Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda Ólafur Stephensen skrifar 15. desember 2022 15:01 „... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Blóm Stjórnsýsla Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember. Blómaverzlanir fá loðin og lítil svör þegar þær reyna að panta íslenzka túlipana og eru í fullkominni óvissu um hvort þær fá blóm, hvenær og þá hversu mikið. Einhvers konar uppskerubrestur virðist hrjá íslenzka túlipanaframleiðslu. Sums staðar eru í boði fáein búnt af innfluttum túlipönum, þar sem sjö blóm kosta að lágmarki upp undir þrjú þúsund krónur. Það er verð sem enginn neytandi í nágrannalöndunum myndi láta bjóða sér. Hinn stóri kostur frjálsra alþjóðaviðskipta er að skort í einu landi má bæta upp með því að kaupa vörur í öðru. En milliríkjaviðskipti með blóm eru alls ekki frjáls á Íslandi. Ef blómaverzlun vill bregðast við skorti á innlendri vöru með því að flytja inn blóm er henni gert það nánast ókleift með himinháum tollum. Innflutningsverðið þrefaldast vegna tolla Tökum dæmi: Búnt af tíu túlipönum kostar 600 krónur í innkaupum, komið til landsins. Á hvert blóm leggst 95 króna stykkjatollur, auk 30% verðtolls. Tollarnir eru þá 1.130 krónur, nánast tvöfalt innkaupsverðið, og kostnaðarverð búntsins komið í tæplega þrefalt innkaupsverð. Þá er eftir að greiða laun starfsmanna og allan annan kostnað. Verzlunin á tvo kosti; að sleppa innflutningum eða bjóða blómin á svo háu verði að neytendur veigra sér við að kaupa þau. Eins og áður segir virðist vera uppskerubrestur hjá íslenzkum túlipanaframleiðendum. Með lagabreytingu 2019 var felldur úr lögum sá möguleiki að bregðast við slíku ástandi með því að lækka tolla tímabundið og gefa út svokallaðan skortkvóta. Það er með öðrum orðum ekki hægt að virkja gangverk alþjóðaviðskipta til að bæta úr skortinum í þágu blómaverzlana og viðskiptavina þeirra. Þögn fjármálaráðherrans Félag atvinnurekenda og 25 blómaverzlanir sendu fjármálaráðuneytinu og þáverandi atvinnuvegaráðuneyti erindi haustið 2019 og fóru fram á endurskoðun á tollum á blóm. Var m.a. bent á að vel mætti lækka tolla án þess að það hefði nein áhrif á innlenda framleiðslu, vegna þess að annars vegar eru lagðir tollar á fjölda blómategunda sem alls ekki eru ræktaðar á Íslandi og hins vegar annar framleiðsla þeirra fáu blómategunda sem eru ræktaðar á Íslandi engan veginn eftirspurn. Erindinu var vel tekið í fyrstu, fjármálaráðuneytið kallaði hagsmunaaðila á fundi og lagði talsverða vinnu í að skoða gögn málsins. Tilkynnt var að niðurstöðu væri að vænta í júní 2020 þegar „pólitíkin“ í ráðuneytinu væri búin að taka afstöðu til þess. Svo hætti ráðuneytið skyndilega að svara bréfum. Margítrekuðum fyrirspurnum FA til Bjarna Benediktsonar fjármálaráðherra um stöðu málsins hefur síðan verið mætt með þögninni einni. Lækkun tolla á blómum myndi þýða aukna veltu á blómamarkaði, sem þýddi auknar tekjur fyrir ríkissjóð í formi virðisaukaskatts. Þau tækifæri virðist fjármálaráðherrann ekki koma auga á. Ekki verður annað ráðið af þögn hans en að ráðherrann vilji standa vörð um óréttlátt og úr sér gengið kerfi sem verndar hagsmuni örfárra fyrirtækja, sem geta svo ekki einu sinni mætt eftirspurn á markaðnum sem þau þykjast sinna. Verndin er á kostnað neytenda, sem annaðhvort grípa í tómt í búðunum eða mega greiða miklu hærra verð fyrir blóm en gerist í nágrannalöndunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar