Enn fær KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði: „Þetta var blaut tuska í andlitið“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 08:30 KSÍ fékk styrk frá UEFA vegna EM kvenna í Englandi síðasta sumar en sá styrkur dugði þó ekki til að standa straum af kostnaði við þátttöku. VÍSIR/VILHELM „Við erum fátæk við hliðina á öðrum knattspyrnusamböndum,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs Knattspyrnusambands Íslands. Hann furðar sig á þeirri ákvörðun að sjötta árið í röð fái KSÍ ekki krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Styrkveitingar ÍSÍ til sérsambanda á árinu 2023 nema alls rúmlega 535 milljónum króna. Hæsta styrkinn fær Handknattleikssamband Íslands eða 82,6 milljónir. Alls fá 32 sérsambönd styrk úr Afrekssjóði, sem kostaður er af almannafé, en aðeins KSÍ var hafnað. KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA. Í reglugerð sjóðsins segir að við úthlutanir sé „heimilt að taka sérstakt tillit til þess ef viðkomandi sérsamband hefur fengið beina styrki frá hinu opinbera eða öðrum aðilum“. Samanburðurinn við önnur íslensk sambönd ósanngjarn Síðustu ár hefur KSÍ verið að fá á bilinu 700-900 milljónir króna árlega í styrki frá UEFA og FIFA, sem gera KSÍ að langbest stæða sérsambandi Íslands. Jörundur segir það þó ekki eiga að útiloka KSÍ frá styrkjum sem ætlaðir séu til að efla afreksstarf í íslensku íþróttalífi. „Ef við tökum dæmi varðandi þetta þá borgar KSÍ út styrki til sinna aðildarfélaga á hverju ári. Nú var Breiðablik að fá fé úr óvæntri átt, 200 milljónir í arf, en við það skerðist ekkert greiðslan frá KSÍ til Breiðabliks. Enda væri galið að hugsa þetta þannig. Það er bara ósanngjarnt bæði fyrir okkur og hin sérsamböndin að bera okkur saman við þau. Þetta er allt annar leikur. Það eru mikið meiri peningar í fótbolta en það er galið að segja að þar með eigum við, eitt sérsambanda, ekkert að fá úr Afrekssjóði. Þetta er bara til að efla starfið okkar enn frekar. Þarna finnst mér vanta í hugsunina að Afrekssjóður hafi hugrekki að setja peninga þangað sem að afreksstarfið er kannski komið hvað lengst.“ U21-landslið karla í fótbolta hefur tvívegis komist í lokakeppni EM en það hefur ekki áhrif á styrkveitingar úr Afrekssjóði ÍSÍVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Bitnar mest á yngstu iðkendunum“ Eins og Jörundur bendir á er KSÍ undir í samanburði við knattspyrnusambönd þeirra landa sem landslið Íslands keppa við. „Þetta bitnar mest á yngstu iðkendunum okkar. Eins og staðan er núna þá erum við með sirka 40% færri leiki fyrir yngri landsliðin en samanburðarþjóðir okkar. Við erum alltaf að reyna að efla starfið okkar en þetta kostar peninga. Ef við hefðum fengið þó ekki nema væri brot af því sem HSÍ fær, segjum 10-20 milljónir, þá hefði það nýst okkur óhemju vel í afreksstarfið þegar kemur að yngri landsliðum. Við þurfum að gefa í þar, og erum með tilmæli frá UEFA og FIFA um að fjölga verkefnum fyrir þessi lið, og þá hefði styrkur frá afrekssjóði komið sér mjög vel,“ segir Jörundur og bendir á að í afreksstarfi KSÍ séu um 800 strákar og stelpur. Vill koma á fót knattspyrnuvísindasviði Jörundur segir að raunar sé A-landslið karla eina landslið KSÍ sem ekki sé rekið með tapi. Sambandið sé hins vegar stórhuga og vilji til að mynda koma á fót sérstöku knattspyrnuvísindasviði. Þær hugmyndir hafi hann raunar þegar viðrað við nýráðinn afreksstjóra ÍSÍ, Véstein Hafsteinsson. Slíkt svið myndi stuðla að því að fótboltinn nýtti betur þekkingu fitnessþjálfara, næringarfræðinga, sálfræðinga, lækna, sjúkraþjálfara, gagnasérfræðinga og fleiri sem orðnir séu mikilvægur hluti af íþróttunum. „Okkur vantar fjármagn til þess og þar hefðu peningar úr Afrekssjóði komið að góðum notum. Við teljum að slíkt svið sé nauðsynlegt fyrir fótboltann á Íslandi því vísindum og tæknimálum fleygir fram í fótboltanum, sem og öðrum íþróttagreinum, og við erum vel á eftir í samanburði við aðrar þjóðir,“ segir Jörundur. Jörundur segir A-landslið karla eina landsliðið sem rekið sé með hagnaði hjá KSÍ.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jörundur batt miklar vonir við að stjórn Afrekssjóðs sæi ástæðu til að efla afreksstarf KSÍ líkt og annarra sambanda: „Þetta var blaut tuska í andlitið, ég skal viðurkenna það. Við eyddum líka heilmiklum tíma í undirbúning þessarar umsóknar og það hefði þá mátt segja við okkur frá byrjun að við værum bara ekkert að fara að fá styrk. Það hefði verið heiðarlegra. Finnst vanta afrekshugsun í stjórn Afrekssjóðs Jörundur ítrekar að hann hafi fullan skilning á því að KSÍ sé í annarri stöðu en önnur sérsambönd Íslandi. „Auðvitað fögnum við því að sérsamböndin fái greitt úr þessum Afrekssjóði og samgleðjumst þeim sem það gerðu, og vitum að þessir peningar eru nýttir til góðra verka. Okkur finnst hins vegar skrýtið að það sé horft framhjá KSÍ enn eitt árið. Við teljum okkur vera í fararbroddi þegar kemur að afreksstarfi og önnur sérsambönd eru mörg hver að horfa til okkar varðandi þá vinnu. Peningarnir í Afrekssjóði eru að mestu leyti komnir frá ríkinu þannig að þar erum við að taka út skattpeninga sem við teljum að eigi alveg eins heima í fótboltanum eins og í öðrum íþróttagreinum. Ég held að misskilningurinn sé kannski sá að við erum ekki að bera okkur saman við önnur íslensk sérsambönd. Við erum örugglega rík í samanburði við önnur sérsambönd hér á landi en við erum að bera okkur saman við knattspyrnusambönd í löndunum í kringum okkur, og teljum okkur vera að dragast aftur úr í þeim samanburði. Til að mynda varðandi fjölda leikja hjá yngri landsliðum, og fjölda starfsmanna landsliða og innan sambandsins,“ segir Jörundur. „Sjálfsagt er þarna verið að fara eftir einhverri reglugerð [þegar stjórn Afrekssjóðs ákveður tillögur um dreifingu fjár úr sjóðnum] en mér finnst því miður vanta meiri afrekshugsun í stjórn Afrekssjóðs. Mér finnst slæmt að setja ekki peninga í starfið þar sem það er komið hvað lengst,“ bætir hann við. KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Styrkveitingar ÍSÍ til sérsambanda á árinu 2023 nema alls rúmlega 535 milljónum króna. Hæsta styrkinn fær Handknattleikssamband Íslands eða 82,6 milljónir. Alls fá 32 sérsambönd styrk úr Afrekssjóði, sem kostaður er af almannafé, en aðeins KSÍ var hafnað. KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA. Í reglugerð sjóðsins segir að við úthlutanir sé „heimilt að taka sérstakt tillit til þess ef viðkomandi sérsamband hefur fengið beina styrki frá hinu opinbera eða öðrum aðilum“. Samanburðurinn við önnur íslensk sambönd ósanngjarn Síðustu ár hefur KSÍ verið að fá á bilinu 700-900 milljónir króna árlega í styrki frá UEFA og FIFA, sem gera KSÍ að langbest stæða sérsambandi Íslands. Jörundur segir það þó ekki eiga að útiloka KSÍ frá styrkjum sem ætlaðir séu til að efla afreksstarf í íslensku íþróttalífi. „Ef við tökum dæmi varðandi þetta þá borgar KSÍ út styrki til sinna aðildarfélaga á hverju ári. Nú var Breiðablik að fá fé úr óvæntri átt, 200 milljónir í arf, en við það skerðist ekkert greiðslan frá KSÍ til Breiðabliks. Enda væri galið að hugsa þetta þannig. Það er bara ósanngjarnt bæði fyrir okkur og hin sérsamböndin að bera okkur saman við þau. Þetta er allt annar leikur. Það eru mikið meiri peningar í fótbolta en það er galið að segja að þar með eigum við, eitt sérsambanda, ekkert að fá úr Afrekssjóði. Þetta er bara til að efla starfið okkar enn frekar. Þarna finnst mér vanta í hugsunina að Afrekssjóður hafi hugrekki að setja peninga þangað sem að afreksstarfið er kannski komið hvað lengst.“ U21-landslið karla í fótbolta hefur tvívegis komist í lokakeppni EM en það hefur ekki áhrif á styrkveitingar úr Afrekssjóði ÍSÍVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Bitnar mest á yngstu iðkendunum“ Eins og Jörundur bendir á er KSÍ undir í samanburði við knattspyrnusambönd þeirra landa sem landslið Íslands keppa við. „Þetta bitnar mest á yngstu iðkendunum okkar. Eins og staðan er núna þá erum við með sirka 40% færri leiki fyrir yngri landsliðin en samanburðarþjóðir okkar. Við erum alltaf að reyna að efla starfið okkar en þetta kostar peninga. Ef við hefðum fengið þó ekki nema væri brot af því sem HSÍ fær, segjum 10-20 milljónir, þá hefði það nýst okkur óhemju vel í afreksstarfið þegar kemur að yngri landsliðum. Við þurfum að gefa í þar, og erum með tilmæli frá UEFA og FIFA um að fjölga verkefnum fyrir þessi lið, og þá hefði styrkur frá afrekssjóði komið sér mjög vel,“ segir Jörundur og bendir á að í afreksstarfi KSÍ séu um 800 strákar og stelpur. Vill koma á fót knattspyrnuvísindasviði Jörundur segir að raunar sé A-landslið karla eina landslið KSÍ sem ekki sé rekið með tapi. Sambandið sé hins vegar stórhuga og vilji til að mynda koma á fót sérstöku knattspyrnuvísindasviði. Þær hugmyndir hafi hann raunar þegar viðrað við nýráðinn afreksstjóra ÍSÍ, Véstein Hafsteinsson. Slíkt svið myndi stuðla að því að fótboltinn nýtti betur þekkingu fitnessþjálfara, næringarfræðinga, sálfræðinga, lækna, sjúkraþjálfara, gagnasérfræðinga og fleiri sem orðnir séu mikilvægur hluti af íþróttunum. „Okkur vantar fjármagn til þess og þar hefðu peningar úr Afrekssjóði komið að góðum notum. Við teljum að slíkt svið sé nauðsynlegt fyrir fótboltann á Íslandi því vísindum og tæknimálum fleygir fram í fótboltanum, sem og öðrum íþróttagreinum, og við erum vel á eftir í samanburði við aðrar þjóðir,“ segir Jörundur. Jörundur segir A-landslið karla eina landsliðið sem rekið sé með hagnaði hjá KSÍ.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jörundur batt miklar vonir við að stjórn Afrekssjóðs sæi ástæðu til að efla afreksstarf KSÍ líkt og annarra sambanda: „Þetta var blaut tuska í andlitið, ég skal viðurkenna það. Við eyddum líka heilmiklum tíma í undirbúning þessarar umsóknar og það hefði þá mátt segja við okkur frá byrjun að við værum bara ekkert að fara að fá styrk. Það hefði verið heiðarlegra. Finnst vanta afrekshugsun í stjórn Afrekssjóðs Jörundur ítrekar að hann hafi fullan skilning á því að KSÍ sé í annarri stöðu en önnur sérsambönd Íslandi. „Auðvitað fögnum við því að sérsamböndin fái greitt úr þessum Afrekssjóði og samgleðjumst þeim sem það gerðu, og vitum að þessir peningar eru nýttir til góðra verka. Okkur finnst hins vegar skrýtið að það sé horft framhjá KSÍ enn eitt árið. Við teljum okkur vera í fararbroddi þegar kemur að afreksstarfi og önnur sérsambönd eru mörg hver að horfa til okkar varðandi þá vinnu. Peningarnir í Afrekssjóði eru að mestu leyti komnir frá ríkinu þannig að þar erum við að taka út skattpeninga sem við teljum að eigi alveg eins heima í fótboltanum eins og í öðrum íþróttagreinum. Ég held að misskilningurinn sé kannski sá að við erum ekki að bera okkur saman við önnur íslensk sérsambönd. Við erum örugglega rík í samanburði við önnur sérsambönd hér á landi en við erum að bera okkur saman við knattspyrnusambönd í löndunum í kringum okkur, og teljum okkur vera að dragast aftur úr í þeim samanburði. Til að mynda varðandi fjölda leikja hjá yngri landsliðum, og fjölda starfsmanna landsliða og innan sambandsins,“ segir Jörundur. „Sjálfsagt er þarna verið að fara eftir einhverri reglugerð [þegar stjórn Afrekssjóðs ákveður tillögur um dreifingu fjár úr sjóðnum] en mér finnst því miður vanta meiri afrekshugsun í stjórn Afrekssjóðs. Mér finnst slæmt að setja ekki peninga í starfið þar sem það er komið hvað lengst,“ bætir hann við.
KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira