„Það á bara að splundra þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. desember 2022 15:01 Það þarf mikla tiltekt hjá Chicago Bulls samkvæmt Tómasi Steindórssyni og öðrum sérfræðingum Lögmáls leiksins. Vísir/Samsett Farið var yfir stóru málin í NBA-deildinni í Lögmáli leiksins í gær. Mikil umræða skapaðist um lið Chicago Bulls. Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Í liðnum Nei eða já var því velt upp hvort Bulls-liðið ætti að draga saman seglin í rekstri sínum, losa leikmenn á háum launum og hefja uppbyggingarfasa. Enda hefur liðið að litlu að keppa í ár. „Já. Peningarnir þeirra eru svo illa nýttir, stóru samningarnir: Zach LaVine, [Nikola] Vucevic þeir eru á alltof háum launum miðað við gæði,“ segir Bulls-stuðningsmaðurinn Tómas Steindórsson. „Það á bara að splundra þessu og taka pickin,“ segir hann enn fremur. Auka líkur á valrétti sem annars er tapaður Þáttaastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson hefur einnig sterkar skoðanir á málinu. „Ekki bara ættu Bulls að bara að draga saman seglin, annað er eiginlega fáránlegt. Því að núna er liðið með sjöunda versta recordið í NBA, eitthvað svoleiðis,“ segir Kjartan sem útskýrir afstöðu sína út frá stöðu liðsins. Bulls og Orlando Magic gerðu með sér leikmannaskipti. Vucevic fór til Bulls, Wendell Carter Jr. til Magic og tveir valréttir. Þessir valréttur í ár sem fór til Orlando Magic er það sem er kallað top four protected,“ segir Kjartan. Klippa: Lögmál leiksins: Á Bulls að hreinsa út? Þetta þýðir að ef Bulls fær einn af fjóru fyrstu valréttunum í nýliðavalinu næsta vor þá heldur félagið þeim rétti, á kostnað Magic. Orlando-liðið heldur honum ef hann er fimmti eða neðar. Kjartan útskýrir enn fremur að því neðar sem Bulls endar í deildinni, þeim mun líklegri eru þeir til að vera á meðal þeirra fyrstu í valinu. Þeir hagnist því raunverulega á því að enda eins neðarlega og hægt er, til að auka líkur á því að fá góðan valrétt, sem annars nýtist Orlando Magic. „Það meikar ekkert annað sens. Því það er ekkert að fara að gerast í ár, það er ekkert að fara að gerast á næsta ári. Eina leiðin út úr þessum öldudal er að hreinsa út,“ Þeir eru í fínni stöðu til að tanka,“ segir Hörður Unnsteinsson. Þeir félagar veltu svo vöngum um það hvaða leikmenn ættu að yfirgefa liðið og hverjum ætti að halda í þessu samhengi. Fleiri þættir voru svo til umræðu í Nei eða já, sem eru eftirfarandi: Bulls ætti að draga saman seglin. Dallas ætti að reka Jason Kidd Jokic getur unnið MVP þriðja árið í röð Cavs ná Boston í deildarkeppninni Umræðu um þess fjóra punkta, þar á meðal veigamikla umræðu um Bulls-liðið, má sjá í spilaranum að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira