Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 20:20 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans. Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Skjölin eru sögð vera frá þeim tíma er hann var varaforseti Baracks Obama og hefði Biden lögum samkvæmt átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Richard Sauber, lögmaður Bidens, segir að skjöl hafi fundist í læstum skáp á skrifstofu Bidens í hugveitu hans sem heitir Penn Biden Center for Diplomacy and Global Engagement. Það var þann 2. nóvember. Í desember fundust svo bílskúr Bidens við heimili hans í Wilmington í Delaware og eitt skjal til viðbótar fannst á bókasafni hans. Þeim hefur öllum verið komið til Þjóðskjalasafnsins. Sjá einnig: Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Robert K. Hur, reyndur alríkissaksóknari hefur nú verið skipaður í embætti sérstaks rannsakenda og mun hann skoða málið til hlítar og ákveða hvort tilefni sé til ákæru. Hann hefur heitið því að vera sanngjarn og óháður og segist ætla að reyna að vinna málið hratt. Biden sagði í dag að hann hefði og ætlaði að vinna með rannsakendum en forðaðist það að svara öðrum spurningum um málið, samkvæmt frétt New York Times. Hann hét því þó að útskýra málið betur á næstunni. Dómsmálaráðuneytið hefur einnig skipað sérstakan rannsakanda til að halda utan um sambærilegt en mun umfangsmeira mál sem snýr að Donald Trump, fyrrverandi forseta. Í grein AP fréttaveitunnar, þar sem mál forsetanna tveggja eru borin saman, segir til að mynda að um 300 leynileg skjöl hafi fundist á heimili og sveitaklúbbi Trumps í Flórída. Þar á meðal hafi verið háleynileg skjöl merkt „Top Secret“, sem er ein hæsta leyndarskilgreining Bandaríkjanna. Þessi skjöl tók Trump með sér úr Hvíta húsinu, auk annarra opinberra gagna sem hann hefði samkvæmt lögum átt að skila, og hefur hann haldið því fram að hann eigi þau sjálfur. Fulltrúi frá Trump tilkynnti Þjóðskjalasafninu í desember 2021 að opinber gögn hefðu fundist í Mar a Lago í Flórída og voru fimmtán kassar af gögnum fluttir til Washington DC. Nokkrum mánuðum síðar fóru starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) til Flórída og könnuðu hvort leynileg gögn sem voru týnd væru þar. Það var svo í ágúst sem starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit í Mar a Lago og lögðu þar hald á 33 kassa af gögnum og munum. Það var eftir að lögmenn á vegum Trumps höfðu svarið fyrir dómi að engin opinber gögn væru í Mar a Lago. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Ákærur væntanlegar? Ólíklegt er að Joe Biden standi frammi fyrir ákæru. Ekkert bendir til þess að hann hafi vitað af leynilegum skjölum í sinni vörslu og það að þeim var skilað um leið og þau uppgötvuðust segir AP að skipti miklu máli. Þá segja starfsreglur Dómsmálaráðuneytisins að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Robert Mueller, sem skipaður var sem sérstakur rannsakandi til að halda utan um Rússarannsóknina svokölluðu, sagði til að mynda á sínum tíma að ekki væri hægt að ákæra Trump vegna þessarar reglu. Fréttaveitan segir hins vegar að Trump gæti verið ákærður vegna þess hve hart hann barðist gegn því að afhenda opinberu gögnin og leynilegu skjölin sem voru í vörslu hans.
Joe Biden Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. 10. janúar 2023 18:09