Ólympíuverðlaunahafi dæmdur í tólf ára fangelsi Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 08:31 Aliaksandra Herasimenia hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega. Clive Rose/Getty Images Aliaksandra Herasimenia, þrefaldur verðlaunahafi af Ólympíuleikum, hefur verið dæmd í tólf ára fangelsi af hvítrússneskum dómsstólum vegna mótmæla sinna gegn þarlendum stjórnvöldum. Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia). Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira
Hin 36 ára gamla Herasimenia var dæmd á öðrum degi jóla þrátt fyrir fjarveru hennar við réttarhöld, en hún er í sjálfskipaðri útlegð í Litáen. Hún hefur löngum gagnrýnt forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó. Hún var dæmd fyrir að stuðla að stofnun öfgasamtaka, en þar er átt við Samstöðustofnun íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Einnig var hún dæmd fyrir að kalla eftir refsingum gegn Hvíta-Rússlandi og dreifa ósannindum um ákveðna atburði. Dómurinn tengist miklum mótmælum gegn þarlendum yfirvöldum árið 2020. Herasimenia var þá á meðal fjölmargra íþróttamanna sem skrifuðu undir opið bréf sem kölluðu eftir frjálsum kosningum í landinu. Lúkasjenkó, sem hefur setið á valdastóli frá árinu 1994, vann þá forsetakosningar með 81 prósent atkvæða. Andstæðingar Lúkasjenkó í kosningunum, þar á meðal Sviatlana Tsikhanouskaya, sem fékk næst flest atkvæði í kosningunum, voru handteknir á meðan kosningabaráttunni stóð. Kosningarnar eru almennt hvorki taldar hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Herasimenia vann til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum á sundferli sínum, tvö silfur í Lundúnum 2012 og eitt brons í Ríó 2016. Hún hélt uppboð á gullmedalíunni sem hún vann á HM 2012 og gaf andvirðið til Samstöðustofnunar íþróttafólks í Hvíta-Rússlandi. Ólíklegt er að Herasimenia muni lúta dómnum heima fyrir, enda býr hún í útlegð. Hún var dæmd á grundvelli laga sem Lúkasjenkó staðfesti í sumar, sem heimila dóm yfir fólki þrátt fyrir fjarveru þess (e. trial in absentia).
Hvíta-Rússland Sund Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira