Rak höfuðið í lögreglubíl við störf og fær bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2023 14:16 Lögreglumaðurinn var við störf er slysið varð. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða lögreglumanni sem slasaðist er hann rak höfuðið í þegar hann settist í lögreglubíl tæpar sex milljónir í bætur vegna slyssins. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli mannsins gegn ríkinu. Umræddur lögreglumaður var við störf við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í apríl 2019 þegar slysið varð. Umræddan dag stóð yfir æfingu lögreglu á bryggjunni við Vatnsnesvík í Reykjanesbæ. Lögreglumaðurinn hafði það hlutverk að aka hring um höfnina og koma línu til félaga sinna sem voru við æfingar í sjónum. Sagðist lögreglumaðurinn hafa verið klæddur skotheldu vesti sem hafi náð honum vel upp í háls og truflað höfuðhreyfingar hans og getu til að athafna sig í lögreglubílnum, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að lögreglumaðurinn sé yfir tveir metrar á hæð. Fylgdist með æfingunni Hann hafi fylgst með æfingu félaga sinna en að henni lokinni hafi hann rekið höfuðið í þakkant lögreglubílsins þegar hann ætlaði að setjast inn í hann. Það hafði þær afleiðingar að endajaxl í neðri kjálka mannsins brotnaði við rót. Bólgnaði lögreglumaðurinn upp á hægri kinn. Engin vitni urðu að slysinu en lögreglumaðurinn leitaði strax til læknis og síðar tannlæknis sem byggði upp hina brotnu tönn. Er slysið varð hafði lögreglumaðurinn verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna einkenna fyrri áverka. Þremur dögum eftir slysið kom hann til sjúkraþjálfarans og lýsti verkjum í hálsi og höfði vegna höggsins sem hann hlaut í slyinu. Fór hann ítrekað til sjúkraþjálfara vegna sömu einkenna. Lögreglubílar. Ekki er tekið fram hvernig lögreglubíl lögreglumaðurinn rak höfuðið í.Vísir/Vilhelm Varanlegar afleiðingar slyssins voru metnar af lækni að höfðu samráði við íslenska ríkið. Var varanleg örorka mannsins vegna slyssins metin fimm prósent. Taldi læknirinn ljóst að höggið hafi verið það mikið að líklegra teljist en ekki að einkennin sem maðurinn lýsti hafi að nokkru leyti verið afleiðingar slyssins. Krafðist lögreglumaðurinn rúmrar einnar milljónar króna vegna varanlegs miska og 4,7 milljóna vegna varanlegrar orörku. Áður hafði maðurinn fengið 1,5 milljónir í bætur vegna vinnuslyssins og var sú upphæð dregin frá kröfu mannsins. Taldi lögreglumaðurinn að íslenska ríkið bæri ábyrgð á tjóni hans á grundvelli ákvæðis í lögreglulögum um að ríkissjóður skuli bæta lögreglumönnum líkamstjón og munatjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Ríkið benti á meint aðgæsluleysi Íslenska ríkið hafnaði skaðabótagreiðslu í málinu og byggði á því að verulegur vafi væri á því að orsök væri á milli líkamstjóns mannsins og umrædds slyss. Var vísað í að lögreglumaðurinn hafi glímt við heilsubrest vegna umferðarslyss árið 2014. Þá taldi ríkið að það hlyti að teljast verulegt aðgæsluleysi af hálfu mannsins að hafa rekið höfuðuð í er hann settist inn í lögreglubílinn. Um æfingu hafi verið að ræða og engin tímapressa eða neyð fyrir hendi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lagt til grundvallar að maðurinn hafi verið að störfum sem lögreglumaður er slysið átti sér stað. Ríkið bæri þar af leiðandi bótaábyrgð. Þá hafi ekkert komið fram sem dregið gæti í efa frásögn lögreglumannsinns af slysinu auk þess sem að álitsgerð læknisins gerði skilmerkilega grein fyrir afleiðingum óhappsins. Teljast yrði sennilegt að umrætt högg hafi verið það þungt að það hafi haft þær afleiðingar sem haldið var fram fyrir dómi. Íslenska ríkið hafi einnig ekkert gert til að rökstyðja staðhæfingar sínar um hið gagnstæða. Þarf íslenska ríkið því að greiða manninum 5,8 milljónir króna, að frádregnum 1,5 milljónum króna sem þegar hafði verið greitt í bætur vegna málsins. Þá þarf ríkið að greiða 1,5 milljónir í málskostnað vegna málsins. Lögreglan Tryggingar Dómsmál Vinnuslys Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli mannsins gegn ríkinu. Umræddur lögreglumaður var við störf við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum í apríl 2019 þegar slysið varð. Umræddan dag stóð yfir æfingu lögreglu á bryggjunni við Vatnsnesvík í Reykjanesbæ. Lögreglumaðurinn hafði það hlutverk að aka hring um höfnina og koma línu til félaga sinna sem voru við æfingar í sjónum. Sagðist lögreglumaðurinn hafa verið klæddur skotheldu vesti sem hafi náð honum vel upp í háls og truflað höfuðhreyfingar hans og getu til að athafna sig í lögreglubílnum, en tekið er fram í dómi héraðsdóms að lögreglumaðurinn sé yfir tveir metrar á hæð. Fylgdist með æfingunni Hann hafi fylgst með æfingu félaga sinna en að henni lokinni hafi hann rekið höfuðið í þakkant lögreglubílsins þegar hann ætlaði að setjast inn í hann. Það hafði þær afleiðingar að endajaxl í neðri kjálka mannsins brotnaði við rót. Bólgnaði lögreglumaðurinn upp á hægri kinn. Engin vitni urðu að slysinu en lögreglumaðurinn leitaði strax til læknis og síðar tannlæknis sem byggði upp hina brotnu tönn. Er slysið varð hafði lögreglumaðurinn verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara vegna einkenna fyrri áverka. Þremur dögum eftir slysið kom hann til sjúkraþjálfarans og lýsti verkjum í hálsi og höfði vegna höggsins sem hann hlaut í slyinu. Fór hann ítrekað til sjúkraþjálfara vegna sömu einkenna. Lögreglubílar. Ekki er tekið fram hvernig lögreglubíl lögreglumaðurinn rak höfuðið í.Vísir/Vilhelm Varanlegar afleiðingar slyssins voru metnar af lækni að höfðu samráði við íslenska ríkið. Var varanleg örorka mannsins vegna slyssins metin fimm prósent. Taldi læknirinn ljóst að höggið hafi verið það mikið að líklegra teljist en ekki að einkennin sem maðurinn lýsti hafi að nokkru leyti verið afleiðingar slyssins. Krafðist lögreglumaðurinn rúmrar einnar milljónar króna vegna varanlegs miska og 4,7 milljóna vegna varanlegrar orörku. Áður hafði maðurinn fengið 1,5 milljónir í bætur vegna vinnuslyssins og var sú upphæð dregin frá kröfu mannsins. Taldi lögreglumaðurinn að íslenska ríkið bæri ábyrgð á tjóni hans á grundvelli ákvæðis í lögreglulögum um að ríkissjóður skuli bæta lögreglumönnum líkamstjón og munatjón sem þeir verða fyrir vegna starfs síns. Ríkið benti á meint aðgæsluleysi Íslenska ríkið hafnaði skaðabótagreiðslu í málinu og byggði á því að verulegur vafi væri á því að orsök væri á milli líkamstjóns mannsins og umrædds slyss. Var vísað í að lögreglumaðurinn hafi glímt við heilsubrest vegna umferðarslyss árið 2014. Þá taldi ríkið að það hlyti að teljast verulegt aðgæsluleysi af hálfu mannsins að hafa rekið höfuðuð í er hann settist inn í lögreglubílinn. Um æfingu hafi verið að ræða og engin tímapressa eða neyð fyrir hendi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lagt til grundvallar að maðurinn hafi verið að störfum sem lögreglumaður er slysið átti sér stað. Ríkið bæri þar af leiðandi bótaábyrgð. Þá hafi ekkert komið fram sem dregið gæti í efa frásögn lögreglumannsinns af slysinu auk þess sem að álitsgerð læknisins gerði skilmerkilega grein fyrir afleiðingum óhappsins. Teljast yrði sennilegt að umrætt högg hafi verið það þungt að það hafi haft þær afleiðingar sem haldið var fram fyrir dómi. Íslenska ríkið hafi einnig ekkert gert til að rökstyðja staðhæfingar sínar um hið gagnstæða. Þarf íslenska ríkið því að greiða manninum 5,8 milljónir króna, að frádregnum 1,5 milljónum króna sem þegar hafði verið greitt í bætur vegna málsins. Þá þarf ríkið að greiða 1,5 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Lögreglan Tryggingar Dómsmál Vinnuslys Reykjanesbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira