„Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 17:45 Stepen Curry og félagar eiga titil að verja. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors, ríkjandi meistarar NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú tapað tveimur leikjum í röð gegn heldur slökum mótherjum og situr 6. sæti Vesturdeildar. Farið verður yfir stöðu mála hjá Stephen Curry og félögum í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Hann er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 22.00. Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Dramatískar kvikmyndir af bestu gerð bjóða ekki upp á jafn mikið drama né sveiflur líkt og Warriors hafa á þessari leiktíð. Draymond Green rotaði liðsfélaga sinn Jordan Poole í upphafi tímabils. Það lagði grunninn að allskyns vandræðum. Andrew Wiggins hefur aðeins spilað rúmlega helming leikjanna á þessu tímabili og þá hefur Curry misst af 14 af 40 leikjum til þessa. „Ég veit að Sigurður [Orri Kristjánsson] hefur talað mikið um deildarkeppnina og það fer í taugarnar á þér hvernig Los Angeles Clippers hefur kastað frá sér deildarkeppninni, Golden State Warriors er alls ekki búið að gera það. Það er búið að „suffer-a“ (í. þjást) eins og Arnar Gunnlaugsson myndi segja. Það yrði galið ef liðið sem byrjaði tímabilið svona myndi enda sem meistari,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjóranndi, um stöðu mála hjá meistaraliði Golden State. „Nákvæmlega, alveg sama þó þeir séu ríkjandi meistarar þá finnst manni pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið. Með alla heila er þetta fáránlega vel mannað lið og fyrstu níu ótrúlega góðir,“ svaraði Sigurður Orri. „Og þekkingin á stóru stundinni er svo ofboðslega mikilvæg,“ skaut Kjartan Atli inn í áður en Sigurður Orri hélt áfram. „Svo er það þessi gaur [Stephen Curry] sem á flestum kvöldum er besti maðurinn á vellinum. Ef þú ert með besta gaurinn ertu alltaf í stöðu til að allavega gera tilkall til að vinna. Mörgum finnst gaman að kynna til leiks nýjar stjörnur og stórar frammistöður en svo minna svona kallar eins og hann á sig þegar það skipti máli.“ Klippa: Lögmál leiksins: Pínu fáránlegt hversu skringilega þeir byrjuðu tímabilið Lögmál leiksins hefst klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli