Fór í gegnum allan tilfinningaskalann Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2023 07:02 Sara Björk hefur leikið 145 landsleiki, fleiri en nokkur annar. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr. Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira