Fjölnir stóð uppi sem deildarmeistari með jafn mörg stig og Valur. Fjölnir átti hins vegar aldrei möguleika gegn Njarðvík í undanúrslitum. Í hinum undanúrslitaleiknum fór það svo að Haukar, liðið í 3. sæti, vann Val sem hafði endað í öðru sæti.
Úrslitarimman endaði í fimm leikja seríu þar sem Njarðvík hafði betur og batt enda á tíu ára bið eftir Íslandsmeistaratitli. Ekkert lið féll úr deildinni að þessu sinni.