Fyrrum Eyjastelpan Lacasse eftirsótt af stærstu liðum Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 19:00 Cloé Lacasse fagnar einu af mörkum sínum í Meistaradeild Evrópu. Twitter@DAZNFootball Cloé Lacasse lék með ÍBV í efstu deild kvenna í fótbolta frá 2015 til 2019. Hún spilar nú með Benfica í Portúgal en það stefnir í að hún færi sig um set á nýju ári. Hún er orðuð við nokkur af stærstu liðum álfunnar. Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira
Lacasse, sem verður þrítug næsta sumar, kemur frá Kanada en gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið 2015 eftir farsælan feril í bandaríska háskólaboltanum. Hún gjörsamlega raðaði inn mörkum hér á landi og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild. Alls skoraði hún 73 mörk í 113 KSÍ leikjum fyrir ÍBV. Eftir góð ár í Vestmannaeyjum fór Cloé til Benfica í Portúgal og þar hefur hún haldið áfram að blómstra. Hún hefur raðað inn mörkum ásamt því að vinna alla titlana sem í boði eru þar í landi. Þá hefur hún staðið sig frábærlega í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Skoraði hún fimm mörk í sex leikjum en Benfica var í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Svíþjóðarmeisturum Rosengård. ' What a goal from @Cloe_Lacasse #UWCL // @SLBenfica pic.twitter.com/Fo4nMMiLYa— UEFA Women s Champions League (@UWCL) December 4, 2022 Árangur Lacasse með Benfica hefur vakið athygli stórliða Evrópu. Amanda Zaza, íþróttablaðamaður fyrir sænska miðilinn Fotballskanalen, segir að Lacasse sé á á óskalista Arsenal en hollenska markadrottningin Vivianne Miedema sleit krossbönd nýverið. Þá bendir Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á að bæði Bayern og París Saint-Germain séu bæði að íhuga að fá hana í sínar raðir. Cloe Lacasse is also on Bayern Munich and PSG radar for this window.— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) December 29, 2022 Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk í raðir PSG fyrr á þessu ári en hefur lítið fengið að spila síðan þá. Spurning er hvaða áhrif koma Lacasse gæti haft fyrir stöðu hennar hjá liðinu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Portúgalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Sjá meira