Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur eðlilegt að umræða verði innan ríkisstjórnar og á Alþingi um aukinn vopnaburð lögreglu. vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira