Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. desember 2022 23:59 María Björk Ingvadóttir er framkvæmdastjóri N4. N4 Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu. Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun. Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fjárlaganefnd kynnti nú í vikunni hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni. Formaður nefndarinnar nefndi sérstaklega fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri sem mögulegan styrkþega. Styrknum var einmitt bætt á fjárlög eftir að sérstök beiðni um hann barst frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til nefndarinnar. Tryggvi Páll hitti framkvæmdastjórann N4, Maríu Björk Ingvadóttur á Akureyri. Hún segist hafa skrifað bréfið eftir að þingmaður hafi beðið hana um það, því einmitt stæði til að fjalla um styrki til einkarekinna fjölmiðla í fjárlaganefnd. „Ég held það sé engin launung. Það var Ingibjörg Isakssen. Hún sagði „ég hef heyrt hvað þú hefur verið að kalla eftir. Okkur þykir mjög mikilvægt að fá þau rök. Hvað er það sem gengur svona erfiðlega? Hvað er til ráða?“ Það var það sem ég gerði. Ég svaraði því. Er það glæpur?“ María segir Ingibjörgu Isaksen hafa beðið sig um að óska eftir styrk frá fjárlaganefnd.Alþingi Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort N4 geti yfir höfuð talist fjölmiðill þar sem meginþorri efnis á stöðinni eru kostaðar umfjallanir. „Við erum fréttastöð að því leyti að við skrifum fréttir á heimasíðuna og við vinnum fréttir upp úr innslögunum okkar. segir María. „Við rekum ekki fréttastofu,því það kostar ofboðslega mikla peninga eins og allar fréttastöðvar vita.“ Viðtalið við Maríu í heild má sjá að neðan. Í nefndaráliti sem birt var í gærkvöldi kemur fram að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar hafi meirihluti beint því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Fjárlaganefnd hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir meðhöndlun sína. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í nefndinni. Hann segir umfjöllunina á misskilningi byggða. „Ég sé ekki hvar nefnin hafi misstigið sig í þessu. Nema kannski með því að hafa ekki áttað sig á því að hafa þetta enn skýrara til að einhver misskilningur færi ekki af stað, en það væri hægt að misskilja þá margt annað í þessu líka.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir við Vísi að hundrað milljóna króna viðbótin sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til renni inn í almenna styrkjakerfið til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Þeir hefðu numið tæpum fjögur hundruð milljónum en viðbótin þýðir að þeir verði nær fimm hundruð milljónum, um fjórðungshækkun.
Alþingi Fjölmiðlar Fjárlagafrumvarp 2023 Akureyri Framsóknarflokkurinn Styrkbeiðni N4 Tengdar fréttir Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári. 15. desember 2022 19:06
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda