Frí Hagstofunnar kosti skattgreiðendur hátt í 25 milljónir króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. desember 2022 18:59 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur frí Hagstofunnar milli jóla og nýars ekki geta orðið fordæmisgefandi. Hrafnhildur Arnkelsdóttir Hagstofustjóri segir hins vegar að starfsfólk stofnunarinnar hafi unnið fyrir fríinu. samsett/vísir Frí starfsfólks Hagstofunnar milli jóla og nýárs kostar skattgreiðendur milli 20 og 25 milljónir króna. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga. Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Hagstofan ákvað að veita starfsmönnum sínum vikulangt frí til viðbótar milli jóla og nýárs og er Hagstofan lokuð fram á nýtt ár. Hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sagði fríið skjóta skökku við í ljósi aðstæðna á opinberum vinnumarkaði. Hrafnhildur Arnkelsdóttir, Hagstofustjóri sagði starfsfólk hins vegar hafa unnið fyrir fríinu. Þá sé fríið hluti af því að aðlagast breyttu þjóðfélagi. Sjá einnig: Vikulangt jólafrí Hagstofunnar skjóti skökku við Sjá einnig: Segir starfsfólk hafa unnið fyrir fríinu „Þetta er fordæmi sem getur aldrei talist gott,“ segir Óli Björn og bendir á að Hagstofan sé opinber þjónustustofnun sem þjónusti alla landsmenn. Á síðasta ári hafi reksturinn kostað 1,9 milljarða. 120 stöðugildi séu hjá stofnuninni og launakostnaður svipaður og framlag ríkisins til stofnunarinnar, um 1,6 milljarðar. „Ef þið viljið síðan fá tölu á hvað þetta gæti hugsanlega kostað er það tiltölulega einfaldur reikningur. Miðað við þessar tölur er meðalkostnaður á starfsmann, ekki laun, 13 milljónir á liðnu ári. Ef það eru 120 stöðugildi í fjóra daga eru þetta 20 til 25 milljónir sem þetta kostar skattgreiðendur,“ segir Óli Björn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan: Tilefni til að kanna fjárframlög til Hagstofunnar Hann bætir við að Hagstofan sé afar mikilvæg þjónustustofnun sem hann vilji ekki kasta rýrð á. „Þetta er eitthvað sem gæti komið til skoðunar þegar fjárveitingarvaldið fer yfir hversu háa fjárhæð skuli renna til stofnunarinnar í fjárlögum ársins 2024,“ segir Óli Björn. Stofnun sem telur sig vera rekna með halla, en hafa burði til að veita fólki frí í næstum heila viku á launum. Maður spyr sig hvort eitthvað sé í skipulagi hennar sem geri það að verkum að hægt sé að ná betri árangri í rekstri en raun ber vitni og spara þá þessar 20-25 milljónir sem þetta kostar. Hann dregur hins vegar ekki í efa mat Hagstofustjóra um að starfsmenn stofnunarinnar hafi lagt mikið á sig sé rétt. „En það á líka við um nær alla aðra starfsmenn sem ég hef kynnst hjá hinu opinbera,“ segir Óli Björn og nefnir kennara og hjúkrunarfræðinga sem hafi unnið kraftaverk á tímum Covid. „Hafa þau þá unnið ársleyfi á launum? Hvert ætlum við að fara?“ segir hann. Hann telur þó að viðbrögð atvinnulífs og fjármálaráðherra við ákvörðuninni bendi til þess að ákvörðunin verði ekki fordæmisgefandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét eftir sér í kjölfar ákvörðunar Hagstofustjóra, að honum þætti óþarfi að ríkið væri að ganga lengra en almennur markaður varðandi frídaga.
Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira