„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 23:00 Darri Freyr Atlason hélt langa ræðu um hringavitleysuna í kringum Stjörnuna og Ahmad Gilbert. Vísir/Stöð 2 Sport Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna. „Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
„Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira