Tvennt hægt að gera við tillögurnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. janúar 2023 20:31 Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að halda því grundvallaratriði til haga, í umræðum um stjórnarskrármál Íslands, að stjórnlagaráði var aldrei falið það verkefni af stjórnvöldum að semja nýja stjórnarskrá. Til þess hafði ráðið einfaldlega ekkert umboð. Stjórnlagaráði var þannig einungis falið að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Vert er einnig að hafa í huga að tekið var skýrt fram í kynningarbæklingi, sem sendur var á hvert heimili í landinu í aðdraganda ráðgefandi þjóðaratkvæðis um tillögur stjórnlagaráðs sem fram fór haustið 2012, að Alþingi hefði síðasta orðið í samræmi við stjórnskipun landsins um það hvort og þá að hve miklu leyti tillögurnar yrðu nýttar við endurskoðun á stjórnarskránni. Hið sama kom fram á kjörseðlinum: „Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarp er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa Alþingi og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu forseta.“ Lykilatriðið hér er vitanlega orðalagið „verði frumvarpið samþykkt“. „Falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ Farið var yfir það í kynningarbæklingnum með greinargóðum hætti að stjórnlagaráði hefði einungis verið „falið ráðgefandi hlutverk við Alþingi“ eins og kæmi fram í greinargerð með þingsályktunartillögunni um skipun ráðsins. Þjóðaratkvæðið væri að sama skapi einungis ráðgefandi enda væri þinginu óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að framselja lagasetningarvald sitt með bindandi hætti. Hér kemur einnig við sögu ákvæði stjórnarskrárinnar um að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni og ekki neinum reglum frá kjósendum. Nokkuð sem einnig er að finna í tillögum stjórnlagaráðs. Fullyrðingar um að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar eru óneitanlega nokkuð sérstakar í ljósi þess að í tillögum ráðsins er gert ráð fyrir því að þingið gegni lykilhlutverki við slíkar breytingar. Færa má þannig gild rök fyrir því að niðurstöðu þjóðaratkvæðisins hafi þegar verið hrint í framkvæmd. Þannig var samþykkt í því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“ sem var og gert. Hins vegar náði frumvarpið einfaldlega ekki fram að ganga enda síðasta orðið hjá Alþingi í þeim efnum líkt og áréttað var bæði í kynningarbæklingnum og á kjörseðlinum. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Fyrir vikið er alveg ljóst á hvaða forsendum þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Kjósendur voru fyllilega upplýstir um það hvaða leikreglur giltu um framhald málsins og í ljósi þess greiddu þeir atkvæði sín. Niðurstaðan varð sú að innan við helmingur kjósenda á kjörskrá sá ástæðu til þess að mæta á kjörstað og um þriðjungur þeirra lýsti sig hlynntan því að frumvarp yrði lagt fram byggt á tillögum stjórnlagaráðs. Tal um það að kjósendur hafi verið sviknir stenzt þannig enga skoðun. Ekki verður heldur séð að kjósendur sjálfir telji sig svikna. Fjórum sinnum hefur til að mynda verið kosið til Alþingis frá því að ráðgefandi þjóðaratkvæðið fór fram og fengu framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá mest um þriðjung atkvæða í kosningunum 2013 og í þeim síðustu, haustið 2021, minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskránni þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu í ljósi þess að umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar