Ferðalangar voru sofandi í tjöldum sínum þegar skriðan fór yfir svæðið en rúmlega níutíu manns, þar á meðal börn gistu á tjaldsvæðinu. Björgunarliðar eru nú að störfum á svæðinu en skriðan nær yfir stórt svæði eða rúma fjögurþúsund fermetra.
Sextíu manns hefur verið bjargað á lífi en að minnsta kosti sautján er enn saknað.
Óljóst er hvað olli skriðunni en lítið hefur rignt á svæðinu síðustu daga og engir jarðskjálftar hafa heldur riðið þar yfir nýlega.
Stjórnvöld í landinu hafa nú ákveðið að öllum tjaldsvæðum á stöðum sem gætu orðið fyrir aurskriðum skuli nú lokað í sjö daga hið minnsta.