„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þeir þýsku unnu leik sunnudagsins eftir sigur Íslands á laugardeginum. Getty Images Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig. Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“ Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Ísland tapaði síðari leiknum við Þýskaland ytra með tveggja marka mun eftir að hafa unnið þann fyrri með eins marks mun deginum áður. Þar bar á ákveðnum veikleikum í vörn liðsins. „Mér fannst þetta þokkalegir leikir. Maður þarf að muna að þetta eru bara æfingaleikir. En þeir sýndu okkur ýmislegt, þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur en samt, við sýndum ákveðinn karakter að vinna einn. Ég er bara á sama stað og ég var fyrir helgina varðandi væntingarnar fyrir mótið,“ segir Ásgeir Örn. Hvar liggja þessir veikleikar sem Ásgeir nefnir? „Við fáum á okkur allt of mikið af auðveldum mörkum í stöðusóknum. Það er svolítið áhyggjuefni og við fáum lélega markvörslu líka. En svo samt kom þetta, það þarf rosalega lítið til að við náum nokkurra mínútna kafla í fyrri leiknum þar sem Bjöggi er frábær og vörnin kemur,“ „Þá fer þetta að rúlla og við helvíti flottir,“ segir Ásgeir Örn. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka.Vísir/Diego En hvað var þá aftur á móti jákvætt í leikjunum? „Mér finnst sóknarlega, er hægri vængurinn í þessum tveimur leikjum frábær. Við erum með tvö sett af leikmönnum þar sem geta tekið leikina hálfgert yfir. Mér fannst það virkilega sterkt og gaman að sjá það.“ segir Ásgeir Örn. Allt hægt en mega ekki fara fram úr sér Þrátt fyrir vandræðaganginn vannst fyrri leikurinn og munurinn lítill í þeim síðari. Ásgeir segir því enga breytingu á þeim kröfum sem gera má til íslenska liðsins. „Maður þarf alltaf passa sig aðeins í þessu. Ég held að algjör lágmarkskrafa fyrir okkur að komast inn í 8-liða úrslitin. Leiðin þangað er alveg gerleg. Þetta snýst allt um að vinna þessa tvo fyrstu leiki og eftir það liggur þetta nokkuð vel fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á okkur og vita að við erum með frábært lið. En samt má ekki fara að horfa á einhverjar gullmedalíur út um allt,“
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira