Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 75-84 | Keflvíkingar sterkari í síaðri hálfleik Arnar Skúli Atlason skrifar 6. janúar 2023 23:13 Dominykas Milka skoraði 13 stig fyrir Keflvíkinga í kvöld. Visir/ Diego Keflavík vann sterkan níu stiga sigur er liðið heimsótti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-84, en eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik reyndust gestirnir sterkari eftir hlé. Fyrsti leikhluti var jafn og til að byrja með og skiptust liðin á körfum. Drungilas var þar fremstur í farabroddi í liði Stólana og Dominykas Milka leiddi línu Keflavíkur, Leikhlutinn var jafn en í stöðunni 13-13, fer Tindastóll á 7 stiga sprett sem Keflavík jafnaði út áður en leikhlutanum lauk og skoraði 8 stig í röð en staðan eftir fyrsta leikhluta 22-21 Stólunum í vil. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á körfum til að byrja með, en mikið jafnræði var með liðinum og annað liðið ekki líklegra en hitt að stinga af með einhverjum sprett, Halldór Garðar var drjúgur fyrir Keflavík fyrrhluta leikhlutans og Okeke sá um stigaskorið fyrir Keflavík seinnihlutan í fjórðungnum. Hjá Tindastól voru þetta Zoran og Keyshawn sem drógu vagninn fyrir stólana. En þegar tíminn leið og flautað var til hálfleiks leiddi Tindastóll 45-43. Þriðji leikhluti byrjaði svipað og fyrstileikhlutinn, liðin voru að skiptast á körfum en einnig voru mikið um tapaða bolta í fyrri hluta leikhlutans en jafnt var á öllum tölum, en í stöðunni 49-53 Keflavík skildu leiðir og Igor Maric tók yfir hann setti 3 þrista og fékk hjálp frá Ólafi Inga og saman kafsigldu Stólunum út leikhlutan og staðan þegar leikhlutinn kláraðist var 56-65 fyrir Keflavík. Í fjórða leikhluta voru Keflavík sterkari aðilinni og réðu ferðinni, með Igor sjóðandi heitan leiddu Keflavík með 14 stigum þegar 4 mínútur lifðu leiks, en Tindastóll náði að klóra aðeins í bakkann en það var ekki nóg og 9 stiga sigur Keflavíkur því staðreynd í Síkinu í kvöld. Af hverju vann Keflavík? Þeir hittu betur en Tindastóll og náðu að stoppa lið þá í sínum aðgerðum. Keflavíkur liðið er greinilega vel stillt, en það vantaði Jaka Brodnik hjá þeim í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Igor Maric datt í gírinn og hann bjó til muninn sem skildi liðin að. Góð liðsvinna varnarlega einnig Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna og arfaslök þriggja stiganýting varð þeim að falli í dag. Hvað gerist næst? Stólarnir fara í heimsókn til ÍR-inga þann 19 Janúar en Keflavík fær Stjörnunan í heimsókn þann 20 Janúar Vladimir: Erum að missa tækifærin í þessum leikjum Vladimir Anzulovic ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Keflavík voru ákveðnari, sérstaklega í seinni hálfleik, við klikkuðum mörgum opnum skotum eins og í seinasta leik, við erum að missa tækifærin í þessum leikjum sem eru galopinn, þessi leikur hefði átt að vinnast sem liðssigur, ekki sem einstaklingar, við þurfum að spila liðsbolta, við eigum 14 daga frí núna og ætlum að nota það“ Aðspurður hvort væri líklegt að þeir myndu breyta liðinu sagði Vladimir að þeir myndu klárlega skoða það Hjalti: Sýndum varnarleik sem við gerðum ekki í seinasta leik Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Visir/ Diego „Orka og Control og við hlupum völlinn vel, Maður leggur alltaf upp með að koma í veg fyrir þeirra þægilegu stöður og við gerðum ágætlega í því og hérna sýndum varnarleik sem við gerðum ekki í seinasta leik, ég var mjög stoltur af strákunum og héldum control og kláruðum leikinn“ Subway-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Keflavík vann sterkan níu stiga sigur er liðið heimsótti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-84, en eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik reyndust gestirnir sterkari eftir hlé. Fyrsti leikhluti var jafn og til að byrja með og skiptust liðin á körfum. Drungilas var þar fremstur í farabroddi í liði Stólana og Dominykas Milka leiddi línu Keflavíkur, Leikhlutinn var jafn en í stöðunni 13-13, fer Tindastóll á 7 stiga sprett sem Keflavík jafnaði út áður en leikhlutanum lauk og skoraði 8 stig í röð en staðan eftir fyrsta leikhluta 22-21 Stólunum í vil. Í öðrum leikhluta skiptust liðin á körfum til að byrja með, en mikið jafnræði var með liðinum og annað liðið ekki líklegra en hitt að stinga af með einhverjum sprett, Halldór Garðar var drjúgur fyrir Keflavík fyrrhluta leikhlutans og Okeke sá um stigaskorið fyrir Keflavík seinnihlutan í fjórðungnum. Hjá Tindastól voru þetta Zoran og Keyshawn sem drógu vagninn fyrir stólana. En þegar tíminn leið og flautað var til hálfleiks leiddi Tindastóll 45-43. Þriðji leikhluti byrjaði svipað og fyrstileikhlutinn, liðin voru að skiptast á körfum en einnig voru mikið um tapaða bolta í fyrri hluta leikhlutans en jafnt var á öllum tölum, en í stöðunni 49-53 Keflavík skildu leiðir og Igor Maric tók yfir hann setti 3 þrista og fékk hjálp frá Ólafi Inga og saman kafsigldu Stólunum út leikhlutan og staðan þegar leikhlutinn kláraðist var 56-65 fyrir Keflavík. Í fjórða leikhluta voru Keflavík sterkari aðilinni og réðu ferðinni, með Igor sjóðandi heitan leiddu Keflavík með 14 stigum þegar 4 mínútur lifðu leiks, en Tindastóll náði að klóra aðeins í bakkann en það var ekki nóg og 9 stiga sigur Keflavíkur því staðreynd í Síkinu í kvöld. Af hverju vann Keflavík? Þeir hittu betur en Tindastóll og náðu að stoppa lið þá í sínum aðgerðum. Keflavíkur liðið er greinilega vel stillt, en það vantaði Jaka Brodnik hjá þeim í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Igor Maric datt í gírinn og hann bjó til muninn sem skildi liðin að. Góð liðsvinna varnarlega einnig Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna og arfaslök þriggja stiganýting varð þeim að falli í dag. Hvað gerist næst? Stólarnir fara í heimsókn til ÍR-inga þann 19 Janúar en Keflavík fær Stjörnunan í heimsókn þann 20 Janúar Vladimir: Erum að missa tækifærin í þessum leikjum Vladimir Anzulovic ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Keflavík voru ákveðnari, sérstaklega í seinni hálfleik, við klikkuðum mörgum opnum skotum eins og í seinasta leik, við erum að missa tækifærin í þessum leikjum sem eru galopinn, þessi leikur hefði átt að vinnast sem liðssigur, ekki sem einstaklingar, við þurfum að spila liðsbolta, við eigum 14 daga frí núna og ætlum að nota það“ Aðspurður hvort væri líklegt að þeir myndu breyta liðinu sagði Vladimir að þeir myndu klárlega skoða það Hjalti: Sýndum varnarleik sem við gerðum ekki í seinasta leik Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Visir/ Diego „Orka og Control og við hlupum völlinn vel, Maður leggur alltaf upp með að koma í veg fyrir þeirra þægilegu stöður og við gerðum ágætlega í því og hérna sýndum varnarleik sem við gerðum ekki í seinasta leik, ég var mjög stoltur af strákunum og héldum control og kláruðum leikinn“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum