Endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna Alma Björk Ástþórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson skrifa 19. janúar 2023 19:01 Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar