Endurreisn félagslega húsnæðiskerfisins í þéttari Reykjavík Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2023 07:30 Dreifing byggðar eykur umferð, veikir almenningsamgöngur og eykur tafatíma í umferðinni. Og síðast en ekki síst vinnur dreifing byggðar gegn árangri í loftslagsmálum en við stefnum einmitt á kolefnishlutlausa borg árið 2040. Þess vegna er algert forgangsatriði fyrir okkur sem búum í Austurborginni að ef áformum um uppbyggingu Borgarlínu verði flýtt, þá verði það á þeim svæðum þar sem fyrir býr fólk, ekki eingöngu á stöðum þar sem ný byggð rís. Tímamót Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestar breytingar á borginni í hálfa öld. Þeim tíma sem byggðin breyttist úr bæ í borg, núna er breyting úr borg í framtíðarborgina. Saga byggðar er saga fólksins. Vegvísir framtíðarborgarinnar kom með samþykkt Aðalskipulags Reykjavíkur 2030 árið 2014 en vinnan við það hófst mun fyrr eða árið 2010 eða fyrir þrettán árum síðan. Skipulagsvinna tekur tíma. Vanda þarf til verka einmitt til að skapa borgarsamfélag sem mætir kröfum samtímans og vísar veginn til farsældar í framtíðinni. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fjölbreyttar þarfir borgaranna er grunnur að lífi okkar allra - akkerið í hversdagsleikanum, stöðugleiki og festa fyrir börnin okkar. 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir tryggðar Á liðnum árum er búið að tryggja öruggt þak yfir höfuðið fyrir 5.000 Reykvíkinga en byggðar hafa verið um 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur auk þess sem leigueiningum Félagsbústaða hefur fjölgað um 600. Húsnæðissáttmálinn sem undirritaður var á dögum er mikilvægt framhald á þeirri sýn og ramma sem Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 leggur upp með, Græna planið og Samgöngusáttmálinn næstu tíu árin. Metnaðarfull markmið um bæta við 3.600 íbúðum við það sem fyrir er. Ég er stolt yfir því að sjá kosningamál okkar í Samfylkingunni komast til framkvæmda. Hér stendur meirihlutinn allur að verki með forgangsmál sitt sem hér er sett í skýran framkvæmdafarveg í góðu samstarfi við ríkisvaldið. Sýnin er skýr. Samfella sem mun ná yfir 23 ára tímabil og gefa af sér samtals 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir. Það er gott að hafa jafnaðarfólk samfellt við stjórn með sterka sameiginlega sýn enda hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil í góðu samstarfi við samstarfsflokka í meirihluta borgarstjórnar unnið markvisst á tímabilinu að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Endurskoðun forsendna hlutdeildarlána er lykilmál Skýr framtíðarsýn í húsnæðisuppbyggingu skapar jafnvægi, skiptir miklu um afkomu fjölskyldna og er mikilvæg forsenda fyrir félagslegan jöfnuð. Það er ánægjulegt að sjá skýran vilja stjórnvalda í að tryggja þátttöku fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingunni framundan. Einna mikilvægast, að mínu mati er viljinn til að endurskoða forsendur hlutdeildarlána en þar hallaði verulega á höfuðborgarsvæðið vegna kvaða um lána einungis til nýrra íbúða en ekki eldri húsnæðis. Í gróinni borg er einmitt mikilvægt að hlutdeildarlánin geti nýst nýjum íbúðakaupendum samhliða því að þau nái til endurgerðar eldra atvinnuhúsnæðis sem breytt er í íbúðir. Hlutdeild óhagnaðardrifinna byggingafélaga aukin Með því að auka hlutdeild óhagnardrifinna byggingafélaga úr 25 prósent í 30 prósent og 5 prósent kauprétt Félagsbústaða sendir samkomulagið við ríkið skýr skilaboð um að meirihlutinn í Reykjavík leggur ríka áherslu á áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir alla borgarbúa, á ólíkum aldri og í fjölbreyttu húsnæðisformi. Öruggt skjól fyrir nemendur, hagkvæmt húsnæði fyrir eldra fólk og fyrir félaga innan verkalýðshreyfingarinnar eins og hjá Bjargi og Búseta. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa á þeim svæðum sem nú þegar eru tilbúin, þeim svæðum þar sem deiliskipulagið er tilbúið. Þeim svæðum sem hægt er að byrja og byggja strax. Byggjum strax fyrri áfanga Nýja Skerjafjarðar Eitt af þeim svæðum er fyrri áfangi Nýja Skerjafjarðar með um 700 íbúðir, þar hafa óhagnaðardrifin félög fengið úthlutað 350 íbúðum, Félagsstofnun stúdenta, Bjarg og félag sem byggir húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikilvægt er að árétta að forgang í íbúðir stúdenta hafa nemendur utan af landi og fjölskyldufólk. Það er því mikið hagsmunamál fyrir nemendur af landsbyggðinni að uppbygging á íbúðum félagsstofnunar stúdenta haldi áfram í kringum háskólasvæði Háskóla Íslands og ekki verði frekari töf á því að verkefnið komist til framkvæmda. Rann¬sóknir verk¬fræði-stofunnar EFLU og niður¬stöður hollensku flug- og geim¬ferða¬stofnunarinnar (NRL), sem Isavia fékk í kjölfarið til að skoða nánar, hafa gefið sömu niðurstöðu: Vandi vinda-fars á flug¬vellinum er við¬ráðan¬legur. Þarna bíða þess að vera byggðar 350 íbúðir fyrir hópa í brýnni húsnæðisþörf. Tiltrú markaðar á uppbyggingu meðfram Borgarlínu Það þarf líka að tryggja samræmi að metnaðarfull áform ríkis og borgar í húsnæðismálum strandi ekki á skorti á fjármagni til fjárfestinga í húsnæðisverkefnum en byggingaaðilar hafa kvartað undan því að mörg fjármálafyrirtæki hafi skrúfað fyrir lánveitingar til uppbygginar vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans og krafa um aukna bindiskyldu fjármagns í viðskiptabönkunum. Hægri höndin og sú vinstri verða að toga í sömu átt í þessum efnum. Við jafnaðarfólk vitum að markaðsbrestir á húsnæðismarkaði eru til staðar. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera beiti sér og þessi samningur tryggir inngrip í uppbyggingu sem markaðurinn hefur ekki viljað feta. En þrátt fyrir takmarkanir markaðarins þá hefur hann trú á þróunarásum uppbyggingar samhliða Borgarlínu, sem er samvinnuverkefni Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngusáttmálinn, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, Svæðaskipulag höfðuborgarsvæðisins og Framtíðarborgin tengjast í órofa heild þar sem lagður er grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Með þessari sameignlegu sýn sér markaðurinn hvar er hægt að byggja, hann getur kortlagt tækifærin sem eykur fyrirsjáanleika og fjárfestingamöguleika til framtíðar. Undirritun húsnæðissáttmálans er mjög mikilvæg varða til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir fólk á ólíkum aldri í blandaðri borgarbyggð hinna sterku hverfa þar sem eftirsótt er að búa í, lífa í og eldast með reisn. Við erum á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Reykjavík Samfylkingin Félagsmál Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dreifing byggðar eykur umferð, veikir almenningsamgöngur og eykur tafatíma í umferðinni. Og síðast en ekki síst vinnur dreifing byggðar gegn árangri í loftslagsmálum en við stefnum einmitt á kolefnishlutlausa borg árið 2040. Þess vegna er algert forgangsatriði fyrir okkur sem búum í Austurborginni að ef áformum um uppbyggingu Borgarlínu verði flýtt, þá verði það á þeim svæðum þar sem fyrir býr fólk, ekki eingöngu á stöðum þar sem ný byggð rís. Tímamót Reykjavíkurborg stendur á tímamótum. Síðasta áratug og þann næsta verða mestar breytingar á borginni í hálfa öld. Þeim tíma sem byggðin breyttist úr bæ í borg, núna er breyting úr borg í framtíðarborgina. Saga byggðar er saga fólksins. Vegvísir framtíðarborgarinnar kom með samþykkt Aðalskipulags Reykjavíkur 2030 árið 2014 en vinnan við það hófst mun fyrr eða árið 2010 eða fyrir þrettán árum síðan. Skipulagsvinna tekur tíma. Vanda þarf til verka einmitt til að skapa borgarsamfélag sem mætir kröfum samtímans og vísar veginn til farsældar í framtíðinni. Öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir fjölbreyttar þarfir borgaranna er grunnur að lífi okkar allra - akkerið í hversdagsleikanum, stöðugleiki og festa fyrir börnin okkar. 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir tryggðar Á liðnum árum er búið að tryggja öruggt þak yfir höfuðið fyrir 5.000 Reykvíkinga en byggðar hafa verið um 2.500-3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir, 600 íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur auk þess sem leigueiningum Félagsbústaða hefur fjölgað um 600. Húsnæðissáttmálinn sem undirritaður var á dögum er mikilvægt framhald á þeirri sýn og ramma sem Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 leggur upp með, Græna planið og Samgöngusáttmálinn næstu tíu árin. Metnaðarfull markmið um bæta við 3.600 íbúðum við það sem fyrir er. Ég er stolt yfir því að sjá kosningamál okkar í Samfylkingunni komast til framkvæmda. Hér stendur meirihlutinn allur að verki með forgangsmál sitt sem hér er sett í skýran framkvæmdafarveg í góðu samstarfi við ríkisvaldið. Sýnin er skýr. Samfella sem mun ná yfir 23 ára tímabil og gefa af sér samtals 6.600 hagkvæmar og félagslegar íbúðir. Það er gott að hafa jafnaðarfólk samfellt við stjórn með sterka sameiginlega sýn enda hefur Samfylkingin síðustu þrjú kjörtímabil í góðu samstarfi við samstarfsflokka í meirihluta borgarstjórnar unnið markvisst á tímabilinu að því að tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis fyrir alla hópa samfélagsins. Endurskoðun forsendna hlutdeildarlána er lykilmál Skýr framtíðarsýn í húsnæðisuppbyggingu skapar jafnvægi, skiptir miklu um afkomu fjölskyldna og er mikilvæg forsenda fyrir félagslegan jöfnuð. Það er ánægjulegt að sjá skýran vilja stjórnvalda í að tryggja þátttöku fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingunni framundan. Einna mikilvægast, að mínu mati er viljinn til að endurskoða forsendur hlutdeildarlána en þar hallaði verulega á höfuðborgarsvæðið vegna kvaða um lána einungis til nýrra íbúða en ekki eldri húsnæðis. Í gróinni borg er einmitt mikilvægt að hlutdeildarlánin geti nýst nýjum íbúðakaupendum samhliða því að þau nái til endurgerðar eldra atvinnuhúsnæðis sem breytt er í íbúðir. Hlutdeild óhagnaðardrifinna byggingafélaga aukin Með því að auka hlutdeild óhagnardrifinna byggingafélaga úr 25 prósent í 30 prósent og 5 prósent kauprétt Félagsbústaða sendir samkomulagið við ríkið skýr skilaboð um að meirihlutinn í Reykjavík leggur ríka áherslu á áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis fyrir alla borgarbúa, á ólíkum aldri og í fjölbreyttu húsnæðisformi. Öruggt skjól fyrir nemendur, hagkvæmt húsnæði fyrir eldra fólk og fyrir félaga innan verkalýðshreyfingarinnar eins og hjá Bjargi og Búseta. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa á þeim svæðum sem nú þegar eru tilbúin, þeim svæðum þar sem deiliskipulagið er tilbúið. Þeim svæðum sem hægt er að byrja og byggja strax. Byggjum strax fyrri áfanga Nýja Skerjafjarðar Eitt af þeim svæðum er fyrri áfangi Nýja Skerjafjarðar með um 700 íbúðir, þar hafa óhagnaðardrifin félög fengið úthlutað 350 íbúðum, Félagsstofnun stúdenta, Bjarg og félag sem byggir húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikilvægt er að árétta að forgang í íbúðir stúdenta hafa nemendur utan af landi og fjölskyldufólk. Það er því mikið hagsmunamál fyrir nemendur af landsbyggðinni að uppbygging á íbúðum félagsstofnunar stúdenta haldi áfram í kringum háskólasvæði Háskóla Íslands og ekki verði frekari töf á því að verkefnið komist til framkvæmda. Rann¬sóknir verk¬fræði-stofunnar EFLU og niður¬stöður hollensku flug- og geim¬ferða¬stofnunarinnar (NRL), sem Isavia fékk í kjölfarið til að skoða nánar, hafa gefið sömu niðurstöðu: Vandi vinda-fars á flug¬vellinum er við¬ráðan¬legur. Þarna bíða þess að vera byggðar 350 íbúðir fyrir hópa í brýnni húsnæðisþörf. Tiltrú markaðar á uppbyggingu meðfram Borgarlínu Það þarf líka að tryggja samræmi að metnaðarfull áform ríkis og borgar í húsnæðismálum strandi ekki á skorti á fjármagni til fjárfestinga í húsnæðisverkefnum en byggingaaðilar hafa kvartað undan því að mörg fjármálafyrirtæki hafi skrúfað fyrir lánveitingar til uppbygginar vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans og krafa um aukna bindiskyldu fjármagns í viðskiptabönkunum. Hægri höndin og sú vinstri verða að toga í sömu átt í þessum efnum. Við jafnaðarfólk vitum að markaðsbrestir á húsnæðismarkaði eru til staðar. Þess vegna er mikilvægt að hið opinbera beiti sér og þessi samningur tryggir inngrip í uppbyggingu sem markaðurinn hefur ekki viljað feta. En þrátt fyrir takmarkanir markaðarins þá hefur hann trú á þróunarásum uppbyggingar samhliða Borgarlínu, sem er samvinnuverkefni Ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngusáttmálinn, Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, Svæðaskipulag höfðuborgarsvæðisins og Framtíðarborgin tengjast í órofa heild þar sem lagður er grunnur að samfélagi sem byggir á fjölbreyttari samgöngumátum og fylgir ábyrgri stefnu í loftslagsmálum í anda Græna plansins. Með þessari sameignlegu sýn sér markaðurinn hvar er hægt að byggja, hann getur kortlagt tækifærin sem eykur fyrirsjáanleika og fjárfestingamöguleika til framtíðar. Undirritun húsnæðissáttmálans er mjög mikilvæg varða til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir fólk á ólíkum aldri í blandaðri borgarbyggð hinna sterku hverfa þar sem eftirsótt er að búa í, lífa í og eldast með reisn. Við erum á réttri leið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun