Lögreglumanni dæmdar bætur vegna slyss á valdbeitingarnámskeiði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. janúar 2023 16:52 Maðurinn var við kennslu á valdbeitingarnámskeiði fyrir lögreglumenn. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða tæpar 8,8 milljónir króna í bætur til lögreglumanns sem varð fyrir vinnuslysi. Umrætt slys átti sér stað í janúar 2020 þegar maðurinn starfaði við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiði á vegum ríkislögreglustjóra. Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Fram kemur í dómnum að slysið hafi átt sér stað þegar maðurinn, stefnandinn í málinu, var að sýna lögreglumönnum tiltekna aðferð við neyðarvörn. Maðurinn lýsti aðstæðum í æfingum á valdbeitingarnámskeiði lögreglumanna þannig að veitt væri viss tegund af mótspyrnu til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum, en mótaðilinn veitti þó ekki fulla mótspyrnu, til að varna því að þátttakendur meiddust. Með varanlega örorku Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi kvaðst lögreglumaðurinn hafa fengið slink á háls og höfuð og fundið mikinn verk og straum niður eftir vinstri handlegg en haldið áfram kennslu. Sagði hann slysið hafa átt sér stað á föstudegi og hann hefði fundið áfram til verkja yfir helgina. Lýsti hann afleiðingum slyssins þannig að hann væri alltaf með skerta tilfinningu í vísifingri og að fingurgómurinn truflaði hann við notkun á skammbyssu með vinstri hendi. Þá sagðist hann vera tvisvar í mánuði hjá sjúkraþjálfara. Tók hann fram að bardagaíþróttir hefðu fram þessu verið stór hluti af lífi hans en afleiðingarnar af slysinu væru þær að hann væri hættur að fara í venjulega glímutíma og að glíma við mótspyrnu. Lögreglumaðurinn byggði bótakröfu sína á því að samkvæmt hinni hlutlægu ábyrgð sem getið er í lögreglulögum er íslenska ríkið skaðabótaskylt vegna alls líkamstjóns sem lögreglumenn verða fyrir í vinnutíma, án tillits til sakar. Lögreglumaðurinn lagði matgerð læknis frá 30. apríl 2022 fyrir dóminn. Í niðurstöðu matsgerðarinnar kemur fram að varanlegur miski hans var metinn sjö stig og þá var varanleg örorka hans metin fimm prósent. Íslenska ríkið byggði sýknukröfu sína á því að ekki hefði verið færð fram sönnun fyrir því að lögreglumaðurinn hefði orðið fyrir slysi umræddan dag með þeim hætti sem lýst var í stefnu. Ríkið hafnaði því skaðabótakröfu mannsins á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá því föstu að ætlað líkamstjón hans væri tilkomið vegna atvika á fyrrnefndu valdbeitingarnámskeiði. Þá taldi ríkið að ekki lægi fyrir fullnægjandi sönnun um að atvikið hefði átt sér stað umræddan dag, engin vitni hafi verið að atvikinu og þá hafi maðurinn ekki leitað til læknis fyrr en fimm dögum eftir að það átti sér stað. Þá var bent á að yfirlýsingar mannsins voru gefnar löngu eftir atvikið og lýstu ekki atvikinu sjálfu. 1,2 milljónir í málskostnað Samkvæmt ákvæði í kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs eiga lögreglumenn rétt á skaðabótum úr hendi ríkisins fyrir meiðsl og tjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Var það niðurstaða dómsins að lögreglumaðurinn hafi verið að sinna starfi sínu í skilningi lögreglulaga þegar hann var við þjálfun lögreglumanna á valdbeitingarnámskeiðinu. Þá leit dómurinn einnig til vitnisburðar samstarfsmanns lögreglumannsins um að lögreglumaðurinn hefði kennt sér meins á æfingunni og leitað aðstoðar hans í kjölfarið. Þá var einnig litið til þess að maðurinn leitaði til læknis fimm dögum eftir atvikið samkvæmt tilvísun sjúkraþjálfara. Auk skaðabótagreiðslu var íslenska ríkinu gert að greiða lögreglumanninum tæpar 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“