Hatursorðræða og umsögn Reykjavíkurborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 28. janúar 2023 08:00 „Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Svona er verið að reyna breyta orðræðu og starfsháttum í samfélaginu. Allt á að skoða út frá stöðu kynjanna. Breyta á tungumálinu, siðum okkar og hvað sé heimilt að hugsa, segja og tjá. Vart verður annað sagt en að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hafi með verkum sínum ýtt undir þessa þróun. Aðgerðaráætlun um hatursorðræðu – þingsályktunartillaga Tillaga forsætisráðuneytisins til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023–2026 var gerð aðgengileg inn á samráðsgátt stjórnvalda hinn 4. janúar síðastliðinn. Þessi tillögugerð er reist á mörgum liðum. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvað hatursorðræða merki. Sem dæmi er ekki samstaða um það á alþjóðlegum vettvangi hver sé merking þessa hugtaks. Það er því í þróun. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá lýtur einn liður í tillögu forsætisráðherra að skylt verði fyrir tiltekna starfsmenn hins opinbera að sækja námskeið um hatursorðræðu. Svo sérstakur sem sá hluti tillögunnar er, verður hér staðnæmst við lið sem nefndur er „vitundarvakningarherferð“ en undir þeim lið er lagt til að komið verði á fót herferðum sem lýsa m.a. birtingarmyndum og afleiðingum hatursorðræðutjáningar. Um þennan síðastnefnda lið tillögunnar segir í greinargerð að „[ö]ll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu...“. Sem sagt, auka skal vitund almennings um hatursorðræðu, m.a. með „nýlenskuna“ að vopni. Umsögn Reykjavíkurborgar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar skilaði, f.h. borgarinnar, umsögn um áðurnefnda tillögu til þingsályktunar. Í umsögn Reykjavíkurborgar var m.a. vikið að þeim lið sem varðaði áðurnefnda „vitundarvakningarherferð“ og var átalið að í greinargerð um þetta atriði skorti „viðurkenningu á því að konur sem berjast gegn ríkjandi kynjakerfi verða ítrekað fyrir hatursorðræðu“. Þessi síðastnefnda staðhæfing í umsögninni var hvorki studd með dæmum né heimildum. Einnig var í umsögn Reykjavíkurborgar komið inn á það að skoða bæri „kynjuð áhrif á hatrið sem ýmsir hópar upplifa, svo sem hvernig aðilar innan minnihlutahópa geta upplifað hatursorðræðu með ólíkum hætti eftir kyni, en einnig hvernig fólk af ólíkum kynjum og þá oft á tíðum konur eru nýttar í hatursorðræðu og baráttu gegn réttindum og tilverurétti minnihlutahópa, sbr. TERF hreyfinguna sem berst í nafni kvenréttinda gegn trans konum“. Hin tilvitnuðu ummæli virðast m.a. gefa í skyn, án sannana, að einstaklingar taki ekki sjálfstæða afstöðu til málefna heldur séu nýttir í hatursorðræðu. Einnig að nálgast eigi hatursorðræðuhugtakið með svo flóknum hætti að nánast hver sem er geti hvenær sem er skilgreint orðræðu annarra sem hatursorðræðu í sinn garð. Svona nálgun á viðfangsefnið er hættuleg í lýðræðisríki þar sem mannréttindi njóta verndar, þ.m.t. tjáningarfrelsið. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Stjórn Reykjavíkurborgar hefur lengi einkennst af því að verkefnum er sinnt sem á engan hátt tengjast grundvallarskyldum sveitarfélags. Í stað þess að leggja áherslu á að grunnþjónusta við borgarana sé sinnt með sem skilvirkustum hætti er of margt í starfseminni sem byggt er á óhagnýtri hugmyndafræði. Furðu vekur t.d. að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, leggi sig í framkróka um að skila umsögn um mál eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Lokaorð Spyrna þarf við fótum í þessu einskonar menningarstríði og er það ekki síst skylda þeirra sem eru í víglínu stjórnmálanna og varðveita vilja borgaraleg gildi. Frelsi einstaklingsins kemur ekki af sjálfu sér og fyllsta ástæða er til að hvetja hugrakkt fólk til að taka þátt og móta hvernig samfélagið þróast að þessu leyti. Einn góðan veðurdag gæti það orðið of seint. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Snjómokstur Jafnréttismál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
„Og alltaf eigum við að greina snjómokstursþjónustuna og vetrarþjónustuna með augum kynjaðrar starfs- og fjárhagsáætlunar, og okkur skortir dáldið upp á það, því miður“, sagði borgarfulltrúi Vinstri-Grænna (VG) í ræðustól borgarstjórnar í umræðum 3. janúar sl. um fyrirkomulag snjóruðnings í Reykjavík. Já, greining snjómokstursþjónustu út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð er nánast jafn mikilvæg, ef ekki mikilvægari, en það að sinna snjómokstri vel. Svona er verið að reyna breyta orðræðu og starfsháttum í samfélaginu. Allt á að skoða út frá stöðu kynjanna. Breyta á tungumálinu, siðum okkar og hvað sé heimilt að hugsa, segja og tjá. Vart verður annað sagt en að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hafi með verkum sínum ýtt undir þessa þróun. Aðgerðaráætlun um hatursorðræðu – þingsályktunartillaga Tillaga forsætisráðuneytisins til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023–2026 var gerð aðgengileg inn á samráðsgátt stjórnvalda hinn 4. janúar síðastliðinn. Þessi tillögugerð er reist á mörgum liðum. Þrátt fyrir það liggur ekki fyrir hvað hatursorðræða merki. Sem dæmi er ekki samstaða um það á alþjóðlegum vettvangi hver sé merking þessa hugtaks. Það er því í þróun. Svo sem komið hefur fram í fjölmiðlum þá lýtur einn liður í tillögu forsætisráðherra að skylt verði fyrir tiltekna starfsmenn hins opinbera að sækja námskeið um hatursorðræðu. Svo sérstakur sem sá hluti tillögunnar er, verður hér staðnæmst við lið sem nefndur er „vitundarvakningarherferð“ en undir þeim lið er lagt til að komið verði á fót herferðum sem lýsa m.a. birtingarmyndum og afleiðingum hatursorðræðutjáningar. Um þennan síðastnefnda lið tillögunnar segir í greinargerð að „[ö]ll eiga rétt á að lifa í öruggu samfélagi án þess að eiga á hættu að verða fyrir hatursorðræðu...“. Sem sagt, auka skal vitund almennings um hatursorðræðu, m.a. með „nýlenskuna“ að vopni. Umsögn Reykjavíkurborgar Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar skilaði, f.h. borgarinnar, umsögn um áðurnefnda tillögu til þingsályktunar. Í umsögn Reykjavíkurborgar var m.a. vikið að þeim lið sem varðaði áðurnefnda „vitundarvakningarherferð“ og var átalið að í greinargerð um þetta atriði skorti „viðurkenningu á því að konur sem berjast gegn ríkjandi kynjakerfi verða ítrekað fyrir hatursorðræðu“. Þessi síðastnefnda staðhæfing í umsögninni var hvorki studd með dæmum né heimildum. Einnig var í umsögn Reykjavíkurborgar komið inn á það að skoða bæri „kynjuð áhrif á hatrið sem ýmsir hópar upplifa, svo sem hvernig aðilar innan minnihlutahópa geta upplifað hatursorðræðu með ólíkum hætti eftir kyni, en einnig hvernig fólk af ólíkum kynjum og þá oft á tíðum konur eru nýttar í hatursorðræðu og baráttu gegn réttindum og tilverurétti minnihlutahópa, sbr. TERF hreyfinguna sem berst í nafni kvenréttinda gegn trans konum“. Hin tilvitnuðu ummæli virðast m.a. gefa í skyn, án sannana, að einstaklingar taki ekki sjálfstæða afstöðu til málefna heldur séu nýttir í hatursorðræðu. Einnig að nálgast eigi hatursorðræðuhugtakið með svo flóknum hætti að nánast hver sem er geti hvenær sem er skilgreint orðræðu annarra sem hatursorðræðu í sinn garð. Svona nálgun á viðfangsefnið er hættuleg í lýðræðisríki þar sem mannréttindi njóta verndar, þ.m.t. tjáningarfrelsið. Hvert er hlutverk Reykjavíkurborgar? Stjórn Reykjavíkurborgar hefur lengi einkennst af því að verkefnum er sinnt sem á engan hátt tengjast grundvallarskyldum sveitarfélags. Í stað þess að leggja áherslu á að grunnþjónusta við borgarana sé sinnt með sem skilvirkustum hætti er of margt í starfseminni sem byggt er á óhagnýtri hugmyndafræði. Furðu vekur t.d. að Reykjavíkurborg, eitt sveitarfélaga, leggi sig í framkróka um að skila umsögn um mál eins og því sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Lokaorð Spyrna þarf við fótum í þessu einskonar menningarstríði og er það ekki síst skylda þeirra sem eru í víglínu stjórnmálanna og varðveita vilja borgaraleg gildi. Frelsi einstaklingsins kemur ekki af sjálfu sér og fyllsta ástæða er til að hvetja hugrakkt fólk til að taka þátt og móta hvernig samfélagið þróast að þessu leyti. Einn góðan veðurdag gæti það orðið of seint. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun