Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 21:28 Frá blaðamannafundinum á Hilton í morgun. Vísir Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira