Al-Sayyd er einn mesti markaskorari bareinska liðsins og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk er Barein vann fimm marka sigur gegn Bandaríkjunum í dag, 32-27.
Eitthvað hefur það farið í taugarnar á Skorupa að einn og sami maðurinn hafi skorað svona reglulega fram hjá sér og öðrum varnarmönnum bandaríska liðsins og tók þá á það ráð að bíta leikmanninn í handlegginn eftir um fjörtíu mínútna leik.
VM-vanvid: Udvist for at bide modstander: Den amerikanske håndboldspiller Paul Skorupa måtte gå tidligt i bad i VM-kampen mod Bahrain https://t.co/Rw5d8c0ffi
— SE og HØR (@seoghoerdk) January 19, 2023
Eins og gefur að skilja var Al-Sayyd sárþjáður eftir þetta óvanalega atvik. Dómarar leiksins ákváðu því að skoða atvikið í VAR-skjánum og sýndu Skorupa í kjölfarið rautt spjald og að lokum blátt.
Atvikið fer því á skýrslu og verður tekið fyrir af aganefnd og mun að öllum líkindum leiða til þess að Skorupa er á leið í bann.
