Hvernig líður fólki í orkugeiranum? Hildur Harðardóttir skrifar 22. desember 2022 07:31 Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinnumarkaður Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hlutverk félagsins Konur í orkumálum (KÍO) er að stuðla að jafnrétti í orkumálum. Eitt af okkar verkfærum til þess að geta haft jákvæð áhrif á jafnréttismenningu fyrir öll kyn er könnun um líðan starfsfólks í orku- og veitugeiranum. Á dögunum birtum við niðurstöður úr þriðju könnun félagsins, en nýbreytnin í könnuninni í ár var að svarendur eru öll kyn innan 12 stærstu orku- og veitufyrirtækja landsins. Fyrri skipti var könnunin send á félagskonur KÍO sem hefur gefið mikilvæga innsýn í upplifun kvenna á starfsumhverfi sínu í geiranum. Nýtt fyrirkomulag gefur okkur enn verðmætari sýn á stöðu mála. Nú er ljósara hvar hallar á konur og hvar hallar á karla. Einnig er hægt að rýna betur í bakgrunnsbreytur aðrar en kyn svo sem aldur og starfaflokka. Allt skiptir þetta máli þegar tækifæri til úrbóta eru greind og ráðist í aðgerðir. Niðurstöðurnar eru heilt yfir mjög ánægjulegar. Hjá orku- og veitugeiranum starfar vel menntað starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu. Það sem stendur upp úr er hversu mikil starfsánægja er meðal starfsfólks miðað við markaðinn í heild sinni, en 90% segjast vera ánægð í starfi. Þá er starfsaldur hár, um 40% svarenda hefur unnið í geiranum í 11 ár eða lengur. Þessi ánægja hefur komið fram í fyrri könnunum og niðurstöðurnar í ár staðfesta enn frekar hversu gott er að starfa í orku- og veitugeiranum. Þá svarar meirihlutinn því einnig til að öllu starfsfólki bjóðist jöfn tækifæri innan orku- og veitufyrirtækjanna og ekki sé mismunað eftir kyni, aldri eða þjóðerni. Það er sannarlega gleðiefni. Þrátt fyrir þetta sýna niðurstöðurnar einnig greinileg tækifæri til þess að gera betur. 30% starfsfólks hefur orðið fyrir misrétti í starfi svo sem að hafa verið höfð útundan, faglegt álit þeirra hundsað eða að annar aðili hafi fengið hrós eða viðurkenningu fyrir þeirra vinnu. Konur upplifa þetta frekar en karlar, en þó er þróunin í rétta átt þar sem þeim fækkar á milli ára. Einnig kemur í ljós að 10% starfsfólks segist hafa orðið fyrir einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni á sínum vinnustað sl. 12 mánuði. Þessari tölu þarf að koma niður í núll, enda á einelti og kynbundin eða kynferðisleg áreitni á vinnustað aldrei að líðast. Hlúa þarf betur að ákveðnum hópum innan fyrirtækjanna. Konur upplifa frekar þverrandi tækifæri til þróunar í starfi og minni hvatningu með hækkandi aldri en karlar. En karlar finna minni sveigjanleika og svigrúm til fjarvinnu en konur í nánast öllum starfsflokkum. Það skýrist að einhverjum hluta á því að orku- og veitugeirinn er kynskiptur þ.e. almennt starfa konur í stoðeiningum eins og skrifstofu- og sérfræðistörfum á meðan karlar eru í meirihluta í iðn- og tæknistörfum. Eins má gera gangskör í því að bæta upplýsingagjöf um hvert skal leita þegar neikvæð atvik koma upp á vinnustað og efla traust starfsfólks til þess ferlis sem þá tekur við, en næstum því þriðjungur er neikvæður í garð þess. Góð líðan starfsfólks og jafnrétti á vinnustað ætti að vera kappsmál allra stjórnenda. Því eru kannanir sem þessi mikilvægt tól til þess að fá góða yfirsýn yfir stöðu mála. Við hjá KÍO viljum þakka Orkusölunni, sem hefur sýnt öflugan stuðning við gerð könnunarinnar í öll þrjú skiptin, og eins hinumfyrirtækjunum og mannauð þeirra fyrir þátttökuna. Nánari niðurstöður má nálgast á kio.is. Höfundur er formaður stjórnar Kvenna í orkumálum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun