Eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild en fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 22:43 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Bára Dröfn Það virtist ekki bjart yfir Ísak Mána Wium, þjálfara liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta, eftir að hans lið beið ósigur, í Ljónagryfjunni, fyrir Njarðvík með tuttugu og níu stiga mun, 103-74, fyrr í kvöld. Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum. Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Hann gat ekki neitað því að Njarðvíkingar hefðu á endanum rúllað yfir hans menn eftir að þeir höfðu náð að halda ágætlega í við Njarðvík fram að miðjum þriðja leikhluta. „Annan leikinn í röð erum við vondir sóknarlega í fjórða leikhluta. Svo líka bara er þetta erfitt. Við skjótum ágætlega í fyrri hálfleik og erum að fá effektív skot. Við skjótum illa í seinni hálfleik og setjum eitt þriggja stiga skot niður.“ Ísak bætti því við að þannig væri ekki hægt að vinna leiki en hans menn hefðu spilað vel sóknarlega í fyrri hálfleik og náð að halda sér inni í leiknum. „Við réðum illa við þá þótt mér hafi fundist þetta ágætt á köflum.“ Ósigurinn í kvöld var sá fjórði í röð hjá ÍR í deildinni og sá stærsti í þessari yfirstandandi taphrinu. Ísak var spurður hvort hann sæi einhverjar leiðir til að bæta leik liðsins og auka þannig sigurmöguleika þess í þeim leikjum sem framundan eru. „Ef ég myndi ekki sjá það þá væri ég ekki í þessu starfi, held ég. Ég held að við séum með ákveðnar leiðir sem við byrjuðum að vinna í eftir síðasta leik sem var okkur mjög vondur. Nú fáum við tveggja vikna „breik“. Enn eitt tveggja vikna „breikið“ til að slípa okkur betur saman og koma betur út eftir svona.“ Ísak hrósaði Njarðvíkingum fyrir frammistöðuna. Hann sagði að Njarðvík hefði spilað frábæran körfubolta og tiltók sérstaklega Dedrick Basile sem ÍR-ingar hefðu átt í miklu basli með. „Þeir hlaupa þessi „pick and roll“ og eru með skotmenn út um allt. Benni er að gera helvíti vel með Njarðvík.“ Með hverju tapinu færist ÍR fjær úrslitakeppninni og nær fallbáráttunni. Ísak var þó alls ekki tilbúinn að gefa úrslitakeppnina upp á bátinn. „Hver leikur skiptir bara svo miklu máli í þessari deild. Um leið og eitthvað lið kemst á „run“ þá getum við horft upp fyrir okkur. Ef lið fer á tap „run“ þá verður maður að horfa niður fyrir sig. Auðvitað vitum við af liðunum fyrir neðan okkur og vitum líka af liðunum fyrir ofan okkur. Það er bara undir okkur komið hvar við ætlum að vera. Við breytum ekki markmiðinu eftir hálft tímabil sem var alltaf sett á úrslitakeppnina.“ Næsti leikur ÍR er eftir tvær vikur, þar sem liðið er dottið út úr VÍS bikarnum, og með ummælum sínum um enn eitt tveggja vikna fríið virtist Ísak gefa til kynna að hann væri ekki alveg sáttur við hvernig leikjadagskrá Subway deildarinnar væri skipulögð. Hann var spurður hvort það væri ekki ágætt að fá þó þetta langt frí til að vinna í að bæta leik liðsins. „Djöfull er ég ánægður með þessa spurningu. Við spilum milli jóla og nýárs eftir tveggja vikna frí. Mönnum er haldið hérna á landinu eftir eitthvað tveggja vikna frí. Jú, jú það er okkur að kenna að vera í þessu tveggja vikna fríi af því við erum ekki í bikarnum. Ég vil bara fá fleiri leiki í þessari deild. Menn eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild þó að fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins. Aðeins fleiri leiki takk.“ Fréttamanni Vísis lék forvitni á að vita hvaða fréttir Ísak væri að vísa í. Velta má til dæmis fyrir sér hvort hann hafi haft umdeild félagaskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna í huga. Svarið var það sem oft má heyra úr ranni þeirra sem vilja ekki ræða málin frekar. „No comment,“ sagði Ísak Máni Wium þjálfari liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta að lokum.
Subway-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - ÍR 103-74 | Öruggur sigur heimamanna Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. 5. janúar 2023 20:59