Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 89-83 | Stjarnan í bikarúrslit fimmta árið í röð Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2023 19:00 Það er hart barist í leiknum í Laugardalshöll. Vísir/Bára Dröfn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 89-83 sigur á Keflavík í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan mætir annað hvort Val eða Hetti í úrslitum. Stjarnan byrjaði betur í dag en Keflvíkingar voru fljótir að ná áttum. Eftir að Stjarnan hafði mest náð níu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, þá tókst Keflavík að ná því niður í tvö stig fyrir annan leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði flautukörfu þegar fyrsti leikhluti klárðist en það reyndust vera einu þrjú stig hans í leiknum. Dagur Kár Jónsson skoraði 13 stig fyrir Stjörnuna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Keflavík tók frumkvæðið í öðrum leikhluta og var það aðallega í gegnum Igor Maric sem hitti úr hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru. Hann var sjóðandi heitur; tók fimm skot fyrir utan og hitti úr þeim öllum. Dominykas Milka var einnig öflugur og sáu þeir til þess að Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 45-43. Jafnræði var með liðunum í upphafi þriðja leikhluta og skiptust þau á að taka forystuna. En undir lok leikhluta náði Stjarnan mjög góðu áhlaupi og komst átta stigum yfir. Júlíus Orri Stefánsson skoraði fimm mikilvæg stig undir lokin á leikhlutanum og breytti muninum úr þremur stigum í átta. Niles Gutenius reynir að finna sér leið að körfunni.Vísir/Bára Dröfn Stjarnan gaf ekkert eftir í byrjun fjórða leikhluta, þeir slökuðu ekkert á. Á meðan gátu Keflvíkingar ekkert sóknarlega. Þeir skoruðu tvö stig á rúmlega fjórum mínútum í fjórða leikhlutanum; eitthvað sem þeir máttu ekki við. Forystan varð mest sextán stig í fjórða leikhlutanum og það bil náðu Keflvíkingar aldrei að brúa þrátt fyrir ágætt áhlaup undir lokin. Lokatölur 89-83 og Stjarnan því komin í úrslitaleikinn á laugardaginn. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn fóru vel með sín tækifæri þegar þeir fengu þau. Áhlaupið undir lok þriðja leikhluta slökkti í Keflvíkingum og færði allan meðbyr yfir á Garðbæinga. Þeir tóku það svo með sér inn í fjórða leikhlutann þar sem þeim tókst að lokum að landa frábærum sigri. Adama Darboe setti niður mikilvæg skot af vítalínunni undir lok leiksins.Vísir/Bára Dröfn Bikarhefðin er mikil hjá Stjörnunni. Sama hvernig liðið er, þá er það alltaf til alls líklegt í bikarnum. Það hlýtur að fara eitthvað í vatninu þarna. Hverjir stóðu upp úr? Stjarnan fékk framlag frá öllum þeim leikmönnum sem spiluðu í dag. Þetta var mikill sigur liðsheildarinnar. Júlíus Orri var gríðarlega mikilvægur fyrir Stjörnuliðið og skoraði 15 stig. Þrír nýju leikmenn liðsins voru gífurlega góðir, allir þrír. Ahmad James Gilbert, sem er á láni frá Hrunamönnum, átti mun betri leik en gegn Val. Hann var +17 þegar hann var inn á vellinum, en enginn annar leikmaður skilaði eins góðri +/- tölfræði í þessum leik. Það var hart barist í Laugardalshöllinni.Vísir/Bára Dröfn Hjá Keflavík var Milka langbestur með 29 stig og tólf fráköst. Maric skoraði 15 stig í fyrri hálfleik en gerði aðeins þrjú stig í seinni hálfleik. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru mjög góðir og hjálpuðu sínu liði að landa sigrinum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflvíkinga var afleitur undir lok þriðja leikhluta og í fyrstu fjórar, fimm mínúturnar í fjórða. Það hafði mikil áhrif; gaf Stjörnumönnum færi á að stiga af - sem þeir gerðu. Á meðan Stjarnan var að fá framlag frá öllum, þá voru það eiginlega bara þrír leikmenn sem sáu um stigaskorun fyrir Keflavík. Það vantaði framlag frá fleirum. Það kviknaði ekki á Eric Ayala fyrr en seint og þá skoruðu Hörður Axel og Valur Orri Valsson fjögur stig saman. Ekki nægilega gott. Hvað næst? Stjarnan kemur aftur í Laugardalshöllina á laugardaginn og eru bara ansi líklegir, sama hvort þeir spili á móti Val eða Hetti. Það er ekkert lið sem elskar bikarinn meira um þessar mundir en karlalið Stjörnunnar. Hörður Axel: „Ég er drullusvekktur og drullufúll“ Hörður Axel Vilhjálmsson er fyrirliði Keflavíkur og er hér í baráttu við Dag Kár Jónsson.Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, reynsluboltinn í liði Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Ég er drullusvekktur og drullufúll. Við vorum ekki nógu beittir og ekki nógu góðir. Að sama skapi spilaði Stjarnan virkilega vel og þeim ber að hrósa, en við eigum að gera betur,“ sagði Hörður Axel eftir leik. Leikurinn var frekar jafn alveg þangað til í lok þriðja leikhluta þar sem Stjarnan stingur af og býr til gott forskot. Hvað gerist á þeim kafla? Dominykas Milka í leiknum í dag.Vísir/Bára Dröfn „Þeir hittu vel. Sóknarlega á móti vorum við að flýta okkur of mikið og þeir fengu boltann oft strax aftur. Þeir fundu góð skot og settu þau niður. Þannig grófum við okkur í holu sem var of stór.“ Þetta er gott dæmi um það geti allt gerst í bikarnum; Keflavík er í öðru sæti Subway-deildarinnar og Stjarnan er í áttunda. „Já, algjörlega. Þetta er bara einn leikur. Þessi deild er þannig að það geta allir unnið alla, en mér fannst við eiga að vinna þennan leik.“ Aðspurður hvort tapið muni sitja í liðinu fyrir framhaldið í deildinni, þá sagði Hörður Axel: „Nei, það er önnur keppni.“ VÍS-bikarinn Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig. 11. janúar 2023 20:29
Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaleik VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 89-83 sigur á Keflavík í Laugardalshöll í kvöld. Stjarnan mætir annað hvort Val eða Hetti í úrslitum. Stjarnan byrjaði betur í dag en Keflvíkingar voru fljótir að ná áttum. Eftir að Stjarnan hafði mest náð níu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, þá tókst Keflavík að ná því niður í tvö stig fyrir annan leikhluta. Hörður Axel Vilhjálmsson gerði flautukörfu þegar fyrsti leikhluti klárðist en það reyndust vera einu þrjú stig hans í leiknum. Dagur Kár Jónsson skoraði 13 stig fyrir Stjörnuna í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Keflavík tók frumkvæðið í öðrum leikhluta og var það aðallega í gegnum Igor Maric sem hitti úr hverju þriggja stiga skotinu á fætur öðru. Hann var sjóðandi heitur; tók fimm skot fyrir utan og hitti úr þeim öllum. Dominykas Milka var einnig öflugur og sáu þeir til þess að Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 45-43. Jafnræði var með liðunum í upphafi þriðja leikhluta og skiptust þau á að taka forystuna. En undir lok leikhluta náði Stjarnan mjög góðu áhlaupi og komst átta stigum yfir. Júlíus Orri Stefánsson skoraði fimm mikilvæg stig undir lokin á leikhlutanum og breytti muninum úr þremur stigum í átta. Niles Gutenius reynir að finna sér leið að körfunni.Vísir/Bára Dröfn Stjarnan gaf ekkert eftir í byrjun fjórða leikhluta, þeir slökuðu ekkert á. Á meðan gátu Keflvíkingar ekkert sóknarlega. Þeir skoruðu tvö stig á rúmlega fjórum mínútum í fjórða leikhlutanum; eitthvað sem þeir máttu ekki við. Forystan varð mest sextán stig í fjórða leikhlutanum og það bil náðu Keflvíkingar aldrei að brúa þrátt fyrir ágætt áhlaup undir lokin. Lokatölur 89-83 og Stjarnan því komin í úrslitaleikinn á laugardaginn. Af hverju vann Stjarnan? Stjörnumenn fóru vel með sín tækifæri þegar þeir fengu þau. Áhlaupið undir lok þriðja leikhluta slökkti í Keflvíkingum og færði allan meðbyr yfir á Garðbæinga. Þeir tóku það svo með sér inn í fjórða leikhlutann þar sem þeim tókst að lokum að landa frábærum sigri. Adama Darboe setti niður mikilvæg skot af vítalínunni undir lok leiksins.Vísir/Bára Dröfn Bikarhefðin er mikil hjá Stjörnunni. Sama hvernig liðið er, þá er það alltaf til alls líklegt í bikarnum. Það hlýtur að fara eitthvað í vatninu þarna. Hverjir stóðu upp úr? Stjarnan fékk framlag frá öllum þeim leikmönnum sem spiluðu í dag. Þetta var mikill sigur liðsheildarinnar. Júlíus Orri var gríðarlega mikilvægur fyrir Stjörnuliðið og skoraði 15 stig. Þrír nýju leikmenn liðsins voru gífurlega góðir, allir þrír. Ahmad James Gilbert, sem er á láni frá Hrunamönnum, átti mun betri leik en gegn Val. Hann var +17 þegar hann var inn á vellinum, en enginn annar leikmaður skilaði eins góðri +/- tölfræði í þessum leik. Það var hart barist í Laugardalshöllinni.Vísir/Bára Dröfn Hjá Keflavík var Milka langbestur með 29 stig og tólf fráköst. Maric skoraði 15 stig í fyrri hálfleik en gerði aðeins þrjú stig í seinni hálfleik. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru mjög góðir og hjálpuðu sínu liði að landa sigrinum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflvíkinga var afleitur undir lok þriðja leikhluta og í fyrstu fjórar, fimm mínúturnar í fjórða. Það hafði mikil áhrif; gaf Stjörnumönnum færi á að stiga af - sem þeir gerðu. Á meðan Stjarnan var að fá framlag frá öllum, þá voru það eiginlega bara þrír leikmenn sem sáu um stigaskorun fyrir Keflavík. Það vantaði framlag frá fleirum. Það kviknaði ekki á Eric Ayala fyrr en seint og þá skoruðu Hörður Axel og Valur Orri Valsson fjögur stig saman. Ekki nægilega gott. Hvað næst? Stjarnan kemur aftur í Laugardalshöllina á laugardaginn og eru bara ansi líklegir, sama hvort þeir spili á móti Val eða Hetti. Það er ekkert lið sem elskar bikarinn meira um þessar mundir en karlalið Stjörnunnar. Hörður Axel: „Ég er drullusvekktur og drullufúll“ Hörður Axel Vilhjálmsson er fyrirliði Keflavíkur og er hér í baráttu við Dag Kár Jónsson.Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, reynsluboltinn í liði Keflavíkur, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Ég er drullusvekktur og drullufúll. Við vorum ekki nógu beittir og ekki nógu góðir. Að sama skapi spilaði Stjarnan virkilega vel og þeim ber að hrósa, en við eigum að gera betur,“ sagði Hörður Axel eftir leik. Leikurinn var frekar jafn alveg þangað til í lok þriðja leikhluta þar sem Stjarnan stingur af og býr til gott forskot. Hvað gerist á þeim kafla? Dominykas Milka í leiknum í dag.Vísir/Bára Dröfn „Þeir hittu vel. Sóknarlega á móti vorum við að flýta okkur of mikið og þeir fengu boltann oft strax aftur. Þeir fundu góð skot og settu þau niður. Þannig grófum við okkur í holu sem var of stór.“ Þetta er gott dæmi um það geti allt gerst í bikarnum; Keflavík er í öðru sæti Subway-deildarinnar og Stjarnan er í áttunda. „Já, algjörlega. Þetta er bara einn leikur. Þessi deild er þannig að það geta allir unnið alla, en mér fannst við eiga að vinna þennan leik.“ Aðspurður hvort tapið muni sitja í liðinu fyrir framhaldið í deildinni, þá sagði Hörður Axel: „Nei, það er önnur keppni.“
VÍS-bikarinn Stjarnan Keflavík ÍF Tengdar fréttir Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig. 11. janúar 2023 20:29
Arnar heldur með Hetti: Ég er utan af landi og held með landsbyggðinni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega gríðarlega sáttur eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í kvöld. Stjarnan hefur gengið í gegnum nokkuð mikla leikmannaveltu að undanförnu en lét það ekki hafa áhrif á sig. 11. janúar 2023 20:29
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum