Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022 Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 23:34 Alls voru 45 skotnir til bana á árinu 2021 í Svíþjóð. Árið 2022 létust 63 í slíkum árásum. EPA Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson. Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í dag að fjöldinn hafi farið í 63 eftir að ungur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan McDonald‘s-veitingastað í norðvesturhluta höfuðborgarinnar Stokkhólms á gamlársdag. Um er að ræða mikla fjölgun látinna í skotárásum frá árinu 2021 þegar skráð voru 45 slík dauðsföll í landinu. Á síðustu dögum ársins barst fjöldi tilkynninga um einstaka skotárásir og sprengjuárásir í Stokkhólmi. Fjölmiðlar hafa sagt frá því að árásirnar hafi flestar beinst að mönnum sem hafi komið að ýmist ráninu á eða morðinu á rapparanum Einár sem var skotinn til bana í Stokkhólmi síðla árs 2021. Einár var einn vinsælasti tónlistarmaður Svíþjóðar og þekktur fyrir að hafa tengsl við glæpasamtök í höfuðborginni. Honum var rænt árið 2020 og skotinn til bana í október 2021, viku áður en hann átti að bera vitni í málinu gegn þeim mönnum sem rændu honum ári fyrr. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stöðuna grafalvarlega.EPA Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í færslu á Facebook fyrr í dag að það sé illskiljanlegt að staðan sé þannig að 63 hafi verið skotnir til bana í landinu á einu ári. „Ekkert annað land, sem ekki á í stríði, glímir við þetta.“ Kristersson segir að til samanburðar megi nefna að í Finnlandi hafi tveir verið skotnir til bana á síðasta ári og í Danmörku og Noregi hafi þeir verið fjórir. Nauðsynlegt sé að grípa áfram til markvissra aðgerða til að stemma stigu við þessari þróun. „Þessir menn munu ekki hætta að skjóta hvern annan til bana fyrr en þeir einfaldlega geta það ekki lengur. Þar sem þeir verða læstir inni, þar sem lögreglunni hefur tekist að ná þeim og þar sem dómstólar hafa sakfellt þá,“ segir Kristersson.
Svíþjóð Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45 Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. 22. október 2021 10:45
Sænski rapparinn Yasin laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán Sænski rapparinn Yasin er nú laus úr fangelsi eftir að hafa skipulagt mannrán sem beindist gegn rapparanum Einár, sem nú er látinn. 28. desember 2021 13:51
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent