Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2023 08:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn krabbameinum. Dagurinn er haldinn 4. febrúar á ári hverju til að vekja athygli á sjúkdómnum. Það er engin tilviljun að þessa dagana stöndum við í Krafti einmitt fyrir vitundarvakningu og erum að vekja athygli á þeirri þjónustu og stuðningi sem við bjóðum upp á fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri. „Fyrir hvern setur þú upp kolluna?“ er yfirskrift átaksins og fáum við okkar dásamlegu félagsmenn með okkur í lið til að segja frá sinni reynslu og hvernig stuðningur Krafts hefur hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. Á ári hverju greinast um 70 ungir einstaklingar með krabbamein á Íslandi og getur það umturnað lífi þeirra og þeirra sem standa þeim nærri. Þetta eru einstaklingar sem eru að taka sín fyrstu skref út í lífið, eru í námi, að kaupa íbúð, stofna fjölskyldu o.s.frv. Lifun með krabbameini er orðin miklu betri í dag en hér á árum áður en bæði krabbamein og krabbameinsmeðferðir geta samt haft langvarandi neikvæð áhrif. Ýmsar síðbúnar afleiðingar geta komið í ljós eftir á, eins og t.d. frjósemisvandamál, tannheilsuvandamál, minnisskortur, kvíði og fleira. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og því er óhætt að segja að starf okkar í Krafti snerti flesta á einn eða annan hátt. Hvort sem þið hafið sjálf greinst með krabbamein eða eruð aðstandendur eins og makar, börn, vinir eða samstarfsfélagar þá erum við til staðar fyrir ykkur öll, hvar sem þið eruð stödd í ferlinu. Á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum er gott að staldra aðeins við og hugsa um það sem vel hefur gengið í krabbameinsbaráttunni á Íslandi. Staðreyndin er sú að það er afskaplega vel haldið utan um þau krabbameinsgreindu og aðstandendur í okkar samfélagi í dag og sú þjónusta sem Krabbameinsfélagið og öll aðildarfélög þess, Ljósið og við í Krafti erum að veita er mikilvægur og þarfur stuðningur fyrir þau. Það er samt sem áður þannig að hver og einn þarf að biðja um þjónustuna sjálfur. Það neyðir þig enginn til að tala við sálfræðing eða við jafningja sem er að ganga í gegnum svipaða hluti og þú - þú þarft að óska eftir því sjálf(ur). Fjölmargir hafa komið til okkar og sagt: „Ég vildi að ég hefði komið fyrr.“ Þess vegna viljum við hjá Krafti vekja athygli á okkar starfi og minna á að við erum hér til staðar fyrir þig og þína hvenær sem er. Í kvöld erum við með Lífið er núna-styrktartónleika í Iðnó þar sem fjöldi tónlistarfólks mun stíga á stokk svo úr verður sannkölluð tónlistarveisla. Hægt er að kaupa miða á tix.is eða við innganginn. Markmið tónleikanna er að fá fólk til að koma saman og njóta líðandi stundar og styrkja gott málefni í leiðinni af því að lífið er núna! Við stöndum einnig fyrir fjáröflun með sölu á Lífið er núna-húfunum okkar. Félagsmenn Krafts og fleiri finna fyrir ólýsanlegum stuðningi þegar þau sjá aðra bera kolluna fyrir sig. Við í Krafti hvetjum því alla til að kaupa Lífið er núna-húfu og spyrjum: Fyrir hvern setur þú upp kolluna? Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun