Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 4. febrúar 2023 09:01 Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta bæjarstjórnarfundi Hafnarfjarðarbæjar felldi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tillögu Samfylkingarinnar um að ganga til samninga við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Rammasamningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsnæðisáætlun Íslands 2023-2032 var undirritaður síðasta sumar og í honum var opnað á beint samningssamband milli ríkis og einstakra sveitarfélaga. Á þeim grunni undirritaði Reykjavík tímamótasamkomulag við ríkið um íbúðauppbyggingu til næstu 10 ára með áherslu á uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði og félagslegs húsnæðis. Athygli vakti að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni studdu tillöguna þannig að góð þverpólitísk samstaða er um málið. Samkomulag Reykjavíkur og ríkisins er mikilvægur liður í gerð húsnæðissáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Nú verða önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi Reykjavíkur. Einnig hefur bæjarstjórn Akureyrar, að frumkvæði Samfylkingarinnar, samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við innviðaráðherra um gerð samkomulags á þessum grunni. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði kýs hins vegar að gera það ekki. Leyndarhjúpur bæjarstjóra Í umræðum um tillöguna í bæjarstjórn upplýsti bæjarstjóri, í hálfgerðu framhjáhlaupi, að hún væri byrjuð að vinna að málinu en hún hafi bara gleymt að láta bæjarstjórn vita af því. Það verður að teljast nokkuð afrek hjá bæjarstjóra því umræðan um húsnæðismál hefur verið fyrirferðarmikil á vettvangi bæjarstjórnar og tækifærin til að upplýsa að hún væri byrjuð á þessari mikilvægu vinnu hafa verið fjölmörg. Annað hvort hefur bæjarstjóri ákveðið að bæjastjórn ætti ekki að vita af hennar vinnu eða að hún telur um slíkt smáatriði að ræða að það þarfnist engrar umræðu. Þriðji möguleikinn er sá að viðræðurnar hafi í raun litlar sem engar verið – eða í skötulíki. Hverjar sem ástæðurnar eru þá veldur leyndarhjúpur bæjarstjóra því að bæjarstjórn veit ekkert um viðræðurnar eða innihald þeirra og engin umræða farið í bæjarstjórn um samningsmarkmið bæjarins gagnvart ríkinu. Þær upplýsingar eru á bakvið luktar dyr bæjarstjóra og fulltrúar Framsóknar láta sér vel líka. Framsókn hafnar viðræðum við innviðaráðherra Ekki nóg með að Framsókn láti þessi vinnubrögð bæjarstjóra yfir sig ganga heldur gengur flokkurinn svo langt að hafna tillögu um að hefja viðræður við innviðaráðherra, formann Framsóknarflokksins, um húsnæðissáttmála sambærilegan þeim sem Framsóknarflokkurinn hefur nú samþykkt í Reykjavík. Því miður læðist að manni sá grunur að áherslan á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði, þar sem samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög er í forgrunni, og uppbyggingu félagslegs húsnæðis sé ástæða áhugaleysis Sjálfstæðisflokksins á gerð slíks samkomulags. Og Framsókn gleymir sínum félagslegu áherslum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – enn og aftur. Eflaust hefur það líka truflað meirihlutaflokkana að tillagan kæmi frá Samfylkingunni og því gripið til gamalkunnugs bragðs, að fella tillöguna óháð efni hennar þar sem hún kemur frá pólitískum andstæðingum. Fleiri sveitarfélög semji við ríkið Mikilvægt er að ríki og sveitarfélög taki höndum saman um stefnumótun í húsnæðismálum sem og um framkvæmd hennar. Þess vegna var það gott skref sl. sumar þegar ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu rammasamning um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum 2023-2032. En til þess að markmið rammasamningsins nái fram að ganga er mikilvægt að fleiri sveitarfélög en Reykjavík gangi til samninga við innviðaráðherra um húsnæðissáttmála. Þess vegna olli það áhuga- og metnaðarleysi sem endurspeglaðist í afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á síðasta bæjarstjórnarfundi miklum vonbrigðum. Jafnaðarfólk í Hafnafirði mun hins vegar halda áfram að berjast fyrir fjölbreyttri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í bænum með áherslu á samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög. Á sama hátt munum við leggja áherslu á uppbyggingu félagslegs húnsæðis. Vonandi mun sú barátta vega upp á móti áhugaleysi meirihlutans og á endanum vekja hann af sínum Þyrnirósarsvefni. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun