Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2023 07:30 Logi Geirsson er sérfræðingur Seinni bylgjunnar og var í báðum verðlaunaliðum Íslands á stórmótum. vísir/skjáskot Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. Handkastið gerði upp heimsmeistaramótið í handbolta í nýjasta þættinum af HM Handkastinu en gestir þáttarins voru Theódór Ingi Pálmason og Logi Geirsson sérfræðingar Seinni bylgjunnar. Logi var líka einn sérfræðinga Ríkissjónvarpsins á heimsmeistaramótinu. Það óhætt að segja að Logi hafi verið allt annað en sáttur með gengi íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu þar sem liðið endaði í tólfta sætinu eftir að hafa sett stefnuna á átta liða úrslitin. „Það er rosalega margt sem fór í taugarnar á mér í kringum þetta mót. Umræðan, hlusta á viðtöl við bæði leikmenn og þjálfara um að það hafi verið of mikil pressa á liðinu. Hættu þá bara að þjálfa. Ef þú getur ekki staðist pressu, þú ert í landsliði og þetta eru atvinnumenn, skiptu þá bara gæjanum út,“ sagði Logi Geirsson sem skoraði sjálfur 291 mark í 97 landsleikjum. „Þú sem þjálfari. Pressustýrðu liðinu og hættu þessu kjaftæði. Alls konar svona og það er ótrúlega margt sem hefur truflað mig. Auðvitað er maður svekktur og maður er vonsvikinn. Við vorum með miklar væntingar,“ sagði Logi. Logi var í tveimur verðlaunalandsliðum Íslands, fyrst með silfurliðnu á ÓL í Peking 2008 og svo aftur í bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann þekkir því vel til hvað þarf til þess að ná árangri. Guðmundur Guðmundsson reynir hér að koma skilaboðum til sinna leikmanna á HM.Vísir/Vilhelm Það tekur enginn ábyrgð á neinu „Enginn tók ábyrgð. Bjarki [Már Elísson] kemur eftir Ungverjaleikinn þar sem hann klikkaði á þremur skotum á ögurstundu og segir að þetta sé ekki það sem fór með leikinn. Það tekur enginn ábyrgð á neinu. Bjöggi ætlaði að verða forseti á miðju móti,“ sagði Logi. „Það eru svona hlutir sem sitja svolítið í mér en auðvitað var spilamennskan bara eins og hún var,“ sagði Logi. „Ég tek undir það sem Logi er að segja. Það sem pirrar mig mest er þessi meðvirkni. Það er orðið sem kemur upp í hugann. Meðvirkni hjá fjölmiðlamönnum því það má ekki spyrja þjálfarann út í eitt eða neitt. Einhver hræðsla og svo kemur loksins einhver með alvöru spurningar og þá fer hann alveg í baklás,“ sagði Theódór Ingi Pálmason. Líka meðvirkni hjá þjóðinni „Mér finnst líka meðvirkni hjá þjóðinni. Ég held að hinn almenni áhugamaður, sem er ekki mjög djúpur í þessu, átti sig ekki á því hvað við erum með gott lið í höndunum. Það er alltaf þetta gamla góða, við erum bara þrjú hundruð þúsund manns og þessir strákar eru svo flottir og alltaf að berjast,“ sagði Theódór. Vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson stýrði Handkastinu að venju. „Ég efast um að þetta fólk hafi horft á flesta af þessum leikjum. Ég var úti, bæði yfir Svíaleikinn og Brassaleikinn og hitti fullt af fólki. Það voru allir að hrista hausinn. Ég er reyndar ekki með lista yfir ótrúlegustu komment Gumma Gumm á þessu móti en að tala um að um seinni hálfleikinn á móti Brasilíu sem leik sem verður lengi í minnum hafður,“ sagði Arnar Daði. Þetta er eins og að gaslýsa „Strákar, ræðum þetta örstutt. Til dæmis þetta. Þetta truflar mig ógeðslega mikið. Þetta er eins og að gaslýsa. Hljóð og mynd fara ekki saman. Ég sé betur en ég heyri. Ég horfi á gaurinn segja hluti sem eiga sér ekki stað í raunveruleikanum,“ sagði Logi. „Þetta er leikur sem er búinn og skipti engu máli. Hvað ertu að reyna að segja? Hann tók þarna hálfleiksræðuna og náði öllum af stað. Flott hjá þeim að vinna leikinn. Það fór líka í taugarnar á mér að við fögnuðum eins og heimsmeistarar eftir leikinn og Bjarki tók eyrað upp í stúku. Ég horfði á þetta og þetta var svona í tíunda skipti sem eitthvað truflaði mig mikið á mótinu,“ sagði Logi. „Svo þetta síðasta viðtal við Gumma. Tökum það alveg fyrir og klárum það. Hann missti kúlið eins og allir sáu. Hann gat ekki svarað spurningunum,“ sagði Logi. „Hann talar um að við séum með eftir á skýringar þegar allir eru búnir að tala um þetta fyrir mót,“ sagði Arnar Daði. Hann er ekki að segja sannleikann „Þetta er bara bull og maður fær í magann þegar hann byrjar. Hann er ekki að segja sannleikann,“ sagði Logi. Vísir/Vilhelm „Það er hægt að vera með sérþátt um þetta viðtal. Eins og þetta sem hann svarar með Donna. Hvað ef við hefðum hvílt hann þessa leiki og átt hann ferskan inni. Málið er að hann hefði aldrei notað Donna nema af því að hann var kominn í þessa stöðu. Það er það sorglega í þessu,“ sagði Theódór. „Hann setur fimm mörk á þrettán mínútum á móti Evrópumeisturunum. Ég er svo sammála Tedda með þessa meðvirkni og hvernig hann talar. Þetta helvítið varnarkjaftæði fimmta árið í röð. Það er engin þjóð sem talar svona um vörnina. Fínpússa hvaða f-g vörn. Við getum spilað 3:2:1 og 5:1 en hann gerir ekki neitt,“ sagði Logi og kemur með dæmi um úrræðaleysi þjálfarans. Þessi stjórnun á þessu liði í þessu móti er bara f-g léleg „Sjáðu Brasilíuleikinn. Við vorum búnir að fá á okkur fimmtán mörk á átján mínútum. Breytti hann einhverju? Nei. Við vorum að horfa á þá vinna okkur. Þessi stjórnun á þessu liði í þessu móti er bara f-g léleg. Punktur. Ég ber virðingu fyrir honum sem þjálfara og hann var þjálfarinn minn á sínum tíma. Hann er ekki að ná öllu út úr þessu liði,“ sagði Logi. „Við sjáum bara veðbankana. Allir að sá okkur fimmta sæti, Danir, Gidsel og Alfreð Gísla. Það spá okkur allir á pall. Við vorum svo langt frá því og þetta var svo illa stýrt,“ sagði Logi. Það má hlusta á allan uppgjörsþátt Handkastsins hér fyrir neðan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Handkastið gerði upp heimsmeistaramótið í handbolta í nýjasta þættinum af HM Handkastinu en gestir þáttarins voru Theódór Ingi Pálmason og Logi Geirsson sérfræðingar Seinni bylgjunnar. Logi var líka einn sérfræðinga Ríkissjónvarpsins á heimsmeistaramótinu. Það óhætt að segja að Logi hafi verið allt annað en sáttur með gengi íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu þar sem liðið endaði í tólfta sætinu eftir að hafa sett stefnuna á átta liða úrslitin. „Það er rosalega margt sem fór í taugarnar á mér í kringum þetta mót. Umræðan, hlusta á viðtöl við bæði leikmenn og þjálfara um að það hafi verið of mikil pressa á liðinu. Hættu þá bara að þjálfa. Ef þú getur ekki staðist pressu, þú ert í landsliði og þetta eru atvinnumenn, skiptu þá bara gæjanum út,“ sagði Logi Geirsson sem skoraði sjálfur 291 mark í 97 landsleikjum. „Þú sem þjálfari. Pressustýrðu liðinu og hættu þessu kjaftæði. Alls konar svona og það er ótrúlega margt sem hefur truflað mig. Auðvitað er maður svekktur og maður er vonsvikinn. Við vorum með miklar væntingar,“ sagði Logi. Logi var í tveimur verðlaunalandsliðum Íslands, fyrst með silfurliðnu á ÓL í Peking 2008 og svo aftur í bronsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann þekkir því vel til hvað þarf til þess að ná árangri. Guðmundur Guðmundsson reynir hér að koma skilaboðum til sinna leikmanna á HM.Vísir/Vilhelm Það tekur enginn ábyrgð á neinu „Enginn tók ábyrgð. Bjarki [Már Elísson] kemur eftir Ungverjaleikinn þar sem hann klikkaði á þremur skotum á ögurstundu og segir að þetta sé ekki það sem fór með leikinn. Það tekur enginn ábyrgð á neinu. Bjöggi ætlaði að verða forseti á miðju móti,“ sagði Logi. „Það eru svona hlutir sem sitja svolítið í mér en auðvitað var spilamennskan bara eins og hún var,“ sagði Logi. „Ég tek undir það sem Logi er að segja. Það sem pirrar mig mest er þessi meðvirkni. Það er orðið sem kemur upp í hugann. Meðvirkni hjá fjölmiðlamönnum því það má ekki spyrja þjálfarann út í eitt eða neitt. Einhver hræðsla og svo kemur loksins einhver með alvöru spurningar og þá fer hann alveg í baklás,“ sagði Theódór Ingi Pálmason. Líka meðvirkni hjá þjóðinni „Mér finnst líka meðvirkni hjá þjóðinni. Ég held að hinn almenni áhugamaður, sem er ekki mjög djúpur í þessu, átti sig ekki á því hvað við erum með gott lið í höndunum. Það er alltaf þetta gamla góða, við erum bara þrjú hundruð þúsund manns og þessir strákar eru svo flottir og alltaf að berjast,“ sagði Theódór. Vísir/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson stýrði Handkastinu að venju. „Ég efast um að þetta fólk hafi horft á flesta af þessum leikjum. Ég var úti, bæði yfir Svíaleikinn og Brassaleikinn og hitti fullt af fólki. Það voru allir að hrista hausinn. Ég er reyndar ekki með lista yfir ótrúlegustu komment Gumma Gumm á þessu móti en að tala um að um seinni hálfleikinn á móti Brasilíu sem leik sem verður lengi í minnum hafður,“ sagði Arnar Daði. Þetta er eins og að gaslýsa „Strákar, ræðum þetta örstutt. Til dæmis þetta. Þetta truflar mig ógeðslega mikið. Þetta er eins og að gaslýsa. Hljóð og mynd fara ekki saman. Ég sé betur en ég heyri. Ég horfi á gaurinn segja hluti sem eiga sér ekki stað í raunveruleikanum,“ sagði Logi. „Þetta er leikur sem er búinn og skipti engu máli. Hvað ertu að reyna að segja? Hann tók þarna hálfleiksræðuna og náði öllum af stað. Flott hjá þeim að vinna leikinn. Það fór líka í taugarnar á mér að við fögnuðum eins og heimsmeistarar eftir leikinn og Bjarki tók eyrað upp í stúku. Ég horfði á þetta og þetta var svona í tíunda skipti sem eitthvað truflaði mig mikið á mótinu,“ sagði Logi. „Svo þetta síðasta viðtal við Gumma. Tökum það alveg fyrir og klárum það. Hann missti kúlið eins og allir sáu. Hann gat ekki svarað spurningunum,“ sagði Logi. „Hann talar um að við séum með eftir á skýringar þegar allir eru búnir að tala um þetta fyrir mót,“ sagði Arnar Daði. Hann er ekki að segja sannleikann „Þetta er bara bull og maður fær í magann þegar hann byrjar. Hann er ekki að segja sannleikann,“ sagði Logi. Vísir/Vilhelm „Það er hægt að vera með sérþátt um þetta viðtal. Eins og þetta sem hann svarar með Donna. Hvað ef við hefðum hvílt hann þessa leiki og átt hann ferskan inni. Málið er að hann hefði aldrei notað Donna nema af því að hann var kominn í þessa stöðu. Það er það sorglega í þessu,“ sagði Theódór. „Hann setur fimm mörk á þrettán mínútum á móti Evrópumeisturunum. Ég er svo sammála Tedda með þessa meðvirkni og hvernig hann talar. Þetta helvítið varnarkjaftæði fimmta árið í röð. Það er engin þjóð sem talar svona um vörnina. Fínpússa hvaða f-g vörn. Við getum spilað 3:2:1 og 5:1 en hann gerir ekki neitt,“ sagði Logi og kemur með dæmi um úrræðaleysi þjálfarans. Þessi stjórnun á þessu liði í þessu móti er bara f-g léleg „Sjáðu Brasilíuleikinn. Við vorum búnir að fá á okkur fimmtán mörk á átján mínútum. Breytti hann einhverju? Nei. Við vorum að horfa á þá vinna okkur. Þessi stjórnun á þessu liði í þessu móti er bara f-g léleg. Punktur. Ég ber virðingu fyrir honum sem þjálfara og hann var þjálfarinn minn á sínum tíma. Hann er ekki að ná öllu út úr þessu liði,“ sagði Logi. „Við sjáum bara veðbankana. Allir að sá okkur fimmta sæti, Danir, Gidsel og Alfreð Gísla. Það spá okkur allir á pall. Við vorum svo langt frá því og þetta var svo illa stýrt,“ sagði Logi. Það má hlusta á allan uppgjörsþátt Handkastsins hér fyrir neðan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira