„Þetta var rosalegt, rosalegur leikur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2022 22:48 Maté Dalmay færir hlæjandi Norbertas Giga í sannleikann um eitthvað. vísir/hulda margrét Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur eftir að hans menn unnu lokaleik ársins í Subway-deild karla, gegn Breiðabliki, 106-108. „Þetta var rosalegt, rosalegur leikur. Þetta var leikur áhlaupa. Ef einhver ætlar að útskýra orðatiltækið að körfubolti sé leikur áhlaupa er fínt að sýna þennan leik. Það voru endalausar fimmtán stiga sveiflur,“ sagði Maté við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn illa og Maté tók meðal annars leikhlé eftir aðeins 32 sekúndur í 2. leikhluta og messaði yfir sínum mönnum. „Upp á síðkastið höfum við mætt í leiki og verið að dútla með hinu liðinu. Það gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði því þá skora þeir fjörutíu stig í andlitið á þér. Þess vegna tók ég þetta leikhlé, til að öskra mennina mína í gang sem vita kannski ekki alveg hvernig þetta Breiðabliks-apparat virkar. Þeir rifu sig í gang og þá aðallega tveir erlendir leikmenn,“ sagði Maté. Honum fannst sínir menn komast oftar í vörn og ná að stilla henni upp í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnir okkar betur þannig þeir gátu ekki keyrt endalaust á okkur. Mistökin í sókninni í fyrri hálfleik voru það mörg að þeir hlaupu endalaust á okkur,“ sagði Maté. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með ellefu sigra og fjögur töp líkt og Breiðablik og Njarðvík. Maté segir að nýliðarnir geti verið mátulega ánægðir með stöðuna en hann segir þá geta gert enn betur. „Við getum verið sáttir eftir þennan leik en við erum ekkert það sáttir heilt yfir. Við höfum ekkert verið frábærir og en það er gott að vera með sjö sigra og fjögur töp og hvorki ég né leikmenn eru sáttir,“ sagði Maté að lokum. Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
„Þetta var rosalegt, rosalegur leikur. Þetta var leikur áhlaupa. Ef einhver ætlar að útskýra orðatiltækið að körfubolti sé leikur áhlaupa er fínt að sýna þennan leik. Það voru endalausar fimmtán stiga sveiflur,“ sagði Maté við Vísi eftir leik. Haukar byrjuðu leikinn illa og Maté tók meðal annars leikhlé eftir aðeins 32 sekúndur í 2. leikhluta og messaði yfir sínum mönnum. „Upp á síðkastið höfum við mætt í leiki og verið að dútla með hinu liðinu. Það gengur ekkert að dútla með þessu Breiðabliksliði því þá skora þeir fjörutíu stig í andlitið á þér. Þess vegna tók ég þetta leikhlé, til að öskra mennina mína í gang sem vita kannski ekki alveg hvernig þetta Breiðabliks-apparat virkar. Þeir rifu sig í gang og þá aðallega tveir erlendir leikmenn,“ sagði Maté. Honum fannst sínir menn komast oftar í vörn og ná að stilla henni upp í seinni hálfleik. „Við kláruðum sóknirnir okkar betur þannig þeir gátu ekki keyrt endalaust á okkur. Mistökin í sókninni í fyrri hálfleik voru það mörg að þeir hlaupu endalaust á okkur,“ sagði Maté. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar með ellefu sigra og fjögur töp líkt og Breiðablik og Njarðvík. Maté segir að nýliðarnir geti verið mátulega ánægðir með stöðuna en hann segir þá geta gert enn betur. „Við getum verið sáttir eftir þennan leik en við erum ekkert það sáttir heilt yfir. Við höfum ekkert verið frábærir og en það er gott að vera með sjö sigra og fjögur töp og hvorki ég né leikmenn eru sáttir,“ sagði Maté að lokum.
Subway-deild karla Haukar Breiðablik Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum