„Það verður alveg vel hvasst“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 23:03 Á höfuðborgarsvæðinu verður hvassviðri, vestan og suðvestan fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu og él með lélegu skyggni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“ Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi í nótt á mestöllu landinu. Í kortunum er vestan og suðvestan stormur með 15 til 25 metrum á sekúndu og éljagangi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að höfuðborgarbúar sem hyggjast keyra norður í fyrramálið ættu ekki að leggja snemma að stað. Úrkoman minnki þegar að birta tekur og gætu akstursskilyrði reynst ívið betri upp úr hádegi. Varasamar akstursaðstæður geta skapast vegna hvassviðris, skafrennings og éljagangs.Veðurstofan „Það verður mjög leiðinlegt yfir heiðarnar, yfir Holtavörðuheiðina og Vatnsskarðið. Það er svo leiðinlegt að keyra undan vindi því þá skefur alltaf fram á framrúðuna og verður mun blindara. Það er auðveldara að keyra á móti svona veðri heldur en á undan því.“ Icelandair hefur aflýst fjölda flugferða í nótt og á morgun vegna veðurs. Ekki verður flogið frá Bandaríkjunum hingað til lands í nótt eins og til stóð. Þá hafa flugferðum til og frá Evrópu, að undanskildum flugferðum til Tenerife og Alicante, verið aflýst, sem og innanlandsflugi. „Vindhviðurnar munu örugglega fara vel yfir þau mörk sem má nota landgangana, eða það er að segja ranana. Þannig að fólk þarf að fara raunverulega út og labba á flughlaðinu einhvern smá spotta upp í vél á svona gamaldags landgang. Og það er náttúrulega alltaf - þegar það er orðið þetta hvasst - að ef að vélarnar hreyfast og landgangurinn rekst í vélina þá fer sú vél ekki neitt.“ „Vindhraðurinn er kannski ívið minni en það munar kannski ekki öllu. Þannig að þetta er í rauninni yfir öllum mörkum, þeir eiga svo erfitt með að hlaða og afhlaða vélarnar. Fólk er ekki spennt fyrir því að þurfa að bíða í einhverja klukkutíma úti í vél,“ segir Óli Þór. Stormurinn er strax farinn að láta á sér kræla: „Það er að byrja að hvessa núna og það eru að byggjast upp mjög myndarlegir éljabólstrar. Á meðan að það er nægilega hlýtt hérna niðri þá bráðnar það á leiðinni niður. En þetta mun kólna um tvær eða þrjár gráður í viðbót eftir því sem líður á nóttina. Mesta úrkoman verður þá í nótt og fyrst í fyrramálið og svo fer að draga nokkuð jafnt og þétt úr þessu.“ Hann segir að viðbúið að færð spillist í fyrramálið: „Það getur verið sniðugt að bíða í klukkutíma lengur heldur en að þurfa að sitja í bíl í leiðindaveðri og bíða eftir að veðrinu sloti. Ég held að það komist flestir á leiðarenda þegar líður á daginn en það getur verið gott að bíða eitthvað fram yfir hádegi með að rjúka af stað.“
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira