Verðbólgin heimili Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. desember 2022 08:02 Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum. Það skiptir máli að þessar tölur liggi ljósar fyrir – að við vitum hvaða hópar þetta er og hversu viðkvæmur þau eru fyrir vaxtahækkunum. Er hér t.d. um að ræða ungt barnafólk sem keypti á þeim tíma þegar talað var um að íslenskt lágvaxtaskeið væri hafið? Er hér um að ræða fólk sem er orðið mjög skuldsett, með lítið eigið fé og gæti átt í verulegum vandræðum ef stýrivextir haldast háir um árabil? Gögnin bárust loks í nóvembermánuði en þó ekki með svörum við þeim spurningum sem ég lagði fram. Ég ítrekaði þess vegna spurningar mínar um hver samsetning fasteignalána heimila er hvað varðar fjölda og hlutfall verðtryggðra fasteignalána og óverðtryggðra fasteignalána. Hver er fjöldi óverðtryggðra lána sem eru sem stendur með fasta vexti en binditíma þeirra lýkur á næsta ári? Nýja snjóhengjan brestur Af svörum Seðlabankans má sjá að rúmur fjórðungur lántakenda (26,9%) er með óverðtryggð lán með breytilega vexti. Þessi heimili hafa tekið vaxtahækkanir á sig af fullum þunga við ítrekaðar ákvarðanir Seðlabankans um vaxtahækkanir. Við þennan hóp bætast svo 4.451 heimili sem eru með óverðtryggð lán með fasta vexti sem munu koma til endurskoðunar á næsta ári. Það eru þá heimili sem munu á næsta ári taka á sig vaxtahækkanir. Eftir er síðan að sjá hver heildarfjöldi lántakenda er, sem hefur fest vexti en losnar eftir 12-24 mánuði. Það er spurning hvort sá hópur standi viðkvæmari gagnvart vaxtahækkunum en sá hópur sem ekki festi vexti. Þess vegna skiptir máli að fá fram gögn um hversu stór hópur þarna er, hver aldursskiptingin er sem og um greiðslubyrði miðað við laun. Í svörum Seðlabankans frá því í nóvember kom fram að greiðslubyrði 20-25% heimila hefði lækkað frá ársbyrjun 2020. Jafnar afborganir á lánum voru sagðar helsta ástæða þess. Þessi skýring vakti athygli mína. En í minnisblaði bankans sem barst á dögunum kemur hins vegar fram að láðst hafi að geta þess að séreignarsparnaður hafi átt þátt þar um. Lántakendur sem nýta séreignarsparnað sinn til að greiða inn á höfuðstól lána lækka greiðslubyrði sína með því. Það er þá afleiðing þess að fólk er að nýta sparnað sinn í þessum tilgangi. Seðlabankinn segist hins vegar ekki geta sagt til hversu mikil áhrif ráðstöfun séreignarsparnaðar hefur á greiðslubyrði einstakra lántaka. Feimin ríkisstjórnin kastar olíu á verðbólgubálið Við í Viðreisn höfum bent á stórt hlutverk ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgu. Þegar ríkisstjórnin stendur hins vegar feimin bakvið sviðstjöldin í stað þess að standa í fararbroddi þá hefur það einfaldlega þau áhrif að hlutverk að Seðlabankans stækkar. Seðlabankinn þarf þá að gefa í með vaxtahækkanir sínar. Vaxtahækkanir verða tíðari. Ríkisfjármálin eiga að styðja við Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna, en þau gera það einfaldlega ekki. Þvert á móti, ríkisstjórnin ýtir frekar undir þenslu með útgjöldum sinum. Á þetta hefur Seðlabankastjóri sjálfur bent. Sú gagnrýni beinist auðvitað fyrst og fremst að fjármálaráðherra. Er rétti tíminn núna? En það er líka staðreynd að íslenska krónan vinnur gegn íslenskum heimilum í þessu ástandi. Það er af þeirri ástæðu að vextir hér hafa hækkað margfalt á við önnur ríki Evrópu. Ástæðan er ekki sú að verðbólgan hér sé meiri en annars staðar, heldur gjaldmiðillinn. Síðan fer það að vera rannsóknarefni hversu meðvirk við ætlum að vera með krónunni eða hvort við séum sem samfélag að nálgast þann stað að geta tekið erfitt samtal um krónuna. Er rétti tíminn kannski núna? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar