Tröll og forynjur Bjarni Karlsson skrifar 10. janúar 2023 07:00 Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. Það er hluti af traustu uppeldi að kynna nýja kynslóð fyrir slíku efni. Tröllið táknar það sem skelfir okkur innst og dýpst. Þess vegna á hvert byggðarlag sína trölladranga með æsilegum sögum af óvættum sem þvælst hafa úti og valdið usla. Setjum orð á ótta okkar segja þessar sagnir. Ef þú festir heimskort upp á vegg, kastaðir svo pílu í kortið þar til hún lenti einhversstaðar í mannabyggð, fengir þér síðan far með flugvél og varpaðir þér í fallhlíf niður á ákvörðunarstaðinn og spyrðir fyrsta tólf ára barn sem þú rækist á: Hvað verður um tröllið eða forynjuna sem fer út úr fylgsni sínu einhverra erinda en lendir í töfum uns sólin rís? Tröllið verður að steini, myndi barnið samstundis svara. Þegar Edda Falak er rigguð upp í gerfi tröllkonu og Heimir Hallgríms er orðinn að Araba-risa þá er vitaskuld verið að vinna með gömul þemu; taka það sem við óttumst, mála það upp og fífla það svo að það hætti að vera hættulegt en verði að steini. Sterkar konur og framandi menningarheimar eru og hafa alltaf verið kvíðavaldur og með því að tengja það þekktum persónum verður það sem maður óttast allt í senn nálægt, skiljanlegt og hlægilegt svo manni léttir ögn. En þótt eitthvað sé hlægilegt er ekki víst að það sé fyndið. Og þegar betur er að gáð sjáum við að það er ekkert fyndið að taka Eddu Falak, uppnefna hana Flak og gera hana að tröllkonu því það getur stutt við hugmyndina um ofbeldi sem aðferð í glímunni við óttann. Gott að á það var bent. Þótt sumt geti þótt hlægilegt er það ekki endilega fyndið. Þann greinarmun þurfum við að þekkja ef við viljum vera fallegt og öruggt samfélag. En hér megum við ekki staðnæmast því vandinn verður ekki leystur með því að finna nýtt nafn á tröllið og kalla það ÍBV. Sagan af tröllinu sem verður að steini þegar sólin skín kennir okkur að þegar við felum hvorki skítinn og skömmina inni í helli sálarinnar né útvistum angist okkar yfir í önnur sálarlíf með tröllshætti heldur látum tilfinningar okkar óhrædd í ljósi þá verður allt í lagi. Þegar sólin skín á tröllið verður það bara að kunnuglegu kennileiti í umhverfinu. Ekkert meira. Nú hefur sólin skinið á tröllið. Það þarf enginn að bera skömm sem kann að bera ábyrgð. Ég bjó árum saman á Heimaey einmitt þegar börnin mín voru ung. Þar kynntist ég raungóðu og heilsteyptu samfélagi sem ber virðingu fyrir fólki og náttúru. Tvö barnabarna minna voru einmitt á Hásteinsvelli núna síðast og þessi orð eru skrifuð undir áhrifum skýlausrar hrifningar í þriggja og sex ára augum segjandi sögur af tröllum og forynjum. Skelfing megum við vera þakklát því dugandi fólki sem nennir að standa í þessu þrettánda-veseni ár eftir ár og lætur aldrei deigan síga þannig að við hin getum gengið að gleðinni vísri. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Eitt af mörgu góðu við Eyjamenn er sú einbeitta leikgleði sem ríkir í samfélagi þeirra. Á Heimaey tekur fólk gleðina föstum tökum og veit sem er að án leiks er ekkert líf. Frá alda öðli hefur mannskepnan gert sér leik að tröllum og forynjum og sögur af óvættum gegna mikilvægu hlutverki hvarvetna á byggðu bóli. Það er hluti af traustu uppeldi að kynna nýja kynslóð fyrir slíku efni. Tröllið táknar það sem skelfir okkur innst og dýpst. Þess vegna á hvert byggðarlag sína trölladranga með æsilegum sögum af óvættum sem þvælst hafa úti og valdið usla. Setjum orð á ótta okkar segja þessar sagnir. Ef þú festir heimskort upp á vegg, kastaðir svo pílu í kortið þar til hún lenti einhversstaðar í mannabyggð, fengir þér síðan far með flugvél og varpaðir þér í fallhlíf niður á ákvörðunarstaðinn og spyrðir fyrsta tólf ára barn sem þú rækist á: Hvað verður um tröllið eða forynjuna sem fer út úr fylgsni sínu einhverra erinda en lendir í töfum uns sólin rís? Tröllið verður að steini, myndi barnið samstundis svara. Þegar Edda Falak er rigguð upp í gerfi tröllkonu og Heimir Hallgríms er orðinn að Araba-risa þá er vitaskuld verið að vinna með gömul þemu; taka það sem við óttumst, mála það upp og fífla það svo að það hætti að vera hættulegt en verði að steini. Sterkar konur og framandi menningarheimar eru og hafa alltaf verið kvíðavaldur og með því að tengja það þekktum persónum verður það sem maður óttast allt í senn nálægt, skiljanlegt og hlægilegt svo manni léttir ögn. En þótt eitthvað sé hlægilegt er ekki víst að það sé fyndið. Og þegar betur er að gáð sjáum við að það er ekkert fyndið að taka Eddu Falak, uppnefna hana Flak og gera hana að tröllkonu því það getur stutt við hugmyndina um ofbeldi sem aðferð í glímunni við óttann. Gott að á það var bent. Þótt sumt geti þótt hlægilegt er það ekki endilega fyndið. Þann greinarmun þurfum við að þekkja ef við viljum vera fallegt og öruggt samfélag. En hér megum við ekki staðnæmast því vandinn verður ekki leystur með því að finna nýtt nafn á tröllið og kalla það ÍBV. Sagan af tröllinu sem verður að steini þegar sólin skín kennir okkur að þegar við felum hvorki skítinn og skömmina inni í helli sálarinnar né útvistum angist okkar yfir í önnur sálarlíf með tröllshætti heldur látum tilfinningar okkar óhrædd í ljósi þá verður allt í lagi. Þegar sólin skín á tröllið verður það bara að kunnuglegu kennileiti í umhverfinu. Ekkert meira. Nú hefur sólin skinið á tröllið. Það þarf enginn að bera skömm sem kann að bera ábyrgð. Ég bjó árum saman á Heimaey einmitt þegar börnin mín voru ung. Þar kynntist ég raungóðu og heilsteyptu samfélagi sem ber virðingu fyrir fólki og náttúru. Tvö barnabarna minna voru einmitt á Hásteinsvelli núna síðast og þessi orð eru skrifuð undir áhrifum skýlausrar hrifningar í þriggja og sex ára augum segjandi sögur af tröllum og forynjum. Skelfing megum við vera þakklát því dugandi fólki sem nennir að standa í þessu þrettánda-veseni ár eftir ár og lætur aldrei deigan síga þannig að við hin getum gengið að gleðinni vísri. Höfundur er prestur.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun