Samsærið gegn Eflingu Birgir Dýrfjörð skrifar 13. janúar 2023 17:30 Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Birgir Dýrfjörð Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson,formaður starfsgreinasambandsins SGS, fór mikinn í fjölmiðlum þegar hann lýsti samningum sínum við samtök atvinnulífsins. Hann sagði þá vera svo fádæma árangursríka, að annað eins hefði ekki sést. Flestir glöddust yfir þessum einstaka árangri hans. Það brá þó skugga á gleðina þegar formaður VR sagðist hafa samþykkt samskonar samning með óbragð í munninum. Hann rauk svo út, og neitaði að gleðjast í sultu og rjóma og ilmandi vöfflum. þegar Efling lýsti svo frati á samninginn, og benti á að hann skilaði aðeins um 7% launahækkunum í 10% verðbólgu, og ört hækkandi verðlagi og rýrnandi kaupmætti. Á sama tíma, og óhófleg aukning hafi verið á hagnaði fyrirtækja í landinu. Með þessu frat-svari Eflingar hvarf glæsileikinn, sem Vilhjálmur hafði lýst. Mont-ræðurnar hans urðu að örgustu öfugmælum. Barnalegt sjálfshólið át sig sjálft. Keisarinn nakinn Skiljanlega brást Vilhjálmur illa við höfnun Eflingar. Það er ekkert grín að láta „Galna stelpu“ afhjúpa mann eins og keisarann í ævintýrinu, sem klókir menn höfðu platað til að trúa því, að hann væri klár og mikilsverður maður, en ekki bara hlægilegur nakinn spjátrungur. Upp komast svik um síðir Vilhjálmur svaraði svo Eflingu. Í þeim svörum lýsti hann því ítrekað yfir, í viðtölum og greinaskrifum, að hann myndi aldrei blanda sér í samningaferli Eflingar við samtök vinnuveitenda. Sjálfsagt hefur hann trúað að hann þyrfti þess ekki. Að hann gæti treyst orðum framkvæmdastjóra SA. sem hafði ítrekað lýsti því yfir, að SA myndi aldrei bregðast trúnaði við SGS, með því, að gera öðruvísi kjarasamning við Eflingu en SGS. Hvað þýðir þetta orðalag, að SA ætli ekki að bregðast trúnaði við SGS? Það þýðir einfaldlega, að SA og SGS hafi gert trúnaðarsamning um það, að Efling muni ekki fá skárri samning en SGS. Það þýðir, að forusta SGS og SA gerðu samsæri gegn launalægstu stéttinni í landinu. Samsæri gegn því að verkafólk, sem oft og tíðum á ekki krónur fyrir mat sínum, geti nýtt sérsamningsrétt sinn. Þannig ætla þau að stela lambi fátæka mannsins. Hvaða orð tungunnar ná að lýsa svona innræti forustufólks Starfsgreinasambandsins? Til fróðleiks Samkvæmt upplýsingum frá Forsætisráðuneytinu, þá er meðal húsaleiga á landsbyggðinni 152 þúsund krónur á mán. Meðal húsaleiga á Höfuðborgarsvæðinu er 220 þús. kr. á mán. Mism. 68 þús.kr. á mán. (Heimild Stefán Ólafss. Miðjan 11.01. ´23) Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar