Gleði og sorg á tímum vantrúar Skúli Ólafsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun