Stöð 2 Sport
Stjarnan tekur á móti Gróttu í Olís-deild karla í handbolta klukkan 19:20 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski boltinn á sviðið á Stöð 2 Sport 2 í dag og við hefjum leik á viðureign Spezia og Napoli klukkan 11:20. Torino tekur svo á móti Udinesea klukkan 13:50, Bologna sækir Fiorentina heim klukkan 16:50 og klukkan 19:35 er komið að einum stærsta leik ársins þegar Inter Milan og AC Milan eigast við í Derby della Maddonnina.
Stöð 2 Sport 3
Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia heimsækja Barcelona í Spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 11:20 áður en Real Madrit tekur á móti Lenovo Tenerife klukkan 17:20.
Þá verður bein útsending frá Pro Bowl 2023 í NFL-deildinni í amerískum fótbolta klukkan 20:00.
Stöð 2 Sport 4
Lokadagur Magical Kenya Ladies Open á LET-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 11:00. Charlotte Hornets og Orlando Magic eigast svo við í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 18:00.
Stöð 2 eSport
Úrslitin ráðast í þremur greinum á Reykjavíkurleikunum í dag. Bein útsending frá keppni í League of Legends hefst klukkan 13:00, keppt verður í F1 22 klukkan 19:00 og klukkan 20:30 er það Gran Turismo 7 sem tekur við.