Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2022 07:00 Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar