Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2023 12:00 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segir mikla mengun í borginni mjög alvarlegt vandamál. Vísir Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum