Steinhissa á boðuðum rafbyssum án frekari umræðu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 30. desember 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur eðlilegt að umræða verði innan ríkisstjórnar og á Alþingi um aukinn vopnaburð lögreglu. vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerðum sem myndu heimila lögreglumönnum að bera rafvarnarvopn, eða svokallaðar rafbyssur. Þingkona Vinstri grænna segir ákvörðunina koma sér verulega á óvart. Skoða ætti aðrar leiðir. Fleiri landsmenn eru andvígir auknum vopnaburði lögreglu en fylgjandi. Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Jón segir að ákvörðunin sé tekin til þess að auka við öryggi lögreglumanna, sem leiði af sér aukið öryggi fyrir borgarana. Lögreglumenn verði sérstaklega þjálfaðir til þess að nýta rafbyssurnar sem Jón kallar rafvarnarvopn og ítarlegar verklagsreglur verði settar til þess að tryggja að nýting vopnanna sé í samræmi við aðstæður hverju sinni. Rafbyssurnar muni nýtast til þess að leysa mál með minni valdbeitingu en annars þyrfti. Jón fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri Grænna, er hissa á ákvörðun ráðherrans „Þetta kom mér verulega á óvart, að lesa þetta í morgun. Ég tel að það þurfi að fara fram dýpri umræða um þetta,“ segir Steinunn Þóra. Hún hefur efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. „Ég hef áður lýst yfir efasemdum um það hvort að aukinn vopnaburður lögreglu yrði til góðs. Ég skil alveg ákall lögreglu um öryggi þeirra og ég tel mikilvægt að lögreglunni eins og öllum öðrum líði vel í starfi, en ég held að það sé líka mikilvægt að almennir borgarar beri traust og telji sig örugga í samskiptum við lögregluna.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við RÚV að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu verði háttað áður en henni séu veittar auknar heimildir. Rafvopnavæðing lögreglunnar verði rædd á ríkisstjórnarfundi og eðlilegt að það verði einhver umræða sömuleiðis á Alþingi. Flestir andvígir auknum vopnaburði Og þessu tengt, því í nýrri könnun sem Maskína gerir fyrir fréttastofuna er meðal annars spurt að því hversu hlynnt eða andvígt fólk sé því að vopnaburður lögreglunnar verði aukinn. Samkvæmt könnuninni eru flestir andvígir því að lögregla auki vopnaburð sinn. 19,3 prósent segjast mjög andvíg því og 22,5 prósent segjast fremur andvíg hugmyndinni. Tæp þrjátíu prósent merkja síðan við valkostinn í meðallagi. Aðeins 8,1 prósent segjast svo vera mjög hlynnt auknum vopnaburði lögreglu og rétt rúm tuttugu prósent eru fremur hlynnt hugmyndinni. Ef litið er til stjórnmálaskoðana þeirra sem þátt taka í könnuninni kemur í ljós að kjósendur Pírata og Sósíalista eru harðastir í andstöðu sinni en kjósendur Framsóknarflokks, Miðflokks og Sjálfstæðisflokks eru hlynntastir hugmyndinni. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Tæplega þúsund svöruðu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira