Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2023 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun