„Hraðakstur er dauðans alvara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 19:31 Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57