarmannsins Miles Davis. Charlbi Dean , suðurafrísk leikkona og fyrirsæta sem fór meðal annars með hlutverk í verðlaunamyndinni Triangle of Sadness og sjónvarpsþáttaröðinni Black Lightning, lést í ágúst, 32 ára að aldri. Patrick Demarchelier , franskur tískuljósmyndari, lést í mars, 78 ára að aldri. Demarchelier myndaði á ferli sínum mikinn fjölda frægðarmenna, þeirra á meðal Díönu prinsessu, Beyoncé, Madonnu og Jennifer Lopez. Denise Dowse , bandarísk leikkona, lést í ágúst, 64 ára að aldri. Dowse á að baki meira en þrjátíu ára leikferil í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum en hún er þekktust fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210 og The Guardian. Þá kom hún einnig fram í myndinni Starship Troopers. Shonka Dukureh , bandarísk leik- og tónlistarkona sem fór með hlutverk Big Mama Thornton í nýrri mynd um Elvis, lést í júlí, 44 ára að aldri. Jamal Edwards , breskur tónlistarfrumkvöðull, lést í febrúar, 31 árs að aldri. Tónlistarfyrirtæki hans SBTV kom mörgum stærstu stjörnum Bretlands á kortið, meðal annars Ed Sheeran og Skepta. Nicholas Evans , enskur rithöfundur sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, lést í ágúst, 72 ára að aldri. Andrew Fletcher , hljómborðsleikari og stofnmeðlimur bresku raftónlistarsveitarinnar Depeche Mode lést í maí, sextugur að aldri. Louise Fletcher , bandarísk leikkona, lést í september, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975. Hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir frammistöðuna. Clarence Gilyard Jr. , bandarískur leikari sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Walker, Texas Ranger og Matlock og aukahlutverk sitt í stórmyndinni Die Hard, lést í nóvember, 66 ára að aldri. Jean-Luc Godard , franskur leikstjóri, lést í september, 91 árs að aldri. Godard var einn af lykilmönnum hinnar frönsku nýbylgju á sjötta og sjöunda áratugnum og leikstýrði myndum á borð við À bout de souffle (Lafmóður) frá árinu 1960 sem gerði hann heimsfrægan, og Alphaville frá árinu 1965. Gilbert Gottfried , bandarískur leikari og skemmtikraftur, lést í apríl, 67 ára að aldri. Gottfried var meðal annars þekktur fyrir að tala inn á teiknimyndir og þekkja eflaust margir túlkun hans á fuglinum Iago í teiknimyndinni um Aladdín. Mike Hagerty , bandarískur leikari sem var vill einna þekktastur fyrir að leika húsvörðinn Mr. Treeger í sjónvarpsþáttunum Friends, lést í maí. Hann var 67 ára. Terry Hall , breskur söngvari og forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, lést í desember, 63 ára að aldri. The Specials naut talsverðra vinsælda á áttunda og níunda áratugnum með smellum á borð við Ghost Town, Gangsters og Too Much Too Young. Estelle Harris , bandarísk leikkona sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, lést í apríl. Hún varð 93 ára. Taylor Hawkins , trommari rokkhljómsveitarinnar Foo Fighters, lést í mars, fimmtugur að aldri. Hawkins hafði verið trommari sveitarinnar í 25 ár af þeim 28 árum sem sveitin hefur verið starfandi. Hann tók við keflinu af fyrsta trommara sveitarinnar William Goldsmith árið 1997. Anne Heche, bandarísk leikkona, lést í ágúst eftir að hafa lent í bílslysi. Hún varð 53 ára. Heche var þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Six Days, Seven Nights, Spread og Donnie Brasco. Hún var um tíma kærasta Ellen DeGeneres. Hugo Helmig , danskur tónlistarmaður, lést í nóvember, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017, Please Don’t Lie. Brad William Henke , bandarískur leikari og fótboltamaður, lést í desember, 56 ára að aldri. Henke fór með hlutverk fangavarðarins Desi Picatella í 26 þáttum af Orange Is the New Black. Mike Hodges, breskur leikstjóri og handritshöfundur, lést í desember, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter. William Hurt , bandarískur leikari, lést í mars, 71 árs gamall. Hurt hlaut meðal annars Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í bíómyndinni Kiss of the Spider Woman árið 1986 auk tveggja tilnefninga fyrir leik sinn í myndunum Broadcast News og Children of a Lesser God. Toshi Ichiyanagi , japanskt tónskáld þekkt var fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar, lést í október, 89 ára að aldri. Ichiyanagi var eiginmaður listakonunnar Yoko Ono á árunum 1956 til 1962 og störfuðu þau meðal annars saman að listsköpun. Maxi Jazz , breskur söngvari sveitarinnar Faithless, lést á desember, 65 ára að aldri. Meðal helstu smella Faithless voru We Come 1 frá árinu 2001 og danssmellurinn Insomnia árið 1995. Leslie Jordan , bandarískur leikari, lést í bílslysi í október, 67 ára að aldri. Jordan fór um víðan völl á ferli sínum en hann er best þekktur fyrir hlutverk sín sem Beverly Leslie í Will & Grace og Lonnie Garr í Hearts Afire. Þá lék Jordan nokkur hlutverk í American Horror Story þáttunum. Naomi Judd , bandarísk söngkona, lést í apríl, 76 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynona Judd. Hún var einnig móðir leikkonaunnar Ashley Judd. Jack Kehler , bandarískur leikari sem er einna þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk leigusala The Dude í myndinni The Big Lebowski, lést í maí, 75 ára gamall. Sally Kellerman , bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk Margaret „Hot Lips“ O'Houlihan, í kvikmyndinni M*A*S*H, lést í febrúar, 84 ára gömul. Mark Lanegan , bandarískur söngvari sem var forsprakki sveitarinnar Screaming Trees og var um tíma liðsmaður Queens of the Stone Age, lést í febrúar, 57 ára að aldri. Angela Lansbury, bresk leikkona, lést í október, 96 ára að aldri. Lansbury var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Jessica Fletcher í sjónvarpsþáttunum Murder, She Wrote en ferill hennar spannaði sjö áratugi. Keith Levine , breskur gítarleikari og einn stofnenda pönksveitarinnar The Clash, lést í nóvember, 65 ára að aldri. Hann stofnaði síðar hljómsveitina Public Image Ltd. Jerry Lee Lewis á tónleikum árið 1972.Getty Jerry Lee Lewis , bandarískur söngvari, lést í október, 87 ára að aldri. Hann var í hópi áhrifamestu tónlistarmanna sögunnar og einn brautryðjenda í rokki og róli á sjötta áratug tuttugustu aldar Hann gerði garðinn meðal annars frægan með lögum á borð við Great Balls of Fire og Whole Lotta Shakin' Goin' On. Ray Liotta , bandarískur leikari, lést í maí, 67 ára að aldri. Leikarinn var þekktastur fyrir leik sinn í kvikmynd Martins Scorcese, Goodfellas, sem er af mörgum talin ein besta mafíósamynd allra tíma. Liotta fór með hlutverk aðalpersónunnar Henry Hill og skaut túlkun hans á glæpamanninum harðsvíraða honum upp á stjörnuhimininn. Sacheen Littlefeather , bandarískur aðgerðasinni, lést í október, 75 ára að aldri. Littlefeather varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún tók neitaði Óskarsverðlaununum fyrir hönd leikarans Marlon Brando árið 1973. Leikarinn hafði hlotið verðlaunin fyrir leik sinn í Guðfaðirinn en hann vildi mótmæla til stuðnings við réttindabaráttubandarískra frumbyggja í Bandaríkjunum. Loretta Lynn , bandarísk kántrísöngkona, lést í október, níræð að aldri. Lynn var ein skærasta stjarna bandarískrar kántrítónlistar og átti smelli á borð við Coal Miner‘s Daughter, You Ain‘t Women Enough (To Take My Man), The Poll, Don't Come Home a Drinkin' (With Lovin' on Your Mind), Rated X og You're Looking at Country. Lafði Hilary Mantel , breskur rithöfundur lést í september, sjötug að aldri. Mantel er þekkt fyrir þríleikinn sem kenndur er við Wolf Hall. Mantel varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Booker-bókmenntaverðlaun tvisvar. Dan McCafferty , skoskur söngvari þungarokkssveitarinnar Nazareth, lést í nóvember, 76 ára að aldri. Sveitin gerði garðinn frægan með rokkslögurum á borð við Love Hurts og Hair of the Dog. Christine McVie , ensk söngkona og ein af meðlimum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, lést í nóvember, 79 ára að aldri. McVie gekk til liðs við Fleetwood Mac árið 1970, þremur árum eftir stofnun sveitarinnar. Meat Loaf, bandarískur söngvari og leikari, lést í janúar, 74 ára að aldri. Tónlistarferill Meat Loaf, sem hét Michael Lee Aday réttu nafni, spannaði um sex áratugi, en hann seldi rúmlega 100 milljónir platna og birtist í rúmlega sextíu kvikmyndum. Platan Bat Out of Hell frá árinu 1977 er þannig ein af mest seldu plötum sögunnar. Sven Melander , sænskur grínisti, lést í mars, 74 ára að aldri. Melander starfaði á ferli sínum sem leikari, blaðamaður, uppistandari og þáttastjórnandi og skipaði sér sess sem einn ástsælasti skemmtikraftur landsins. Jody Miller , bandarísk söngkona sem er einna þekktust fyrir að sungið lagið Queen of the House, lést í október, áttræð að aldri. Miss. Tic , frönsk stensil-og götulistakona, lést í maí, 66 ára að aldri. Miss. Tic er talin ein af stofnendum stensillistar og er graffið hennar – oft myndir af torræðum og dularfullum konum – algeng sjón í frönsku höfuðborginni. Issey Miyake , japanskur tískuhönnuður, lést í ágúst 84 ára að aldri. Miyake var þekktur fyrir nýstárlega og framúrstefnulega hönnun og sem brautryðjandi í tísku tuttugustu aldar. Hann byggði upp fatamerki sitt og gerði það að alþjóðlega þekktri vöru en þekktasta hönnun hans er vafalaust svarti rúllukragabolurinn sem Steve Jobs gerði að einkennismerki sínu. Hanae Mori , japanskur tískuhönnuður sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, lést í ágúst, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku. Thierry Mugler , franskur hátískuhönnuður, lést í janúar, 73 ára að aldri. Mugler var mjög áhrifmikill á níunda áratugnum og átti hönnun hans, sem einkenndist af herðabreiðum fatnaði og skörpum línum með vísunum aftur til fimmta og sjötta áratugarins, eftir að eiga þátt í að skilgreina fatastíl þess áratugar. Olivia Newton-John, áströlsk söng- og leikkona, lést í ágúst, 73 ára að aldri. Newton-John var hvað þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndinni Grease frá árinu 1978 þar sem hún lék Sandy Olsson. Nichelle Nichols , bandarísk leikkona, lést í júlí, 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise. Nichols var brautryðjandi fyrir svartar konur í Bandaríkjunum þar sem hún var ein af fyrstu svörtu konunum í Bandaríkjunum til að leika stórt hlutverk í bandarísku sjónvarpi. Monty Norman , höfundur James Bond-stefsins, lést í júlí, 94 ára að aldri. Árið 1962 samdi hann stef fyrir fyrstu James Bond-myndina, Dr. No. Framleiðendur myndarinnar voru ekki sáttir með útsetningu Norman á lagi sínu og réðu John Barry til að endurgera það. Ingvar Oldsberg , einn þekktasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, lést í febrúar, 76 ára að aldri. Oldsberg starfaði sem íþróttafréttamaður og stýrði lengi þættinum Tipsextra á níunda og tíunda áratugnum í sænska sjónvarpinu þar sem áhugamenn um enska boltann fengu að sjá sinn vikulega leik. Þá stýrði hann á ferli sínum einnig fjölda spurninga- og skemmtiþátta, meðal annars þættinum På spåret og Bingólottó. Irene Papas , grísk leikkona sem birtist í stórmyndum á borð við Grikkjanum Zorba og Byssunum á Navarone, lést í september, 96 ára að aldri. Papas fór með hlutverk Maria Pappadimos í kvikmyndinni Byssurnar á Navarone frá árinu 1961 og hlutverk ekkjunnar í Grikkjanum Zorba frá árinu 1964. Tom Parker , söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted, lést í mars, 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020. Ric Parnell , breskur trommari sem fór með hlutverk trommarans Mick Shrimpton í sýndarsveitinni Spinal Tap, lést í maí, 70 ára að aldri. Kvikmyndin This is Spinal Tap kom út árið 1984 og fjallaði um rokkhljómsveit á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Er myndin af mörgum talin vera fyrsta „mockumentary“ myndin, það er leikna heimildarmyndin. Jacques Perrin , franskur leikari og leikstjóri, lést í apríl, áttatíu ára að aldri. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk hins fullorðna Salvatore í myndinni Cinema Paradiso frá árinu 1988. Wolfgang Petersen , þýskur kvikmyndaleikstjóri, lést í ágúst, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Leslie Phillips , breskur leikari, lést í nóvember, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. PnB Rock, bandarískur rappari, var skotinn til bana í Los Angeles í september. PnB Rock skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hann gaf út lagið Selfish. Lagið er með yfir 300 milljónir spilana á Spotify og er hans næstvinsælasta lag, á eftir laginu Cross Me sem hann gerði með Ed Sheeran og Chance the Rapper árið 2019. Anita Pointer , bandarísk söngkona, lést í lok árs, 74 ára að aldri. Pointer og systur hennar gerðu garðinn frægan með sveitinni Pointer Sisters sem vann til Grammy-verðlauna og naut mikilla vinsælda meðal annars með lögunum Jump (For My Love) og I'm So Excited. Sidney Poitier, bahamesk-bandarískur leikari, lést í janúar, 94 ára gamall. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara. Hann hlaut Ískarsverðlaun árið 1964 fyrir leik sinn í myndinni Lilies of the Field. Hann var fyrsti þeldökki leikarinn til að fá þau verðlaun. Hann var einnig þekktur fyrir myndir eins og The Defiant Ones, In the Heat of the Night, To Sir, with Love og Guess Who's Coming to Dinner. Kailia Posey , sem kom fram í þáttunum Toddlers & Tiara, lést í maí, aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013. Julie Powell , bandarískur rithöfundur sem best er þekkt fyrir að hafa eldað allar uppskriftir í bók kokksins Juliu Child, Mastering the Art of French Cooking, lést í október, 49 ára að aldri. Flemming Quist Møller , danskur höfundur og teiknari, lést í janúar, 79 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir að hafa verið skapari Skógardýrsins Húgó og Mýflugunnar Egons. Ivan Reitman , kanadískur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, lést í febrúar, 75 ára að aldri. Reitman leikstýrði á ferli sínum myndum á borð við Ghostbusters, Meatballs, Twins, Six Days, Seven Nights og Junior. Bob Saget , bandarískur grínari og leikari, lést í Flórída í janúar, 65 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Full House. Síðar meir átti Saget einnig eftir að stýra þáttunum America‘s Funniest Home Videos og vera sögumaðurinn í þáttunum How I Met Your Mother. George Shapiro , bandarískur umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, lést í maí, 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Bernard Shaw , bandarískur fréttaþulur sem starfaði lengi sem aðalfréttaþulur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, lést í september, 82 ára að aldri. Liz Sheridan , bandarísk leikkona sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, lést í apríl, 93 ára að aldri. Helen Slayton-Hughes , bandarísk leikkona, lést í desember, 92 ára að aldri. Slayton-Hughes er best þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum Parks and Recreation þar sem hún fór með hlutverk dómritarans Ethel Beavers. Paul Sorvino , bandarískur leikari, lést í júlí, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas. Ronnie Spector , bandarísk söngkona sem leiddi hljómsveitina The Ronettes, lést í janúar, 78 ára að aldri. Sveitin er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector. Peter Straub , bandarískur hryllingshöfundur, lést í september, 79 ára að aldri. Straub er þekktastur fyrir sögur sínar Juliu frá 1975 og Draugasögu (e. Ghost Story) frá árinu 1979, auk Verndargripsins (e. The Talisman) frá árinu 1984 sem hann skrifaði með Stephen King. Alec John Such , upphaflegur bassaleikari og einn stofnenda glysrokksveitarinnar Bon Jovi, lést í júní, sjötugur að aldri. Takeoff , bandarískur rappari, var skotinn til bana í Houston í Texas í nóvember, 28 ára gamall. Takeoff, sem hét réttu nafni Kirshnik Khari Ball, var einn vinsælasti rappari heims um tíma. Hann var hluti af rappsveitinni Migos ásamt frændum sínum Quavo, Quavious Keyate Marshall, og Offset, Kiari Kendrell Cephus. André Leon Talley, tískublaðamaður og fyrrverandi stjórnandi hjá bandaríska tímaritinu Vogue, er látinn, 73 ára að aldri. Talley var mjög mikilvægur hlekkur í starfsemi Vogue á níunda og tíunda áratugnum og er talinn hafa átt ríkan þátt í að greiða leið svartra fyrirsæta í tískuheiminum. Joe E. Tata , sem lék Nat, eiganda Peach Pit veitingastaðarins í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210, lést í ágúst, 85 ára gamall. Sven-Bertil Taube , einn ástkærasti listamaður Svía, lést í nóvember, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns. Margir muna eftir honum úr sænsku kvikmyndinni Män som hatar kvinnor, þar sem hann fór með hlutverk Henrik Vanger. Brett Tuggle , fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, lést í júní, sjötugur að aldri. Joe Turkel , bandarískur leikari, lést í júlí, 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner. Bill Turnbull , breskur sjónvarpsmaður, lést í ágúst, 66 ára að aldri. Turnbull var einna helst þekktur fyrir að stýra morgunþætti BBC í sjónvarpi, BBC Breakfast, um fimmtán ára skeið. Gaspard Ulliel , vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel, lést í skíðaslysi í janúar. Hann varð 37 ára. Ulliel hefur leikið í kvikmyndum á borð við Hannibal Rising, Saint Laurent, It’s Only The End Of The World, A Very Long Engagement og þá er hann þekktur sem andlit ilmvatnsins Bleu de Chanel. Vangelis, grískur tónlistarmaður, lést í maí, 79 ára að aldri. Vangelis hlaut Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Eldvagnana (e. Chariots of Fire) en hljóðheimur hans setti einnig sterkan svip á vísindaskáldsöguna Blade Runner. Barbara Walters , bandarísk frétta- og sjónvarpskona, lést í desember, 93 ára að aldri. Hún var einn helsti stjórnendinn í morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar The Today Show. Walters var fyrsta bandaríska konan sem stýrði fréttatíma, ABC Evening News frá 1976. Þá var hún framleiðandi og einn stjórnanda fréttaþáttarins 20/20 og spjallaþáttanna The View frá 1997 til 2014. David Warner , breskur leikari, lést í júlí, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. Í Titanic fór hann með hlutverk Spicer Lovejoy, einkaþjóns og lífvarðar Caledon Hockley. Vivienne Westwood, einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, lést í desember, 81 árs að aldri. Hún skaust upp á stjörnuhimininn á áttunda áratug síðustu aldar og varð fljótt þekkt fyrir að hanna föt í anda pönksins og nýbylgjunnar. Alan White , trommari bresku rokksveitarinnar Yes, lést í maí, 72 ára að aldri. White gekk til liðs við sveitina árið 1972 þegar hann tók við kjuðunum af Bill Bruford, en sveitin sjálf var stofnuð árið 1968. Yes er meðal annars þekkt fyrir lagið Owner of a Lonely Heart frá árinu 1983. Íþróttir Ahmet Calik , leikmaður tyrkneska liðsins Konyaspor, lést í bílslysi í Ankara í janúar, 27 ára að aldri. Calik lék átta leiki og skoraði eitt mark fyrir tyrkneska landsliðið á árunum 2015-17. George Cohen , enskur knattspyrnumaður sem var hluti af heimsmeistaraliði Englendinga árið 1966, lést í desember, 83 ára að aldri. Cohen lék hverja einustu mínútu í sex leikjum Englands á HM 1966 og var varafyrirliði liðsins í 4-2 sigri gegn Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleiknum sjálfum. Nils Arne Eggen , fyrrverandi leikmaður og þjálfari norska knattspyrnuliðsins Rosenborg, lést í janúar, áttræður að aldri. Eggen tók við stjórnartaumunum í Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Paco Gento , einn sigursælasti knattspyrnuleikmaður fótboltasögunnar, lést í janúar, 88 ára að aldri. Hinn spænski Gento hóf ferilinn með Racing Santander en gekk í raðir Real Madrid 1953 og lék með liðinu í átján ár. Jeff Gladney , bakvörður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, lést í bílslysi í maí, aðeins 25 ára. Jeff Gladney lék sextán leiki með Minnesota Vikings í NFL-deildinni tímabilið 2020-21. Andy Goram , skoskur fótboltamarkmaður sem varði mark Skota á EM 1992 og 1996 og HM 1990, lést í júlí, 58 ára að aldri. Goram var mörgum kunnur en hann lék 43 sinnum fyrir skoska landsliðið ásamt því að leika með Glasgow Rangers lengst af og á láni hjá Manchester United á láni tímabilið 2000-2001. Dwayne Haskins , leikstjórnandi Pittsburgh Steelers í NFL deildinni, lést í bílslysi í apríl, 24 ára gamall. Bengt Johansson , sænskur handboltaþjálfari, lést í maí, 79 ára að aldri. „Bengan“ stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. Deon Lendore , spretthlaupari frá Trínidad og Tóbagó, lést í janúar, 29 ára að aldri. Lendore vann bronsverðlaun í 4 x 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum í London 2012 en hann tók einnig þátt í leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó á síðasta ári. Hana Mazi Jamnik, slóvensk skíðagöngukona, lést í hjólaskautaslysi í Noregi í ágúst síðastliðinn, nítján ára að aldri. Hún var ein efnilegasta skíðagöngukona Slóveníu og hafði unnið sér sæti í slóvenska skíðalandsliðinu. Katie Meyer , markvörður og fyrirliði fótboltaliðs Stanford í bandaríska háskólafótboltanum, lést í febrúar, 22 ára að aldri. Meyer leiddi Stanford til háskólatitilsins árið 2019. Sinisa Mihajlovic , fyrrverandi leikmaður Roma, Lazio, Inter og fleiri liða, lést í desember eftir baráttu við krabbamein, 53 ára að aldri. Mihajlovic vakti fyrst athygli sem leikmaður Rauðu stjörnunnar og varð Evrópumeistari með liðinu 1991. Hann fór til Roma ári seinna og lék á Ítalíu allt þar til ferlinum lauk 2006. Mihajlovic lék 63 landsleiki fyrir Júgóslavíu og skoraði tíu mörk. Hann lék með júgóslavneska liðinu á HM 1998 og EM 2000. David Moores , fyrrverandi eigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lést í júlí, 76 ára að aldri. Moores varð meirihlutaeigandi og stjórnarformaður Liverpool árið 1991 en fjölskylda hans átti hlut í félaginu í meira en fimmtíu ár. Terry Neill , fyrrverandi fyrirliði og knattspyrnustjóri Arsenal, lést í júlí, áttatíu ára að aldri. Hinn norður-írski Neill lék með Arsenal á árunum 1960-70. Hann er yngsti fyrirliði í sögu félagsins. Neill lék 275 leiki fyrir Arsenal og skoraði tíu mörk. Frank O'Farrell , fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, lést í mars, 94 ára að aldri. Á stjóraferli sínum stýrði hann meðal annars Leicester City og Torquay United, en hann stýrði Manchester United á árunum 1971 til 1972. Mino Raiola, einn frægasti umboðsmaður heims, lést í apríl, 54 ára að aldri. Raiola var með fjölmargar stórstjörnur á sínum snærum, meðal annars leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Erling Håland. Freddy Rincon , fyrrverandi fyrirliði kólumbíska landsliðsins í fótbolta, lést í apríl, 55 ára að aldri. Hann spilaði meðal annars með Real Madrid á árunum 1995 til 1997. Þá lék hann einnig 84 leiki fyrir kólumbíska landsliðið og skoraði í þeim sautján mörk. Bill Russell , sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést í júlí, 88 ára að aldri. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Börje Salming , sænsk íshokkígoðsögn, lést í nóvember, 71 árs að aldri. Árið 1973 spilaði hann sinn fyrsta íshokkíleik í NHL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann spilaði fyrir Toronto Maple Leafs og var þar í sextán ár. Eftir það færði hann sig yfir til Detroit Red Wings þar sem hann spilaði í eitt tímabil áður en hann færði sig aftur til Svíþjóðar. Uwe Seeler , þýskur knattspyrnumaður, lést í júlí, 85 ára að aldri. Seeler skoraði 43 mörk í 72 leikjum fyrir vestur-þýska fótboltalandsliðið og var fyrirliði liðsins í fjörutíu leikjum. Seeler varð fyrstur í sögunni til að skora á fjórum heimsmeistaramótum. Denis Tot , króatískur handboltamaður, lést eftir árás fyrir utan skemmtistað í Skopje í Norður-Makedóníu í apríl. Hann var 27 ára gamall, var leikmaður Butel í Norður-Makedóníu. Kathy Whitworth , bandarískur kylfingur, lést í desember, 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Viðskipti Ilse Rohde Jacobsen, danskir fatahönnuður sem meðal annars þekkt er fyrir hönnun á regnkápum, stigvélum, kjólum og öðrum fatnaði, lést í október, 62 ára að aldri. Dietrich Mateschitz , austurríski stofnandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, lést í október, 78 ára að aldri. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum hefur verið helsti styrktaraðili samnefndra íþróttaliða sem keppa í hinum ýmsu íþróttum. Scott Minerd , bandarískur fjárfestingastjóri Guggenheim Partners, lést í desember 63 ára að aldri.Minerd var einn helsti stuðningsmaður Hringborðs norðurslóða og sótti hringborðið heim í október síðastliðnum. Stephen Wilhite , bandarískur tölvunarfræðingur sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp GIF-ið, lést í mars, 74 ára að aldri. Wilhite fann upp upp myndasniðið, sem styður hreyfimyndir, árið 1987 og hefur það notið mikilla vinsælda í netheimum síðan. Annað Richard Leakey , kenískur náttúruverndarsinni, lést í janúar, 77 ára að aldri. Hann var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og baráttu gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með fílabeini. Cheslie Kryst , sem vann titilinn Ungfrú Bandaríkin árið 2019, lést í janúar, þrítug að aldri. Kryst starfaði sem lögmaður á lögmannsstofu í Norður-Karólínu við að aðstoða fanga sem kynnu að hafa verið dæmdir ranglega, en hún hafði lokið þremur háskólagráðum frá tveimur háskólum. James Lovelock , breskur vísindamaður, lést í júlí, 103 ára að aldri. Lovelock er þekktastur fyrir Gaia-kenninguna sem fjallar um að Jörðin sé öll lifandi heild. David McCullough , bandarískur sagnfræðingur og tvöfaldur Pulitzer-verðlaunahafi, lést í ágúst, 89 ára að aldri. Hann starfaði lengi sem blaðamaður áður en haf hóf að gefa út fjölda bóka, margar sagnfræðilegs eðlis. Hilaree Nelson , bandarísk fjallgöngukona, lést í hlíðum fjallsins Manaslu í Himalayja-fjöllunum í Nepal í september, 49 ára að aldri. Nelson var talin einn flottasti göngukappi sinnar kynslóðar. Valeríj Poljakov , rússneskur geimfari, lést í september, áttræður að aldri. Poljakov á metið yfir lengstu samfelldu dvöl í geimnum en hann dvaldi í sovésku geimstöðinni Mír á braut um jörðu í rúma 437 daga samfleytt á tíunda áratug síðustu aldar. Technoblade , bandarískur Minecraft-spilari sem hét Alex réttu nafni, lést í júní, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Hann lést af völdum krabbameins. Mario Terán , bólivíski hermaðurinn sem banaði uppreisnarleiðtoganum Ernesto „Che“ Guevara, lést í mars, 80 ára að aldri. Alræmdir glæpamenn: Robert Durst , bandarískur morðingi og auðkýfingur, lést í fangelsi í janúar, 78 ára að aldri. Hann var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést. Dmitry Kovtun , annar mannanna sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum árið 2006, lést í maí. Ayman al-Zawahiri , leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, féll í árás Bandaríkjahers í Kabúl í Afganistan í byrjun ágúst. Al-Zawahiri er sagður hafa verið einn af forsprökkum hryðjuverkaárásanna 11. september 2001. Fréttin var síðast uppfærð 2. janúar 2023.
Andlát Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00 Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00 Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00 Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00 Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30 Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00 Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2021 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda. 25. desember 2021 09:00
Þau kvöddu á árinu 2020 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra sem önduðust á árunu eru hinn eini sanni James Bond, bandarískur hæstaréttardómari, einn besti körfuboltamaður sögunnar, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, ein skærasta leikkona gullaldar Hollywood, eitt fremsta tónskáld í sögu kvikmyndatónlistar og leikarinn sem fór með titilhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther. 25. desember 2020 10:00
Þau kvöddu á árinu 2019 Fjöldi þekktra einstaklinga úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn líður undir lok. 25. desember 2019 10:00
Þau kvöddu á árinu 2018 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í hinum stóra heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 22. desember 2018 10:00
Þau kvöddu á árinu 2017 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. 18. desember 2017 14:30
Þau kvöddu á árinu 2016 Svo virðist sem hver tónlistargoðsögnin á fætur annarri hafi fallið frá á árinu – þeirra á meðal Prince, Leonard Cohen og David Bowie. 22. desember 2016 13:00
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45