Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 29. desember 2022 17:28 Miklar óeirðir hafa ríkt í Íran síðan í september. AP/MIDDLE EAST IMAGES Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút. CNN greinir frá þessu. Mótmæli brutust út í Íran um miðjan september síðastliðinn þegar 22 ára kona að nafni Mahsa Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var sökuð um að hafa ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“ sem staðsett eru í Osló segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust. Tveir hafa verið teknir af lífi vegna mótmælana og eru enn fleiri sagðir eiga dauðadóm yfir höfði sér. Khadem er ekki fyrsta íþróttakonan til þess að sleppa klútnum á erlendri grundu eftir að mótmælin hófust. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu í október síðastliðnum án þess að bera höfuðklút. Eftir atvikið heyrðist lítið frá Rekabi þar til að afsökunarbeiðni frá henni birtist á Instagram. Ekki voru allir sannfærðir um að tilkynningin hafi komið frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar hafi gefið til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. Í nóvember síðastliðnum var svo greint frá því að íranska bogfimikonan Parmida Ghasemi hefði leyft höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndband af atvikinu mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað. Íran Mótmælaalda í Íran Kasakstan Skák Tengdar fréttir Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
CNN greinir frá þessu. Mótmæli brutust út í Íran um miðjan september síðastliðinn þegar 22 ára kona að nafni Mahsa Jina Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Hún var sökuð um að hafa ekki borið höfuðklút sinn á viðeigandi máta. Mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“ sem staðsett eru í Osló segja nú 476 mótmælendur hafa látið lífið í átökunum en í nóvember greindu Sameinuðu þjóðirnar frá því að að minnsta kosti 14 þúsund manns hafi verið handtekin vegna mótmælanna síðan þau hófust. Tveir hafa verið teknir af lífi vegna mótmælana og eru enn fleiri sagðir eiga dauðadóm yfir höfði sér. Khadem er ekki fyrsta íþróttakonan til þess að sleppa klútnum á erlendri grundu eftir að mótmælin hófust. Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu í október síðastliðnum án þess að bera höfuðklút. Eftir atvikið heyrðist lítið frá Rekabi þar til að afsökunarbeiðni frá henni birtist á Instagram. Ekki voru allir sannfærðir um að tilkynningin hafi komið frá Rekabi af fúsum og frjálsum vilja en orðalag hennar hafi gefið til kynna að hún hafi verið þvinguð til þess að skrifa hana. Dæmi séu um það að aðrar íranskar íþróttakonur sem hafi keppt erlendis án þess að bera höfuðklút hafi verið neyddar til þess að senda frá sér svipaðar afsökunarbeiðnir. Í nóvember síðastliðnum var svo greint frá því að íranska bogfimikonan Parmida Ghasemi hefði leyft höfuðklút að falla af höfði sér á meðan hún var viðstödd á verðlaunaafhendingu í Tehran. Samkvæmt umfjöllun CNN um myndband af atvikinu mátti heyra áhorfendur fagna þegar verknaðurinn átti sér stað.
Íran Mótmælaalda í Íran Kasakstan Skák Tengdar fréttir Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56 Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54 Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17
Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56
Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ 10. nóvember 2022 08:54
Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51