Stefnir í áhorfendamet þrátt fyrir að enn sé tæpt ár í leikinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 08:01 Búast má við að Íslendingar fjölmenni á EM í handbolta á næsta ári sem fer fram í mekka handboltans, Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að enn séu 342 dagar í fyrsta leik Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári er nú þegar búið að selja um það bil 40 þúsund miða á leikinn. Það er því nokkuð öruggt að áhorfendamet verði slegið á leiknum, enda eru enn 10 þúsund miðar lausir. Nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta hefur greinilega vakið gríðarlegan áhuga fólks á íþróttinni, en áður en heimsmeistaramótið hófst höfðu aðeins selst um 18 þúsund miðar á fyrsta leik næsta Evrópumóts. Á lokadegi heimsmeistaramótsins tilkynnti Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, að búið væri að selja 40 þúsund miða á leikinn. What a rush for #ehfeuro2024 tickets 🎟 40k already sold for the opening day in Dusseldorf. But there’s so much more. 🤩 📲 Check out all venues at https://t.co/LxSDiAe0O2 and see the best teams play next January 📆👀 pic.twitter.com/p9bQvAdiAy— EHF EURO (@EHFEURO) February 3, 2023 Áhorfendametið á handboltaleik er í dag 44.189 áhorfendur, en það var sett árið 2014 á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg. Sá leikur fór fram á fótboltavellinum í Frankfurt, Deutsche Bank Arena. Opnunarleikur EM í handbolta á næsta ári mun hins vegar fara fram á fótboltavellinum Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf, en sá völlur tekur 50 þúsund manns í sæti. Það stefnir því allt í að áhorfendametið verði slegið þegar Evrópumótið í handbolta hefst í janúar á næsta ári. Eins og staðan er núna verða ekki seldir fleiri miðar í bili þar sem þeir miðar sem eftir eru eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðanna sem munu spila leikinn. Vitað er að Þjóðverjar munu spila þennan leik, en enn á eftir að koma í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra. EM 2024 í handbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta hefur greinilega vakið gríðarlegan áhuga fólks á íþróttinni, en áður en heimsmeistaramótið hófst höfðu aðeins selst um 18 þúsund miðar á fyrsta leik næsta Evrópumóts. Á lokadegi heimsmeistaramótsins tilkynnti Mark Schober, formaður þýska handknattleikssambandsins, að búið væri að selja 40 þúsund miða á leikinn. What a rush for #ehfeuro2024 tickets 🎟 40k already sold for the opening day in Dusseldorf. But there’s so much more. 🤩 📲 Check out all venues at https://t.co/LxSDiAe0O2 and see the best teams play next January 📆👀 pic.twitter.com/p9bQvAdiAy— EHF EURO (@EHFEURO) February 3, 2023 Áhorfendametið á handboltaleik er í dag 44.189 áhorfendur, en það var sett árið 2014 á leik Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg. Sá leikur fór fram á fótboltavellinum í Frankfurt, Deutsche Bank Arena. Opnunarleikur EM í handbolta á næsta ári mun hins vegar fara fram á fótboltavellinum Merkur Spiel-Arena í Düsseldorf, en sá völlur tekur 50 þúsund manns í sæti. Það stefnir því allt í að áhorfendametið verði slegið þegar Evrópumótið í handbolta hefst í janúar á næsta ári. Eins og staðan er núna verða ekki seldir fleiri miðar í bili þar sem þeir miðar sem eftir eru eru eyrnamerktir stuðningsmönnum þjóðanna sem munu spila leikinn. Vitað er að Þjóðverjar munu spila þennan leik, en enn á eftir að koma í ljós hverjir verða andstæðingar þeirra.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira