Innlent

Icelandair flýtir flugi vegna ó­veðursins

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Icelandair hefur ekki tekið ákvörðun um að fella niður flug að svo stöddu.
Icelandair hefur ekki tekið ákvörðun um að fella niður flug að svo stöddu. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með.

Slæm veðurspá er í kortunum seinni partinn á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi nánast á landinu öllu. Appelsínugul viðvörun er á Suðurlandi og í Faxaflóa þar sem gert er ráð fyrir austan hvassviðri eða stormi með 15 til 25 metrum á sekúndu. Líkur eru á snjókomu eða slyddu.

Icelandair birti tilkynningu fyrr í kvöld þar sem brýnt var fyrir farþegum að fylgjast vel með ferðatilkynningum og veðurspám. Fólk er beðið um að gefa sér nægan tíma til að koma sér út á flugvöll.

Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að fella niður flug eins og gert var fyrr í vikunni. Vel verði fylgst með stöðu mála.

Flugfélagið hefur hins vegar flýtt brottfarartíma nokkurra flugferða, meðal annars til Kaupmannahafnar, London og New York. Félagið áskilur sér einnig rétt til að seinka brottförum.


Tengdar fréttir

Tólf veður­við­varanir næstu tvo daga

Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða.

Icelandair af­­lýsir nánast öllu flugi

Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst.

Flug­vél hring­snerist og rakst í land­gang

Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×